Fyrirtæki innan SA hafa ekki sjálfstætt samningumboð Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2015 13:29 Framkvæmdastjóri SA segir samtökin vera að skoða hvort nýlegur kjarasamningur Verkalýðsfélags Akraness við Snók sé gildur. vísir/gva Samtök atvinnulífsins telja að nýgerður kjarasamningur Verkalýðsfélags Akraness við fyrirtækið Snók sé ógildur ef um almennan kjarasamning er að ræða. Almennt afsali fyrirtæki sér samningumboðið með aðild sinni að samtökunum. Aðalsteinn Baldursson formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar á Húsavík greindi frá því í fréttum Bylgjunnar í gær að nokkur fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins fyrir norðan hefðu óskað eftir því að gera kjarasamning við félagið á þeim nótum sem kröfur Starfsgreinasambandsins byggja á. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist ekki vita um neitt fyrirtæki á Norðurlandi innan samtakanna, sem vilji gera sérsamning. „Almennt er staðan sú að þegar fyrirtæki ganga í Samtök atvinnulífsins framselja þau samningsumboð sitt til samtakanna. Þar af leiðandi hafa í raun og veru samningar sem gerðir eru beint við einstök verkalýðsfélög að hálfu viðkomandi fyrirtækja ekki gildi. Það er líka alveg ljóst að fyrirtæki sem hafa gert slíkt í gegnum tíðina hafa oft bakað sér meiri vandræði en sá vandi sem þau eru að reyna að leysa hefur valdið þeim,“ segir Þorsteinn. Hinn 17. mars skrifaði Verkalýðsfélag Akraness undir kjarasamning til fimm ára við við verktakafyrirtækið Snók á Akranesi sem felur í sér að laun þar verði tengd við launavísitölu og hækki með henni. Þessi samningur er eini kjarasamningur fyrirtækis innan Samtaka atvinnulífsins sem framkvæmdastjóri samtakanna veit af að gerður hafi verið án aðkomu samtakanna. Þorsteinn segir Samtök atvinnulífsins vera að skoða þennan samning. „Það er ekkert flókið að staða fyrirtækja, standi þau ein gegn verkalýðshreyfingunni, er mjög veik. Ef þú ert með 90 prósenta þátttöku í verkalýðsfélögum og vel skipulagða verkalýðshreyfingu þar sem eru þá sérfræðingar þá sérfræðingar í gerð kjarasamninga. Þess vegna hafa fyrirtæki valið að vera innan okkar raða,“ segir Þorsteinn.Yrði þá Snókur að ganga úr samtökunum ef það vildi að samningurinn héldi gildi sínu? Eða hvernig virkar þetta? „Eins og ég segi, við erum bara að skoða með hvaða hætti þessi samningur var gerður. Við höfum ekki tekið afstöðu til þess hvernig á því yrði tekið,“ segir Þorsteinn.En þið teljið að samningurinn sé ekki gildur? „Það er alveg ljóst að ef um hefðbundinn kjarasamning er að ræða milli fyrirtækis innan Samtaka atvinnulífsins og Verkalýðsfélags Akraness, þá er hann ekki gildur þar sem samningumboðið liggur hér,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Sjá meira
Samtök atvinnulífsins telja að nýgerður kjarasamningur Verkalýðsfélags Akraness við fyrirtækið Snók sé ógildur ef um almennan kjarasamning er að ræða. Almennt afsali fyrirtæki sér samningumboðið með aðild sinni að samtökunum. Aðalsteinn Baldursson formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar á Húsavík greindi frá því í fréttum Bylgjunnar í gær að nokkur fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins fyrir norðan hefðu óskað eftir því að gera kjarasamning við félagið á þeim nótum sem kröfur Starfsgreinasambandsins byggja á. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist ekki vita um neitt fyrirtæki á Norðurlandi innan samtakanna, sem vilji gera sérsamning. „Almennt er staðan sú að þegar fyrirtæki ganga í Samtök atvinnulífsins framselja þau samningsumboð sitt til samtakanna. Þar af leiðandi hafa í raun og veru samningar sem gerðir eru beint við einstök verkalýðsfélög að hálfu viðkomandi fyrirtækja ekki gildi. Það er líka alveg ljóst að fyrirtæki sem hafa gert slíkt í gegnum tíðina hafa oft bakað sér meiri vandræði en sá vandi sem þau eru að reyna að leysa hefur valdið þeim,“ segir Þorsteinn. Hinn 17. mars skrifaði Verkalýðsfélag Akraness undir kjarasamning til fimm ára við við verktakafyrirtækið Snók á Akranesi sem felur í sér að laun þar verði tengd við launavísitölu og hækki með henni. Þessi samningur er eini kjarasamningur fyrirtækis innan Samtaka atvinnulífsins sem framkvæmdastjóri samtakanna veit af að gerður hafi verið án aðkomu samtakanna. Þorsteinn segir Samtök atvinnulífsins vera að skoða þennan samning. „Það er ekkert flókið að staða fyrirtækja, standi þau ein gegn verkalýðshreyfingunni, er mjög veik. Ef þú ert með 90 prósenta þátttöku í verkalýðsfélögum og vel skipulagða verkalýðshreyfingu þar sem eru þá sérfræðingar þá sérfræðingar í gerð kjarasamninga. Þess vegna hafa fyrirtæki valið að vera innan okkar raða,“ segir Þorsteinn.Yrði þá Snókur að ganga úr samtökunum ef það vildi að samningurinn héldi gildi sínu? Eða hvernig virkar þetta? „Eins og ég segi, við erum bara að skoða með hvaða hætti þessi samningur var gerður. Við höfum ekki tekið afstöðu til þess hvernig á því yrði tekið,“ segir Þorsteinn.En þið teljið að samningurinn sé ekki gildur? „Það er alveg ljóst að ef um hefðbundinn kjarasamning er að ræða milli fyrirtækis innan Samtaka atvinnulífsins og Verkalýðsfélags Akraness, þá er hann ekki gildur þar sem samningumboðið liggur hér,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Sjá meira