Viðskipti innlent

Denny´s opnar á Íslandi

ingvar haraldsson skrifar
Dennys er ein stærsta veitingahúsakeðja Bandaríkjanna.
Dennys er ein stærsta veitingahúsakeðja Bandaríkjanna. nordicphotos/afp
Bandaríska veitingahúsakeðjan Denny´s hyggst opna þrjá veitingastaði hér á landi á næstu tveim árum.

Hópur íslenskra fjárfesta stendur að verkefninu samkvæmt því sem fram kemur í DV í dag. Fjármögnun er sögð langt á veg kominn en hópurinn vinnur nú að því að finna hentugt húsnæði fyrir veitingastað sem stefnt er að því að opna á þessu ári.

Veitingastaðir Denny´s eru opnir allan sólahringinn og bjóða upp á morgunmat, hádegismat og kvöldmat.

Um 1.700 Denny´s veitingastaðir eru reknir í Bandaríkjunum en enginn í Evrópu og því verða staðirnir hér á landi þeir fyrstu í álfunni. Denny‘s stefnir á frekari sókn í Evrópu með því að opna veitingastaði í fleiri Evrópulöndum á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×