Jordan Spieth enn í bílstjórasætinu á Masters 12. apríl 2015 02:39 Jordan Spieth hefur verið frábær á Augusta hingað til. Getty Jordan Spieth er 18 holum frá því að upplifa æskudrauminn sinn og sigra á Masters mótinu en eftir þrjá hringi leiðir þessi bandaríski kylfingur með fjórum höggum, samtals á 16 höggum undir pari. Spieth hefur verið í sérflokki hingað til en á eftir honum kemur Englendingurinn Justin Rose á 12 höggum undir pari en þeir mynda lokahollið á morgun.Phil Mickelson er einn í þriðja sæti á 11 höggum undir pari og hann gæti gert atlögu að Spieth á morgun með góðum hring en Augusta National virðist alltaf draga fram það besta úr þessum frábæra kylfingi.Tiger Woods og Rory McIlroy hafa báðir leikið gott golf hingað til og eru jafnir í fimmta sæti á sex höggum undir pari en þeir þurfa á kraftaverki að halda á morgun til þess að eiga nokkurn séns á að berjast um titilinn. Sagan segir þó að pressan á lokahringnum á risamóti eins og Masters er gífurleg en það verður áhugavert að sjá hvernig hinn ungi Jordan Spieth höndlar hana á morgun. Lokahringurinn á Masters verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni á morgun frá klukkan 18:00. Golf Mest lesið Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Jordan Spieth er 18 holum frá því að upplifa æskudrauminn sinn og sigra á Masters mótinu en eftir þrjá hringi leiðir þessi bandaríski kylfingur með fjórum höggum, samtals á 16 höggum undir pari. Spieth hefur verið í sérflokki hingað til en á eftir honum kemur Englendingurinn Justin Rose á 12 höggum undir pari en þeir mynda lokahollið á morgun.Phil Mickelson er einn í þriðja sæti á 11 höggum undir pari og hann gæti gert atlögu að Spieth á morgun með góðum hring en Augusta National virðist alltaf draga fram það besta úr þessum frábæra kylfingi.Tiger Woods og Rory McIlroy hafa báðir leikið gott golf hingað til og eru jafnir í fimmta sæti á sex höggum undir pari en þeir þurfa á kraftaverki að halda á morgun til þess að eiga nokkurn séns á að berjast um titilinn. Sagan segir þó að pressan á lokahringnum á risamóti eins og Masters er gífurleg en það verður áhugavert að sjá hvernig hinn ungi Jordan Spieth höndlar hana á morgun. Lokahringurinn á Masters verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni á morgun frá klukkan 18:00.
Golf Mest lesið Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira