Audi með keppinaut Tesla Model X Finnur Thorlacius skrifar 27. apríl 2015 12:40 Audi hefur sent frá sér þessa teikningu af nýjum rafmagnsjepplingi. Tesla mun hefja sölu á rafmagnsjepplingnum Model X í ár og mun því eiga sviðið hvað rafdrifna jepplinga varðar í einhvern tíma. Það verður þó ekki svo lengi því Audi vinnur nú að smíði jepplings sem eingöngu verður drifinn rafmagni og kemst 500 kílómetra á hverri hleðslu. Bíll Audi verður sérhannaður til verksins og því verður ekki um að ræða núverandi bílgerð Audi sem breytt verður í rafmagnsbíl. Audi segist ætla að markaðssetja þennan bíl snemma á árinu 2018. Með 500 kílómetra drægni Audi bílsins slær hann við 430 drægni Tesla Model X. Líklegt veður þó að teljast að Tesla verði komið með rafhlöður í Model X eða aðra bíla sína sem draga jafn mikið eða meira þegar árið 2018 gengur í garð. Audi er með þessu ekki að veðja mest á bíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni. Trú forsvarsmanna Audi er á tvíorkubíla, þ.e. bíla með hefðbundinni vél og rafmagnsmótorum, og það verði svo næstu 10-15 árin. Þessir bílar eru oft nefndir Plug-In-Hybrid bílar og fjölgar þeim mjög á meðal bílgerða Audi. Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent
Tesla mun hefja sölu á rafmagnsjepplingnum Model X í ár og mun því eiga sviðið hvað rafdrifna jepplinga varðar í einhvern tíma. Það verður þó ekki svo lengi því Audi vinnur nú að smíði jepplings sem eingöngu verður drifinn rafmagni og kemst 500 kílómetra á hverri hleðslu. Bíll Audi verður sérhannaður til verksins og því verður ekki um að ræða núverandi bílgerð Audi sem breytt verður í rafmagnsbíl. Audi segist ætla að markaðssetja þennan bíl snemma á árinu 2018. Með 500 kílómetra drægni Audi bílsins slær hann við 430 drægni Tesla Model X. Líklegt veður þó að teljast að Tesla verði komið með rafhlöður í Model X eða aðra bíla sína sem draga jafn mikið eða meira þegar árið 2018 gengur í garð. Audi er með þessu ekki að veðja mest á bíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni. Trú forsvarsmanna Audi er á tvíorkubíla, þ.e. bíla með hefðbundinni vél og rafmagnsmótorum, og það verði svo næstu 10-15 árin. Þessir bílar eru oft nefndir Plug-In-Hybrid bílar og fjölgar þeim mjög á meðal bílgerða Audi.
Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent