Nortek semur við tyrkneska skipasmíðastöð Atli Ísleifsson skrifar 13. apríl 2015 12:46 Saban Koca, innkaupastjóri Celiktrans Shipyard, Björgvin Tómasson, framkvæmdastjóri Nortek og Volkan Urun, framkvæmdastjóri Celiktrans Shipyard. Mynd/Nortek Nortek hefur gert 270 milljóna samning við tyrknesku skipasmíðastöðina Celiktrans. Samningurinn felur í sér að Nortek hannar og setur upp öryggis- og tæknibúnað ásamt fullbúnu gagnaveri í þrjá ísfisktogara sem skipasmíðastöðin er með í smíðum fyrir HB Granda. Í fréttatilkynningu segir að Nortek hafi á dögunum gert samning um samskonar verkefni í fjögur skip, fyrir Samherja, Útgerðarfélag Akureyrar og Fisk Seafood á Sauðárkróki. „Það var stærsti einstaki samningurinn sem Nortek hefur gert frá upphafi og nam verðmæti hans 350 milljónum króna. Þessir tveir samningar munu skapa fjölda hátæknistarfa á Íslandi og í Noregi en fyrirtækið mun þurfa að fjölga tæknimenntuðu starfsfólki vegna samninganna. Nortek leggur áherslu á að bjóða heildar öryggistæknilausnir fyrir fyrirtækin í landinu og hefur fyrirtækið sérhæft sig í og verið leiðandi í öryggistækni, nú seinni árin með sérstaka áherslu á öryggis-, upplýsinga- og vöktunarkerfi fyrir útgerðina.„Samningarnir tveir eru sterkar grunn stoðir fyrir fyrirtækið og tryggja rekstur Nortek næstu tvö árin. Samningarnir færa einnig systurfyrirtæki Nortek, Nordata umtalsverð verkefni og tekjur. Við erum mjög þakklát þessum útgerðarfyrirtækjum sem hafa hafa gefið okkur kost á að fara í þessa vegferð með þeim. Með samningnum tryggja íslensku útgerðarfyrirtækin sér búnað í hæsta gæðaflokki og þjónustu við hann hér heima en Nortek bæði selur og þjónustar búnaðinn,” segir Guðrún Ýrr Tómasdóttir, markaðsstjóri Nortek.Ný hugsun í lausnum,,Við erum mjög stolt af því að þær nýjungar sem eru hér á ferð passa beint inn í kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Fengum við erlenda framleidendur til liðs við okkur í vöruþróuninni sem er einstök á heimsvísu. Við settum inn nýja hugsun í brunakerfið, myndeftirlitið, varaaflið, vöktunarkerfið , slökkvikerfið og tölvusalina. Eitt af markmiðunum var að fækka skjám í brú en bæta jafnframt yfirsýn skipsstjórans með öllum kerfum skipsins, passa að allar viðvaranir komi skýrt fram og auka rekstraröryggi skipsins. Skipstjórinn fær myndir á skjáina sem gera honum kleift að stjórna og velja hagstæðustu og bestu lausnina við rekstur á skipinu.“ segir Guðrún.Skipstjórinn velur hagstæðustu lausninaÍ vöktunarkerfinu sér skipstjórinn legu skipsins myndrænt, halla þess og hversu djúpt það ristir. Olíueyðsla og raforkunotkun sést einnig í rauntíma, allar upplýsingar og viðvaranir skráðar, ásamt því að siglingaljósum og ljósum á dekki er stjórnað frá skjánum. Undirmyndir í vöktunarkerfinu sýna olíubyrgðir, raforkuframleiðslu og raforkunotkun svo eitthvað sé nefnt. Búnaður verður til þess að útgerðirnar hagræða með sparnaði í olíu auk þess sem mengun verður minni. Einnig er haldið utan um allar viðvaranir í skipinu, þær skráðar á aðgengilegan máta og á einfaldan máta er hægt að draga upplýsingar frá helstu kerfum skipsins til þess að ná niður kostnaði og gera störf skipsstjórnarmanna og vélstjórnarmanna öruggari og þægilegri,“ segir í tilkynningunni.Mynd/Nortek Mest lesið Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Nortek hefur gert 270 milljóna samning við tyrknesku skipasmíðastöðina Celiktrans. Samningurinn felur í sér að Nortek hannar og setur upp öryggis- og tæknibúnað ásamt fullbúnu gagnaveri í þrjá ísfisktogara sem skipasmíðastöðin er með í smíðum fyrir HB Granda. Í fréttatilkynningu segir að Nortek hafi á dögunum gert samning um samskonar verkefni í fjögur skip, fyrir Samherja, Útgerðarfélag Akureyrar og Fisk Seafood á Sauðárkróki. „Það var stærsti einstaki samningurinn sem Nortek hefur gert frá upphafi og nam verðmæti hans 350 milljónum króna. Þessir tveir samningar munu skapa fjölda hátæknistarfa á Íslandi og í Noregi en fyrirtækið mun þurfa að fjölga tæknimenntuðu starfsfólki vegna samninganna. Nortek leggur áherslu á að bjóða heildar öryggistæknilausnir fyrir fyrirtækin í landinu og hefur fyrirtækið sérhæft sig í og verið leiðandi í öryggistækni, nú seinni árin með sérstaka áherslu á öryggis-, upplýsinga- og vöktunarkerfi fyrir útgerðina.„Samningarnir tveir eru sterkar grunn stoðir fyrir fyrirtækið og tryggja rekstur Nortek næstu tvö árin. Samningarnir færa einnig systurfyrirtæki Nortek, Nordata umtalsverð verkefni og tekjur. Við erum mjög þakklát þessum útgerðarfyrirtækjum sem hafa hafa gefið okkur kost á að fara í þessa vegferð með þeim. Með samningnum tryggja íslensku útgerðarfyrirtækin sér búnað í hæsta gæðaflokki og þjónustu við hann hér heima en Nortek bæði selur og þjónustar búnaðinn,” segir Guðrún Ýrr Tómasdóttir, markaðsstjóri Nortek.Ný hugsun í lausnum,,Við erum mjög stolt af því að þær nýjungar sem eru hér á ferð passa beint inn í kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Fengum við erlenda framleidendur til liðs við okkur í vöruþróuninni sem er einstök á heimsvísu. Við settum inn nýja hugsun í brunakerfið, myndeftirlitið, varaaflið, vöktunarkerfið , slökkvikerfið og tölvusalina. Eitt af markmiðunum var að fækka skjám í brú en bæta jafnframt yfirsýn skipsstjórans með öllum kerfum skipsins, passa að allar viðvaranir komi skýrt fram og auka rekstraröryggi skipsins. Skipstjórinn fær myndir á skjáina sem gera honum kleift að stjórna og velja hagstæðustu og bestu lausnina við rekstur á skipinu.“ segir Guðrún.Skipstjórinn velur hagstæðustu lausninaÍ vöktunarkerfinu sér skipstjórinn legu skipsins myndrænt, halla þess og hversu djúpt það ristir. Olíueyðsla og raforkunotkun sést einnig í rauntíma, allar upplýsingar og viðvaranir skráðar, ásamt því að siglingaljósum og ljósum á dekki er stjórnað frá skjánum. Undirmyndir í vöktunarkerfinu sýna olíubyrgðir, raforkuframleiðslu og raforkunotkun svo eitthvað sé nefnt. Búnaður verður til þess að útgerðirnar hagræða með sparnaði í olíu auk þess sem mengun verður minni. Einnig er haldið utan um allar viðvaranir í skipinu, þær skráðar á aðgengilegan máta og á einfaldan máta er hægt að draga upplýsingar frá helstu kerfum skipsins til þess að ná niður kostnaði og gera störf skipsstjórnarmanna og vélstjórnarmanna öruggari og þægilegri,“ segir í tilkynningunni.Mynd/Nortek
Mest lesið Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira