Framkvæmdastjóri KEA fékk fimm milljóna króna launahækkun á milli ára Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 29. apríl 2015 15:51 Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA. Laun og þóknanir til stjórnar og stjórnenda Kaupfélags Eyfirðinga, KEA, námu rúmum 32 milljónum króna árið 2014. Þetta kemur fram í ársskýrslu KEA sem lögð var fram á aðalfundi fyrirtækisins í gærkvöldi. Þar kemur fram að Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, var með 23,6 milljónir króna í laun fyrir árið 2014 eða tæplega tvær milljónir á mánuði en RÚV veitti þessu fyrst athygli. Árið 2013 var Halldór með 18,2 milljónir króna í árslaun og hefur því hækkað um rúmar fimm milljónir króna í launum á milli ára. Árið á undan var hann með tæpar 17 milljónir í árslaun. Hagnaður KEA á síðasta ári nam 467 milljónum króna eftir skatta en var 227 milljónir árið áður. Tekjur námu tæpum 650 milljónum króna og hækkuðu um 250 milljónir á milli ára. Eigið fé er nú rúmir 5,3 milljarðar króna og heildareignir tæpir 6 milljarðar.Niðurstaðan viðunandi Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri segir niðurstöðu ársins viðunandi á heimasíðu KEA. „Flest þeirra fyrirtækja sem KEA á eignarhluti í gengu vel á síðasta ári og endurspeglast það í um 350 milljóna króna jákvæðri gangvirðisbreytingu fjáreigna.“ Halldór segir að fjárfest hafi verið í fyrirtækjum fyrir um hálfan milljarð á liðnu ári. „KEA hefur enn töluvert af sínum eignum í lausu fé sem bíður fjárfestinga í fyrirtækjum og á meðan svo er hefur það nokkur áhrif á arðsemi félagsins þar sem ávöxtun af lausu fé er ekki sérlega há.“ Arðsemi eigenda félagsins sé mjög góð sé einnig horft til þeirra viðskiptakjara sem eigendur njóti í gegnum KEA kortið. Áætluð afkoma af þeim viðskiptakjörum sé 400-450 milljónir króna umfram reikningshaldslega afkomu á síðasta ári. Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Sjá meira
Laun og þóknanir til stjórnar og stjórnenda Kaupfélags Eyfirðinga, KEA, námu rúmum 32 milljónum króna árið 2014. Þetta kemur fram í ársskýrslu KEA sem lögð var fram á aðalfundi fyrirtækisins í gærkvöldi. Þar kemur fram að Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, var með 23,6 milljónir króna í laun fyrir árið 2014 eða tæplega tvær milljónir á mánuði en RÚV veitti þessu fyrst athygli. Árið 2013 var Halldór með 18,2 milljónir króna í árslaun og hefur því hækkað um rúmar fimm milljónir króna í launum á milli ára. Árið á undan var hann með tæpar 17 milljónir í árslaun. Hagnaður KEA á síðasta ári nam 467 milljónum króna eftir skatta en var 227 milljónir árið áður. Tekjur námu tæpum 650 milljónum króna og hækkuðu um 250 milljónir á milli ára. Eigið fé er nú rúmir 5,3 milljarðar króna og heildareignir tæpir 6 milljarðar.Niðurstaðan viðunandi Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri segir niðurstöðu ársins viðunandi á heimasíðu KEA. „Flest þeirra fyrirtækja sem KEA á eignarhluti í gengu vel á síðasta ári og endurspeglast það í um 350 milljóna króna jákvæðri gangvirðisbreytingu fjáreigna.“ Halldór segir að fjárfest hafi verið í fyrirtækjum fyrir um hálfan milljarð á liðnu ári. „KEA hefur enn töluvert af sínum eignum í lausu fé sem bíður fjárfestinga í fyrirtækjum og á meðan svo er hefur það nokkur áhrif á arðsemi félagsins þar sem ávöxtun af lausu fé er ekki sérlega há.“ Arðsemi eigenda félagsins sé mjög góð sé einnig horft til þeirra viðskiptakjara sem eigendur njóti í gegnum KEA kortið. Áætluð afkoma af þeim viðskiptakjörum sé 400-450 milljónir króna umfram reikningshaldslega afkomu á síðasta ári.
Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent