Spá 3,6 prósenta hagvexti á næsta ári Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2015 12:00 Vísir/Vilhelm Alþýðusamband Íslands spáir því að hagvöxtur verði 3,6 prósent á þessu ári og því næsta. Þá telja þeir að hann verði 2,5 prósent árið 2017. Í tilkynningu frá ASÍ segir að gangi spáin eftir muni hagvöxtur á þessu ári vera með því mesta sem mælst hefur frá hruni. „Vöxtur landsframleiðslunnar skýrist af umtalsverðum vexti innlendrar eftirspurnar, þar sem vænta má bæði vaxandi neyslu heimilanna en einnig aukinna fjárfestinga. Þannig má áætla að þjóðarútgjöld aukist að jafnaði um 4,7% á ári yfir spátímann.“ Þá segir ASÍ að fjárhagur heimilanna hafi vænkast og það komi fram í vaxandi neyslu. Hagdeild ASÍ áætlar að einkaneysla muni aukast um 3,7 prósent á þessu ári, um 3,5 prósent á því næsta og 3,2 prósent árið 2017. „Hraður vöxtur einkaneyslunnar skýrist af hækkun launa, jákvæðri þróun á vinnumarkaði auk skulda- og skattalækkunaraðgerða stjórnvalda.“ Hagdeildin spáir einnig að fjármunamyndun verði um 20,7 prósent af vergri landframleiðslu í lok árs 2917 og verði því aftur nærri sögulegu meðaltali. Sá vöxtur er sagður skýrast að mestu af fjárfestingu atvinnuveganna og þá bæði almennri fjárfestingu og stórra verkefna í stóriðju. „Þar má t.d. nefna kísilmálmframleiðslu. Þannig er búist við að fjárfestingar aukist árlega um 16% á árunum 2015 og 2016 en vöxturinn verði öllu hægari árið 2017 eða um 7,3%.“ Enn er fjárfesting í íbúðum sögulega lítil og aukið framboð ekki nægjanlegt til að vega upp á móti vaxandi eftirspurn. Hagdeildin spáir því að húsnæðisverð muni hækka á næstu árum. Þó hafi orðið aukning í byggingu íbúða. ASÍ segir að töluverð óvissa sé til staðar varðandi framvindu efnahagsmála hér á landi. Þá sérstaklega varðandi þróun verðbólgu, en verðbólguhorfur eru sagðar hafa versnað undanfarin misseri. „Sú þróun er ekki að öllu óvænt í ljósi þess hvernig innlend eftirspurn og laun hjá hinu opinbera hafa þróast og því hætta á að gengisstöðugleiki og mikil lækkun á olíuverði hafi einungis veitt skammgóðan vermi.“ Hagspá ASÍ má nálgast hér að neðan. Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Alþýðusamband Íslands spáir því að hagvöxtur verði 3,6 prósent á þessu ári og því næsta. Þá telja þeir að hann verði 2,5 prósent árið 2017. Í tilkynningu frá ASÍ segir að gangi spáin eftir muni hagvöxtur á þessu ári vera með því mesta sem mælst hefur frá hruni. „Vöxtur landsframleiðslunnar skýrist af umtalsverðum vexti innlendrar eftirspurnar, þar sem vænta má bæði vaxandi neyslu heimilanna en einnig aukinna fjárfestinga. Þannig má áætla að þjóðarútgjöld aukist að jafnaði um 4,7% á ári yfir spátímann.“ Þá segir ASÍ að fjárhagur heimilanna hafi vænkast og það komi fram í vaxandi neyslu. Hagdeild ASÍ áætlar að einkaneysla muni aukast um 3,7 prósent á þessu ári, um 3,5 prósent á því næsta og 3,2 prósent árið 2017. „Hraður vöxtur einkaneyslunnar skýrist af hækkun launa, jákvæðri þróun á vinnumarkaði auk skulda- og skattalækkunaraðgerða stjórnvalda.“ Hagdeildin spáir einnig að fjármunamyndun verði um 20,7 prósent af vergri landframleiðslu í lok árs 2917 og verði því aftur nærri sögulegu meðaltali. Sá vöxtur er sagður skýrast að mestu af fjárfestingu atvinnuveganna og þá bæði almennri fjárfestingu og stórra verkefna í stóriðju. „Þar má t.d. nefna kísilmálmframleiðslu. Þannig er búist við að fjárfestingar aukist árlega um 16% á árunum 2015 og 2016 en vöxturinn verði öllu hægari árið 2017 eða um 7,3%.“ Enn er fjárfesting í íbúðum sögulega lítil og aukið framboð ekki nægjanlegt til að vega upp á móti vaxandi eftirspurn. Hagdeildin spáir því að húsnæðisverð muni hækka á næstu árum. Þó hafi orðið aukning í byggingu íbúða. ASÍ segir að töluverð óvissa sé til staðar varðandi framvindu efnahagsmála hér á landi. Þá sérstaklega varðandi þróun verðbólgu, en verðbólguhorfur eru sagðar hafa versnað undanfarin misseri. „Sú þróun er ekki að öllu óvænt í ljósi þess hvernig innlend eftirspurn og laun hjá hinu opinbera hafa þróast og því hætta á að gengisstöðugleiki og mikil lækkun á olíuverði hafi einungis veitt skammgóðan vermi.“ Hagspá ASÍ má nálgast hér að neðan.
Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira