Horft yfir farinn veg Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 10. apríl 2015 07:50 Nú eru tæp tvö ár liðin síðan Framsókn tók við völdum. Á þeim tíma höfum við uppfyllt eitt helsta kosningaloforð okkar um að leiðrétta verðtryggð fasteignaveðlán. Við höfum lagt ríka áherslu á að bæta hag heimilanna, minnka greiðslubyrði og auka ráðstöfunartekjur. Þau 99,4% umsækjenda sem fengu umsókn sína samþykkta 23. desember síðastliðinn hafa samþykkt leiðréttinguna. Strax var ráðist í það verkefni að taka til baka svokallaðar Árna Páls skerðingar, sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir í júní 2009. Framsókn hefur lagt mikla vinnu í að bæta stöðu leigjenda og gera þeim sem lægstar hafa tekjurnar auðveldara um vik að koma sér þaki yfir höfuðið og fjölga framboði af leiguhúsnæði. Tvö frumvörp eru þegar komin til þingsins en tvö eru föst í kostnaðarmati hjá fjármálaráðuneytinu. Þegar þau frumvörp koma mun það sýna, svo ekki verði um villst, að ríkur vilji er hjá okkur framsóknarmönnum að bæta stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði og einnig þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Byggðamálin skipta miklu. Hafin er vinna við eflingu landsbyggðarinnar með lagningu ljósleiðara. Nútímasamfélag starfar ekki án aðgangs að háhraða interneti. Verkefnið mun leiða til þess að atvinnuskapandi verkefni geta fæðst hvar sem er á landinu vegna áreiðanleika og öryggis í fjarskiptum. Framsóknarmenn hafa lagt áherslu á jafnrétti til búsetu með jöfnun raforku- og húshitunarkostnaðar. Frumvörp þess efnis hafa nú þegar verið kynnt fyrir þinginu. Það er ekki nema sanngjarnt að íbúar landsbyggðarinnar njóti álíka þjónustu af hendi ríkisins þegar þeir hafa sömu skyldur gagnvart ríkissjóði og aðrir. Leitað hefur verið sátta í orkumálum. Verkefnisstjórn rammaáætlunar, um vernd og orkunýtingu landssvæða, er með til umfjöllunar tæplega þrjátíu kosti sem verða flokkaðir á næstu mánuðum. Eftir u.þ.b. ár verður komin tillaga að niðurstöðu. Þegar búið er að setja kosti á ás verndar eða nýtingar er brýnt að virða þá niðurstöðu, á hvorum endanum sem er. Frumvarp Sigurðar Inga, sjávarútvegsráðherra, um stjórnun fiskveiða boðaði meðal annars að sett yrði í lög að fiskveiðiauðlindirnar yrðu í þjóðareign. Verndun og stjórn á nýtingu fiskistofna og annarra lifandi auðlinda hafsins og hafsbotnsins skiptir Íslendinga máli efnahagslega. Það er því miður að stjórnmálunum hafi ekki hafi tekist að sameinast um þetta mikilvæga frumvarp og jafnframt þessa dýrmætu auðlind Íslands sem við eigum auðvitað öll að njóta góðs af. Áhersla Framsóknar í ríkisstjórn verður áfram alþjóðasinnuð. Íslendingar verða að horfa til alls heimsins sem markaðssvæðis og sækja fram, t.d. í gerð samninga um fríverslun, fjárfestingar, loftferðir og tvísköttun, ásamt því að vegabréf Íslendinga opni sem flestar dyr áfram. Við munum vinna með Evrópu í gegnum EES samninginn. Þá ber okkur skylda til að búa þannig um hnútana að utanríkisþjónustan geti gætt mikilvægra hagsmuna landsins á vettvangi erlendis. Ísland á gríðarlega mikið undir því að staðinn sé vörður um landhelgina, landgrunnið, réttinn til sjálfbærrar nýtingar auðlinda og frjáls viðskipti svo eitthvað sé nefnt. Mikið hefur gerst á aðeins tveimur árum. Það er Framsókn í samfélaginu. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Nú eru tæp tvö ár liðin síðan Framsókn tók við völdum. Á þeim tíma höfum við uppfyllt eitt helsta kosningaloforð okkar um að leiðrétta verðtryggð fasteignaveðlán. Við höfum lagt ríka áherslu á að bæta hag heimilanna, minnka greiðslubyrði og auka ráðstöfunartekjur. Þau 99,4% umsækjenda sem fengu umsókn sína samþykkta 23. desember síðastliðinn hafa samþykkt leiðréttinguna. Strax var ráðist í það verkefni að taka til baka svokallaðar Árna Páls skerðingar, sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir í júní 2009. Framsókn hefur lagt mikla vinnu í að bæta stöðu leigjenda og gera þeim sem lægstar hafa tekjurnar auðveldara um vik að koma sér þaki yfir höfuðið og fjölga framboði af leiguhúsnæði. Tvö frumvörp eru þegar komin til þingsins en tvö eru föst í kostnaðarmati hjá fjármálaráðuneytinu. Þegar þau frumvörp koma mun það sýna, svo ekki verði um villst, að ríkur vilji er hjá okkur framsóknarmönnum að bæta stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði og einnig þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Byggðamálin skipta miklu. Hafin er vinna við eflingu landsbyggðarinnar með lagningu ljósleiðara. Nútímasamfélag starfar ekki án aðgangs að háhraða interneti. Verkefnið mun leiða til þess að atvinnuskapandi verkefni geta fæðst hvar sem er á landinu vegna áreiðanleika og öryggis í fjarskiptum. Framsóknarmenn hafa lagt áherslu á jafnrétti til búsetu með jöfnun raforku- og húshitunarkostnaðar. Frumvörp þess efnis hafa nú þegar verið kynnt fyrir þinginu. Það er ekki nema sanngjarnt að íbúar landsbyggðarinnar njóti álíka þjónustu af hendi ríkisins þegar þeir hafa sömu skyldur gagnvart ríkissjóði og aðrir. Leitað hefur verið sátta í orkumálum. Verkefnisstjórn rammaáætlunar, um vernd og orkunýtingu landssvæða, er með til umfjöllunar tæplega þrjátíu kosti sem verða flokkaðir á næstu mánuðum. Eftir u.þ.b. ár verður komin tillaga að niðurstöðu. Þegar búið er að setja kosti á ás verndar eða nýtingar er brýnt að virða þá niðurstöðu, á hvorum endanum sem er. Frumvarp Sigurðar Inga, sjávarútvegsráðherra, um stjórnun fiskveiða boðaði meðal annars að sett yrði í lög að fiskveiðiauðlindirnar yrðu í þjóðareign. Verndun og stjórn á nýtingu fiskistofna og annarra lifandi auðlinda hafsins og hafsbotnsins skiptir Íslendinga máli efnahagslega. Það er því miður að stjórnmálunum hafi ekki hafi tekist að sameinast um þetta mikilvæga frumvarp og jafnframt þessa dýrmætu auðlind Íslands sem við eigum auðvitað öll að njóta góðs af. Áhersla Framsóknar í ríkisstjórn verður áfram alþjóðasinnuð. Íslendingar verða að horfa til alls heimsins sem markaðssvæðis og sækja fram, t.d. í gerð samninga um fríverslun, fjárfestingar, loftferðir og tvísköttun, ásamt því að vegabréf Íslendinga opni sem flestar dyr áfram. Við munum vinna með Evrópu í gegnum EES samninginn. Þá ber okkur skylda til að búa þannig um hnútana að utanríkisþjónustan geti gætt mikilvægra hagsmuna landsins á vettvangi erlendis. Ísland á gríðarlega mikið undir því að staðinn sé vörður um landhelgina, landgrunnið, réttinn til sjálfbærrar nýtingar auðlinda og frjáls viðskipti svo eitthvað sé nefnt. Mikið hefur gerst á aðeins tveimur árum. Það er Framsókn í samfélaginu. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun