Skylda ríkið til að bjóða út farmiðakaup Samúel Karl Ólason skrifar 29. apríl 2015 19:15 Vísir/Anton/Vilhelm Kærunefnd útboðsmála hefur lagt fyrir fjármálaráðuneytið að bjóða út innkaup á flugfarmiðum til og frá Íslandi. Það er gert í framhaldi af kæru Wow air ehf. Nefndin fellst á sjónarmið Wow og Félags atvinnurekenda að skylda ríkisins til að bjóða út flugmiðakaupin sé fortakslaus þar sem farmiðaviðskipti ríkisins séu yfir þeim viðmiðunarfjárhæðum sem lög um opinber útboð tilgreina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Wow air og Félagi atvinnurekenda. Kærunefndin kemst einnig að þeirri niðurstöðu að fjármálaráðuneytið og aðrar ríkisstofnanir hafi ekki keypt flugfarmiða í samræmi við þau innkaupaferli sem eru tilgreind í lögum um opinber innkaup. Í tilkynningunni segir að ríkið hafi haldið því fram að innkaup einstakra stofnana séu undir viðmiðunarfjárhæðum, en nefndin telur að horfa verði á miðakaupin sem eina heild. Þar að auki séu þau á ábyrgð fjármálaráðuneytisins. Sjá einnig: WOW skoðar stöðu sína gagnvart ríkinu „Samkvæmt þessu er það niðurstaða nefndarinnar að varnaraðili [fjármálaráðuneytið] hafi gerst brotlegur við áðurlýstar reglur um opinber innkaup með því að koma á fót og viðhalda ástandi þar sem umrædd þjónusta var ekki keypt inn í samræmi við lögákveðna innkaupaferla,“ segir kærunefnd. Þar er átt við viðskipti ríkisins við Icelandair samkvæmt samningi við fyrirtækið. Þó taldi nefndin sig ekki hafa heimildir til að banna að veita vildarpunkta eða aðra fjárhagslega umbun til ríkisstarfsmanna í skiptum fyrir kaup á þjónustu. „Nefndin minnir þó á að við opinber innkaup ber að gæta jafnræðis og gagnsæis, bæði við framsetningu útboðsskilmála og mat á tilboðum,“ segir í úrskurðinum. Hann má sjá hér að neðan.Fagna Úrskurðinum Félag atvinnurekenda fagnar úrskurðinum. „Fjármálaráðuneytið hefur lýst því yfir að farmiðakaupin verði boðin út. Við fögnum því engu að síður að kærunefndin staðfesti fortakslausa skyldu ríkisins til að bjóða út þessi viðskipti og fallist jafnframt á það sjónarmið að fjármálaráðuneytið hafi brotið lögin um opinber innkaup. Ef einhver ætti að ganga á undan með góðu fordæmi í umgengni við þá löggjöf er það fjármálaráðuneytið,“ segir Ólafur Stephensen, formaður FA. Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, tekur í sama streng. „Félagið mun nú vonandi fá tækifæri til að bjóða í innkaup ríkisins. Afleiðing þess mun án efa verða mikill fjárhagslegur ábati fyrir ríkissjóð og þar með fyrir okkur öll, enda er WOW Air hagkvæmasta og stundvísasta flugfélag á Íslandi,“ segir Skúli. Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður á Málflutningsstofu Reykjavíkur, sem fór með málið fyrir hönd WOW Air, segir að úrskurðurinn sé í samræmi við væntingar. „Þetta var það sem lagt var upp með. Það er ljóst að hið opinbera hefur um langa hríð sniðgengið skyldur sínar sem er miður fyrir umbjóðanda minn sem og skattgreiðendur almennt. Fram á við hefur þetta þá þýðingu að umbjóðandi minn fær vonandi að taka þátt í lögmætu og réttlátu útboði þar sem að aðilar keppa á verðleikum sínum í því að bjóða sem besta þjónustu fyrir sem minnst fé. Þegar horft er aftur er hins vegar ljóst að þetta hefur valdið umbjóðanda mínum miklu tjóni enda hefur hann orðið af miklum viðskiptum en hið ólögmæta ástand hefur leitt til þess að viðskipti ríkisins hafa nær eingöngu verið við Icelandair. Hvort að það tjón verður sótt þarf einfaldlega að skoða nánar.“ Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Kærunefnd útboðsmála hefur lagt fyrir fjármálaráðuneytið að bjóða út innkaup á flugfarmiðum til og frá Íslandi. Það er gert í framhaldi af kæru Wow air ehf. Nefndin fellst á sjónarmið Wow og Félags atvinnurekenda að skylda ríkisins til að bjóða út flugmiðakaupin sé fortakslaus þar sem farmiðaviðskipti ríkisins séu yfir þeim viðmiðunarfjárhæðum sem lög um opinber útboð tilgreina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Wow air og Félagi atvinnurekenda. Kærunefndin kemst einnig að þeirri niðurstöðu að fjármálaráðuneytið og aðrar ríkisstofnanir hafi ekki keypt flugfarmiða í samræmi við þau innkaupaferli sem eru tilgreind í lögum um opinber innkaup. Í tilkynningunni segir að ríkið hafi haldið því fram að innkaup einstakra stofnana séu undir viðmiðunarfjárhæðum, en nefndin telur að horfa verði á miðakaupin sem eina heild. Þar að auki séu þau á ábyrgð fjármálaráðuneytisins. Sjá einnig: WOW skoðar stöðu sína gagnvart ríkinu „Samkvæmt þessu er það niðurstaða nefndarinnar að varnaraðili [fjármálaráðuneytið] hafi gerst brotlegur við áðurlýstar reglur um opinber innkaup með því að koma á fót og viðhalda ástandi þar sem umrædd þjónusta var ekki keypt inn í samræmi við lögákveðna innkaupaferla,“ segir kærunefnd. Þar er átt við viðskipti ríkisins við Icelandair samkvæmt samningi við fyrirtækið. Þó taldi nefndin sig ekki hafa heimildir til að banna að veita vildarpunkta eða aðra fjárhagslega umbun til ríkisstarfsmanna í skiptum fyrir kaup á þjónustu. „Nefndin minnir þó á að við opinber innkaup ber að gæta jafnræðis og gagnsæis, bæði við framsetningu útboðsskilmála og mat á tilboðum,“ segir í úrskurðinum. Hann má sjá hér að neðan.Fagna Úrskurðinum Félag atvinnurekenda fagnar úrskurðinum. „Fjármálaráðuneytið hefur lýst því yfir að farmiðakaupin verði boðin út. Við fögnum því engu að síður að kærunefndin staðfesti fortakslausa skyldu ríkisins til að bjóða út þessi viðskipti og fallist jafnframt á það sjónarmið að fjármálaráðuneytið hafi brotið lögin um opinber innkaup. Ef einhver ætti að ganga á undan með góðu fordæmi í umgengni við þá löggjöf er það fjármálaráðuneytið,“ segir Ólafur Stephensen, formaður FA. Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, tekur í sama streng. „Félagið mun nú vonandi fá tækifæri til að bjóða í innkaup ríkisins. Afleiðing þess mun án efa verða mikill fjárhagslegur ábati fyrir ríkissjóð og þar með fyrir okkur öll, enda er WOW Air hagkvæmasta og stundvísasta flugfélag á Íslandi,“ segir Skúli. Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður á Málflutningsstofu Reykjavíkur, sem fór með málið fyrir hönd WOW Air, segir að úrskurðurinn sé í samræmi við væntingar. „Þetta var það sem lagt var upp með. Það er ljóst að hið opinbera hefur um langa hríð sniðgengið skyldur sínar sem er miður fyrir umbjóðanda minn sem og skattgreiðendur almennt. Fram á við hefur þetta þá þýðingu að umbjóðandi minn fær vonandi að taka þátt í lögmætu og réttlátu útboði þar sem að aðilar keppa á verðleikum sínum í því að bjóða sem besta þjónustu fyrir sem minnst fé. Þegar horft er aftur er hins vegar ljóst að þetta hefur valdið umbjóðanda mínum miklu tjóni enda hefur hann orðið af miklum viðskiptum en hið ólögmæta ástand hefur leitt til þess að viðskipti ríkisins hafa nær eingöngu verið við Icelandair. Hvort að það tjón verður sótt þarf einfaldlega að skoða nánar.“
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira