Fótbolti

Klopp: Ég ætla ekki að taka mér frí

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. Vísir/Getty
Jürgen Klopp hættir sem þjálfari Borussia Dortmund eftir þetta tímabil en hann tilkynnti það á blaðamannafundi í dag.

„Ég er ekki orðinn þreyttur. Ég hef ekki haft samband við neitt annað félag en það er ekki á dagskrá hjá mér að taka mér ársfrí," sagði Jürgen Klopp.

Borussia Dortmund er í 10. sæti, 37 stigum á eftir toppliði Bayern München, eftir að hafa keppt um titilinn við Bæjara tímabilin á undan.

Jürgen Klopp náði frábærum árangri með Borussia Dortmund á þessum sjö tímabilum og mun öruggalega fá fullt af tilboðum frá liðum út um alla Evrópu.

„Ég tel að þetta sé rétt ákvörðun. Þetta félag á skilið að vera þjálfað af manni sem er hundrað prósent rétti maðurinn í starfið. Ég hef alltaf sagt það að um leið og ég væri ekki hinn fullkomni þjálfari fyrir þetta magnaða félag þá myndi ég láta vita af því," sagði Klopp.

„Við höfum skrifað fótboltasöguna með þér, Jürgen. Þú hefur gefið þessu félagi orku og bjartsýni," sagði Michael Zorc, íþróttastjóri Borussia Dortmund.


Tengdar fréttir

Jürgen Klopp hættir eftir tímabilið

Jürgen Klopp staðfesti það á blaðamannafundi í dag að hann muni hætta sem þjálfari Borussia Dortmund eftir þetta tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×