Skoða fjársvelti tónlistarskólanna: „Hjá okkur er þetta spurningin um að halda lífi“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. apríl 2015 15:33 „Það voru lagðar fram ákveðnar tillögur til að reyna að leysa málið,“ útskýrir Kristinn Örn Kristinsson, skólastjóri Allegro-Suzuki tónlistarskólans um fund STÍS, samtaka tónlistarskóla í Reykjavík, Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og menntamálaráðuneytisins sem var í gær. Málið varðar fjármögnun á tónlistarskólum í Reykjavík en lengi hefur stefnt í gjaldþrot nokkurra þeirra. „Þetta hefur staðið á fjórða ár núna þetta vandamál og stjórn SÍS hefur átt samtöl við alla aðila en alltaf í sitthvoru lagi. Mér finnst afskaplega jákvætt að þarna gátum við komið fulltrúum allra sem koma að málinu að sama borði,“ útskýrir Kristinn. Á fundinum voru lagðar fram tillögur sem miða að því að leysa fjárhagsvanda tónlistarskólanna í borginni. Fjárhagsvandi tónlistarskóla í Reykjavík á rætur sínar að rekja til „Samkomulags um eflingu tónlistarnáms“ en skrifað var undir það í maí 2011 í kjölfar krafna þess efnis að ríkið ætti að fjármagna allt tónlistarnám á framhaldsstigi. Í samkomulaginu fólst að fjármagn frá ríkinu var sett í Jöfnunarsjóð Sambands íslenskra sveitarfélaga sem veitir því áfram til skóla á landinu. Samkvæmt upplýsingum frá þeim skólastjórum tónlistarskóla borgarinnar sem Vísir hefur rætt við kom strax í ljós að gert hafði verið ráð fyrir of fáum framhaldsnemum.Kristinn Örn er ánægður með að allir aðilar geti nú komið að sama borði og rætt málin.Vísir/ArnþórTillögurnar á frumstigi „Framlagið sem við njótum frá Jöfnunarsjóði ætti að duga til þess að greiða allan kennslukostnað en það gerir það ekki og hefur ekki gert síðan samkomulagið var gert árið 2011,“ segir Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz, í samtali við Vísi. „Nú erum við að reyna að átta okkur á því hvað þessir aðilar sem standa að baki fjármögnunar skólanna eru að bjóða.“ Aðilarnir sem Gunnar vísar í eru borgin og ríkið. Á fundinum í gær voru lagðar fram tillögur til úrbóta á sívaxandi fjárhagsvanda tónlistarskólanna. Sigfríður Björnsdóttir, tengiliður tónlistarskólanna hjá Reykjavíkurborg, segist ekki geta gefið upp efni tillagnanna að svo stöddu. Þær séu enn á frumstigi og eigi bæði eftir að fara í gegnum ferli hjá tónlistarskólunum og eftir það svo í gegnum stjórnkerfi borgarinnar. „Við erum að reyna að finna leiðir til þess að mæta öllum skólunum á jafnræðisgrundvelli. Menn eru að reyna að mætast eins og hægt er,“ útskýrir hún en tekur þó fram að ekki sé um langtímaáætlanir að ræða. „Næstu dagar eru mjög mikilvægir í samtalinu og málið er í vinnslu.“ Ekki hefur aðeins ríkt óánægja um fjárhagslega stöðu skólanna heldur fóru tónlistarkennarar í verkfall á síðasta ári og kröfðust bættra kjara.Málsókn gegn borginni komin af stað Gunnar og Kristinn sitja báðir í stjórn STÍS, Gunnar situr raunar í varastjórn, og eru þeir ánægðir með að loks skuli eitthvað þokast í þessum málum. „Staða skólanna er mjög misjöfn,“ segir Gunnar. „Það eru nokkrir skólar sem eru í verri stöðu en aðrir. Okkar skóli er að glíma við að komast í gegnum mánaðarmótin á meðan aðrir eru að reyna að laga sína daglegu stöðu svo hægt sé að bæta þjónustuna. Hjá okkur er þetta spurningin um að halda lífi,“ bætir hann við. Kristinn Örn segir jákvætt að finna fyrir því að menn ætli að beita sér í málinu núna. Hann segir að vandamálið sé stærst hjá þeim skólum sem eru að kenna á framhaldsstigi meira heldur en á grunnstigi. „Það var sett ákveðin krónutala á þetta af hendi ríkisins sem er deilt milli allra nemenda á framhaldsstigi. Þannig að ef fjölgar í pottinum kemur einfaldlega minna í hvers hlut.“ Málið hefur verið sett í lögmann en það hefur að öllum líkindum ýtt við aðilum í borginni sem hafa frá samkomulaginu sagt málið á höndum ríkisins. „Við erum með kröfur hjá lögmanni og það hefur verið sett af stað lögsókn en við erum að skoða það að setja hana á ís ef við komumst að niðurstöðu. Ef hægt verður að semja,“ segir Gunnar. „Og einnig ef það koma bætur fyrir það sem við höfum tapað. Allt hefur liðið skort í fjögur ár í skólanum okkar. Við erum illa farin. Þetta er eins og skip sem hefur ekki farið í slipp í fjögur ár. Það má segja að það sé kominn tími á slippinn.“ Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Sjá meira
„Það voru lagðar fram ákveðnar tillögur til að reyna að leysa málið,“ útskýrir Kristinn Örn Kristinsson, skólastjóri Allegro-Suzuki tónlistarskólans um fund STÍS, samtaka tónlistarskóla í Reykjavík, Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og menntamálaráðuneytisins sem var í gær. Málið varðar fjármögnun á tónlistarskólum í Reykjavík en lengi hefur stefnt í gjaldþrot nokkurra þeirra. „Þetta hefur staðið á fjórða ár núna þetta vandamál og stjórn SÍS hefur átt samtöl við alla aðila en alltaf í sitthvoru lagi. Mér finnst afskaplega jákvætt að þarna gátum við komið fulltrúum allra sem koma að málinu að sama borði,“ útskýrir Kristinn. Á fundinum voru lagðar fram tillögur sem miða að því að leysa fjárhagsvanda tónlistarskólanna í borginni. Fjárhagsvandi tónlistarskóla í Reykjavík á rætur sínar að rekja til „Samkomulags um eflingu tónlistarnáms“ en skrifað var undir það í maí 2011 í kjölfar krafna þess efnis að ríkið ætti að fjármagna allt tónlistarnám á framhaldsstigi. Í samkomulaginu fólst að fjármagn frá ríkinu var sett í Jöfnunarsjóð Sambands íslenskra sveitarfélaga sem veitir því áfram til skóla á landinu. Samkvæmt upplýsingum frá þeim skólastjórum tónlistarskóla borgarinnar sem Vísir hefur rætt við kom strax í ljós að gert hafði verið ráð fyrir of fáum framhaldsnemum.Kristinn Örn er ánægður með að allir aðilar geti nú komið að sama borði og rætt málin.Vísir/ArnþórTillögurnar á frumstigi „Framlagið sem við njótum frá Jöfnunarsjóði ætti að duga til þess að greiða allan kennslukostnað en það gerir það ekki og hefur ekki gert síðan samkomulagið var gert árið 2011,“ segir Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz, í samtali við Vísi. „Nú erum við að reyna að átta okkur á því hvað þessir aðilar sem standa að baki fjármögnunar skólanna eru að bjóða.“ Aðilarnir sem Gunnar vísar í eru borgin og ríkið. Á fundinum í gær voru lagðar fram tillögur til úrbóta á sívaxandi fjárhagsvanda tónlistarskólanna. Sigfríður Björnsdóttir, tengiliður tónlistarskólanna hjá Reykjavíkurborg, segist ekki geta gefið upp efni tillagnanna að svo stöddu. Þær séu enn á frumstigi og eigi bæði eftir að fara í gegnum ferli hjá tónlistarskólunum og eftir það svo í gegnum stjórnkerfi borgarinnar. „Við erum að reyna að finna leiðir til þess að mæta öllum skólunum á jafnræðisgrundvelli. Menn eru að reyna að mætast eins og hægt er,“ útskýrir hún en tekur þó fram að ekki sé um langtímaáætlanir að ræða. „Næstu dagar eru mjög mikilvægir í samtalinu og málið er í vinnslu.“ Ekki hefur aðeins ríkt óánægja um fjárhagslega stöðu skólanna heldur fóru tónlistarkennarar í verkfall á síðasta ári og kröfðust bættra kjara.Málsókn gegn borginni komin af stað Gunnar og Kristinn sitja báðir í stjórn STÍS, Gunnar situr raunar í varastjórn, og eru þeir ánægðir með að loks skuli eitthvað þokast í þessum málum. „Staða skólanna er mjög misjöfn,“ segir Gunnar. „Það eru nokkrir skólar sem eru í verri stöðu en aðrir. Okkar skóli er að glíma við að komast í gegnum mánaðarmótin á meðan aðrir eru að reyna að laga sína daglegu stöðu svo hægt sé að bæta þjónustuna. Hjá okkur er þetta spurningin um að halda lífi,“ bætir hann við. Kristinn Örn segir jákvætt að finna fyrir því að menn ætli að beita sér í málinu núna. Hann segir að vandamálið sé stærst hjá þeim skólum sem eru að kenna á framhaldsstigi meira heldur en á grunnstigi. „Það var sett ákveðin krónutala á þetta af hendi ríkisins sem er deilt milli allra nemenda á framhaldsstigi. Þannig að ef fjölgar í pottinum kemur einfaldlega minna í hvers hlut.“ Málið hefur verið sett í lögmann en það hefur að öllum líkindum ýtt við aðilum í borginni sem hafa frá samkomulaginu sagt málið á höndum ríkisins. „Við erum með kröfur hjá lögmanni og það hefur verið sett af stað lögsókn en við erum að skoða það að setja hana á ís ef við komumst að niðurstöðu. Ef hægt verður að semja,“ segir Gunnar. „Og einnig ef það koma bætur fyrir það sem við höfum tapað. Allt hefur liðið skort í fjögur ár í skólanum okkar. Við erum illa farin. Þetta er eins og skip sem hefur ekki farið í slipp í fjögur ár. Það má segja að það sé kominn tími á slippinn.“
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Sjá meira