Fótbolti

Jürgen Klopp hættir eftir tímabilið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. Vísir/Getty
Jürgen Klopp staðfesti það á blaðamannafundi í dag að hann muni hætta sem þjálfari Borussia Dortmund eftir þetta tímabil.

Klopp hefur þjálfað Dortmund-liðið frá 2008 en hann var með samning til ársins 2018.

Klopp gerði Dortmund að þýskum meisturum 2011 og 2012 og seinna árið vann liðið tvöfalt. Dortmund spilaði líka í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2013.

Klopp er 47 ára gamall og þetta hefur örugglega verið erfiðasta tímabilið hans hjá félaginu enda Borussia Dortmund lengi vel í fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×