Betri Landspítali á betri stað Guðjón Sigurbjartsson skrifar 8. apríl 2015 13:07 Hringbrautin hentar ekki fyrir nýja Landspítalann. Forstjóri Landspítalans hefur sagt að hann hefði valið annan stað, meiri hluti lækna sem og forsætisráðherra landsins telja rétt að skoða málið upp á nýtt vegna breyttra forsendna og það gera flestir sem kynna sér málið. Frá 2002 hefur hugmyndin verið að sameina við gamla spítalann á Hringbraut þá spítalastarfsemi sem nú er í Landspítalanum Fossvogi, Grensás, Klepp og fleiri stöðum, alls um fimmtán. Kostir staðsetningarinnar við Hringbraut hafa verið taldir: 1) nálægð við miðborgina, 2) nálægð við Háskólann, 3) nýta má gömlu byggingarnar og byggja í áföngum, 4) nálægð við flugvöllinn og komandi samgöngumiðstöð. En það er fleira sem skiptir máli í þessu sambandi. Gríðarlegur ávinningur af betri staðsetningu Þungamiðja byggðar á Höfuðborgarsvæðinu er 3 til 4 km austan við Hringbrautarlóðina. Ferðir starfsmanna, nema, sjúklinga og aðstandenda til og frá spítalanum eru að jafnaði um 9500 á sólarhring eða 3,5 milljónir á ári. Ef meðalferðalengd styttist um 3 km sparast um 1,5 milljarður króna á ári. Það skiptir stundum sköpum að komast fljótt á sjúkrahús, betri staðsetning mun bjarga mannslífum. Nálægðin við Reykjavíkurflugvelli takmarkar hæð spítalans og byggja þarf dreift. Lengri ferðir milli deilda sóa dýrmætum tíma, lyftur flýta för. Ef tímasóun vegna ferða er 2% er árlegur rekstrarkostnaður um 1 milljarði króna á ári hærri en ella. Besta staðsetning sparar þannig 2,5 milljarða króna á ári sem gerir 100 milljarða á 40 árum, sem er hærri upphæð en áætlað er að nýr spítali kosti. Nálægð við Háskólann skiptir litlu því kennsluaðstaða verður í nýja spítalanum. Nýting gömlu bygginganna við Hringbraut sparar lítið því endurgerð kostar álíka mikið og að byggja nýtt. Vogarnir.Besta staðsetning Nýja byggingarsvæðið við ósa Elliðaánna, Vogabyggð, er nálægt þungamiðju byggðarinnar og það er Landspítalann í Fossvogi líka. Vegtengingar við Vogabyggð eru mun betri en við Fossvoginn því gatnamót Miklubrautar og Sæbrautar eru stutt frá og tilvonandi Sundabraut kemur skammt fyrir norðan með góðar tengingar út úr borginni. Fjölmenn íbúðahverfi eru nálæg. Þessi staðsetning hentar því spítalanum betur en Fossvogurinn. Landsbankinn á margar Vogabyggðarlóðanna. Í undirbúningi er að byggja þar þúsundir nýrra íbúða. Hringbrautarlóðin hentar aftur mjög vel fyrir íbúðabyggð. Það vantar sárlega íbúðalóðir nálægt miðbænum eins og umræða um byggð í Vatnsmýrinni hefur dregið fram og mikil umferð um Miklubrautina kvölds og morgna sýnir. Hrókera mætti þessum byggingaráformum og hafa íbúðabyggðina við Hringbraut en spítalann í Vogabyggð.Betri staðsetning getur flýtt fyrir Skoða þarf staðsetningu spítalans upp á nýtt með ofangreint í huga. Óþarfi er að láta það tefja framkvæmdir. Þó taka þurfi 2-3 ár í nýtt staðarval, breytingu skipulags og annan undirbúning mun nýr spítali geta komið í gagnið fyrr en ef Hringbrautarlóðin verður nýtt. Hanna má besta mögulega fyrirkomulag bygginga fyrir starfsemina án takmarkana. Bjóða má verkið út í heilu lagi sem lækkar byggingarkostnaðinn verulega, jafnvel um 40% miðað við að byggt verði í mörgum minni áföngum eins og gera þarf við Hringbraut. Fjármagna má verkefnið með því að selja lóðir og húsnæði spítalans við Hringbraut, í Fossvogi, Vífilsstaði, Klepp, Grensás og um 10 aðrar eignir sem Landspítalinn hefur nýtt. Verðmætið gæti númið 30-40 milljörðum króna sem dugar talsvert upp í nýjan spítala. Með íbúðabyggð í stað spítala við Hringbraut verður álag á gatnakerfið minna og borgin betri fyrir íbúana. Landspítalinn verður líka betri spítli, á betri stað og kostar minna en ef Hringbrautarlóðin verður nýtt undir spítalann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hringbrautin hentar ekki fyrir nýja Landspítalann. Forstjóri Landspítalans hefur sagt að hann hefði valið annan stað, meiri hluti lækna sem og forsætisráðherra landsins telja rétt að skoða málið upp á nýtt vegna breyttra forsendna og það gera flestir sem kynna sér málið. Frá 2002 hefur hugmyndin verið að sameina við gamla spítalann á Hringbraut þá spítalastarfsemi sem nú er í Landspítalanum Fossvogi, Grensás, Klepp og fleiri stöðum, alls um fimmtán. Kostir staðsetningarinnar við Hringbraut hafa verið taldir: 1) nálægð við miðborgina, 2) nálægð við Háskólann, 3) nýta má gömlu byggingarnar og byggja í áföngum, 4) nálægð við flugvöllinn og komandi samgöngumiðstöð. En það er fleira sem skiptir máli í þessu sambandi. Gríðarlegur ávinningur af betri staðsetningu Þungamiðja byggðar á Höfuðborgarsvæðinu er 3 til 4 km austan við Hringbrautarlóðina. Ferðir starfsmanna, nema, sjúklinga og aðstandenda til og frá spítalanum eru að jafnaði um 9500 á sólarhring eða 3,5 milljónir á ári. Ef meðalferðalengd styttist um 3 km sparast um 1,5 milljarður króna á ári. Það skiptir stundum sköpum að komast fljótt á sjúkrahús, betri staðsetning mun bjarga mannslífum. Nálægðin við Reykjavíkurflugvelli takmarkar hæð spítalans og byggja þarf dreift. Lengri ferðir milli deilda sóa dýrmætum tíma, lyftur flýta för. Ef tímasóun vegna ferða er 2% er árlegur rekstrarkostnaður um 1 milljarði króna á ári hærri en ella. Besta staðsetning sparar þannig 2,5 milljarða króna á ári sem gerir 100 milljarða á 40 árum, sem er hærri upphæð en áætlað er að nýr spítali kosti. Nálægð við Háskólann skiptir litlu því kennsluaðstaða verður í nýja spítalanum. Nýting gömlu bygginganna við Hringbraut sparar lítið því endurgerð kostar álíka mikið og að byggja nýtt. Vogarnir.Besta staðsetning Nýja byggingarsvæðið við ósa Elliðaánna, Vogabyggð, er nálægt þungamiðju byggðarinnar og það er Landspítalann í Fossvogi líka. Vegtengingar við Vogabyggð eru mun betri en við Fossvoginn því gatnamót Miklubrautar og Sæbrautar eru stutt frá og tilvonandi Sundabraut kemur skammt fyrir norðan með góðar tengingar út úr borginni. Fjölmenn íbúðahverfi eru nálæg. Þessi staðsetning hentar því spítalanum betur en Fossvogurinn. Landsbankinn á margar Vogabyggðarlóðanna. Í undirbúningi er að byggja þar þúsundir nýrra íbúða. Hringbrautarlóðin hentar aftur mjög vel fyrir íbúðabyggð. Það vantar sárlega íbúðalóðir nálægt miðbænum eins og umræða um byggð í Vatnsmýrinni hefur dregið fram og mikil umferð um Miklubrautina kvölds og morgna sýnir. Hrókera mætti þessum byggingaráformum og hafa íbúðabyggðina við Hringbraut en spítalann í Vogabyggð.Betri staðsetning getur flýtt fyrir Skoða þarf staðsetningu spítalans upp á nýtt með ofangreint í huga. Óþarfi er að láta það tefja framkvæmdir. Þó taka þurfi 2-3 ár í nýtt staðarval, breytingu skipulags og annan undirbúning mun nýr spítali geta komið í gagnið fyrr en ef Hringbrautarlóðin verður nýtt. Hanna má besta mögulega fyrirkomulag bygginga fyrir starfsemina án takmarkana. Bjóða má verkið út í heilu lagi sem lækkar byggingarkostnaðinn verulega, jafnvel um 40% miðað við að byggt verði í mörgum minni áföngum eins og gera þarf við Hringbraut. Fjármagna má verkefnið með því að selja lóðir og húsnæði spítalans við Hringbraut, í Fossvogi, Vífilsstaði, Klepp, Grensás og um 10 aðrar eignir sem Landspítalinn hefur nýtt. Verðmætið gæti númið 30-40 milljörðum króna sem dugar talsvert upp í nýjan spítala. Með íbúðabyggð í stað spítala við Hringbraut verður álag á gatnakerfið minna og borgin betri fyrir íbúana. Landspítalinn verður líka betri spítli, á betri stað og kostar minna en ef Hringbrautarlóðin verður nýtt undir spítalann.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun