Betri Landspítali á betri stað Guðjón Sigurbjartsson skrifar 8. apríl 2015 13:07 Hringbrautin hentar ekki fyrir nýja Landspítalann. Forstjóri Landspítalans hefur sagt að hann hefði valið annan stað, meiri hluti lækna sem og forsætisráðherra landsins telja rétt að skoða málið upp á nýtt vegna breyttra forsendna og það gera flestir sem kynna sér málið. Frá 2002 hefur hugmyndin verið að sameina við gamla spítalann á Hringbraut þá spítalastarfsemi sem nú er í Landspítalanum Fossvogi, Grensás, Klepp og fleiri stöðum, alls um fimmtán. Kostir staðsetningarinnar við Hringbraut hafa verið taldir: 1) nálægð við miðborgina, 2) nálægð við Háskólann, 3) nýta má gömlu byggingarnar og byggja í áföngum, 4) nálægð við flugvöllinn og komandi samgöngumiðstöð. En það er fleira sem skiptir máli í þessu sambandi. Gríðarlegur ávinningur af betri staðsetningu Þungamiðja byggðar á Höfuðborgarsvæðinu er 3 til 4 km austan við Hringbrautarlóðina. Ferðir starfsmanna, nema, sjúklinga og aðstandenda til og frá spítalanum eru að jafnaði um 9500 á sólarhring eða 3,5 milljónir á ári. Ef meðalferðalengd styttist um 3 km sparast um 1,5 milljarður króna á ári. Það skiptir stundum sköpum að komast fljótt á sjúkrahús, betri staðsetning mun bjarga mannslífum. Nálægðin við Reykjavíkurflugvelli takmarkar hæð spítalans og byggja þarf dreift. Lengri ferðir milli deilda sóa dýrmætum tíma, lyftur flýta för. Ef tímasóun vegna ferða er 2% er árlegur rekstrarkostnaður um 1 milljarði króna á ári hærri en ella. Besta staðsetning sparar þannig 2,5 milljarða króna á ári sem gerir 100 milljarða á 40 árum, sem er hærri upphæð en áætlað er að nýr spítali kosti. Nálægð við Háskólann skiptir litlu því kennsluaðstaða verður í nýja spítalanum. Nýting gömlu bygginganna við Hringbraut sparar lítið því endurgerð kostar álíka mikið og að byggja nýtt. Vogarnir.Besta staðsetning Nýja byggingarsvæðið við ósa Elliðaánna, Vogabyggð, er nálægt þungamiðju byggðarinnar og það er Landspítalann í Fossvogi líka. Vegtengingar við Vogabyggð eru mun betri en við Fossvoginn því gatnamót Miklubrautar og Sæbrautar eru stutt frá og tilvonandi Sundabraut kemur skammt fyrir norðan með góðar tengingar út úr borginni. Fjölmenn íbúðahverfi eru nálæg. Þessi staðsetning hentar því spítalanum betur en Fossvogurinn. Landsbankinn á margar Vogabyggðarlóðanna. Í undirbúningi er að byggja þar þúsundir nýrra íbúða. Hringbrautarlóðin hentar aftur mjög vel fyrir íbúðabyggð. Það vantar sárlega íbúðalóðir nálægt miðbænum eins og umræða um byggð í Vatnsmýrinni hefur dregið fram og mikil umferð um Miklubrautina kvölds og morgna sýnir. Hrókera mætti þessum byggingaráformum og hafa íbúðabyggðina við Hringbraut en spítalann í Vogabyggð.Betri staðsetning getur flýtt fyrir Skoða þarf staðsetningu spítalans upp á nýtt með ofangreint í huga. Óþarfi er að láta það tefja framkvæmdir. Þó taka þurfi 2-3 ár í nýtt staðarval, breytingu skipulags og annan undirbúning mun nýr spítali geta komið í gagnið fyrr en ef Hringbrautarlóðin verður nýtt. Hanna má besta mögulega fyrirkomulag bygginga fyrir starfsemina án takmarkana. Bjóða má verkið út í heilu lagi sem lækkar byggingarkostnaðinn verulega, jafnvel um 40% miðað við að byggt verði í mörgum minni áföngum eins og gera þarf við Hringbraut. Fjármagna má verkefnið með því að selja lóðir og húsnæði spítalans við Hringbraut, í Fossvogi, Vífilsstaði, Klepp, Grensás og um 10 aðrar eignir sem Landspítalinn hefur nýtt. Verðmætið gæti númið 30-40 milljörðum króna sem dugar talsvert upp í nýjan spítala. Með íbúðabyggð í stað spítala við Hringbraut verður álag á gatnakerfið minna og borgin betri fyrir íbúana. Landspítalinn verður líka betri spítli, á betri stað og kostar minna en ef Hringbrautarlóðin verður nýtt undir spítalann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Hringbrautin hentar ekki fyrir nýja Landspítalann. Forstjóri Landspítalans hefur sagt að hann hefði valið annan stað, meiri hluti lækna sem og forsætisráðherra landsins telja rétt að skoða málið upp á nýtt vegna breyttra forsendna og það gera flestir sem kynna sér málið. Frá 2002 hefur hugmyndin verið að sameina við gamla spítalann á Hringbraut þá spítalastarfsemi sem nú er í Landspítalanum Fossvogi, Grensás, Klepp og fleiri stöðum, alls um fimmtán. Kostir staðsetningarinnar við Hringbraut hafa verið taldir: 1) nálægð við miðborgina, 2) nálægð við Háskólann, 3) nýta má gömlu byggingarnar og byggja í áföngum, 4) nálægð við flugvöllinn og komandi samgöngumiðstöð. En það er fleira sem skiptir máli í þessu sambandi. Gríðarlegur ávinningur af betri staðsetningu Þungamiðja byggðar á Höfuðborgarsvæðinu er 3 til 4 km austan við Hringbrautarlóðina. Ferðir starfsmanna, nema, sjúklinga og aðstandenda til og frá spítalanum eru að jafnaði um 9500 á sólarhring eða 3,5 milljónir á ári. Ef meðalferðalengd styttist um 3 km sparast um 1,5 milljarður króna á ári. Það skiptir stundum sköpum að komast fljótt á sjúkrahús, betri staðsetning mun bjarga mannslífum. Nálægðin við Reykjavíkurflugvelli takmarkar hæð spítalans og byggja þarf dreift. Lengri ferðir milli deilda sóa dýrmætum tíma, lyftur flýta för. Ef tímasóun vegna ferða er 2% er árlegur rekstrarkostnaður um 1 milljarði króna á ári hærri en ella. Besta staðsetning sparar þannig 2,5 milljarða króna á ári sem gerir 100 milljarða á 40 árum, sem er hærri upphæð en áætlað er að nýr spítali kosti. Nálægð við Háskólann skiptir litlu því kennsluaðstaða verður í nýja spítalanum. Nýting gömlu bygginganna við Hringbraut sparar lítið því endurgerð kostar álíka mikið og að byggja nýtt. Vogarnir.Besta staðsetning Nýja byggingarsvæðið við ósa Elliðaánna, Vogabyggð, er nálægt þungamiðju byggðarinnar og það er Landspítalann í Fossvogi líka. Vegtengingar við Vogabyggð eru mun betri en við Fossvoginn því gatnamót Miklubrautar og Sæbrautar eru stutt frá og tilvonandi Sundabraut kemur skammt fyrir norðan með góðar tengingar út úr borginni. Fjölmenn íbúðahverfi eru nálæg. Þessi staðsetning hentar því spítalanum betur en Fossvogurinn. Landsbankinn á margar Vogabyggðarlóðanna. Í undirbúningi er að byggja þar þúsundir nýrra íbúða. Hringbrautarlóðin hentar aftur mjög vel fyrir íbúðabyggð. Það vantar sárlega íbúðalóðir nálægt miðbænum eins og umræða um byggð í Vatnsmýrinni hefur dregið fram og mikil umferð um Miklubrautina kvölds og morgna sýnir. Hrókera mætti þessum byggingaráformum og hafa íbúðabyggðina við Hringbraut en spítalann í Vogabyggð.Betri staðsetning getur flýtt fyrir Skoða þarf staðsetningu spítalans upp á nýtt með ofangreint í huga. Óþarfi er að láta það tefja framkvæmdir. Þó taka þurfi 2-3 ár í nýtt staðarval, breytingu skipulags og annan undirbúning mun nýr spítali geta komið í gagnið fyrr en ef Hringbrautarlóðin verður nýtt. Hanna má besta mögulega fyrirkomulag bygginga fyrir starfsemina án takmarkana. Bjóða má verkið út í heilu lagi sem lækkar byggingarkostnaðinn verulega, jafnvel um 40% miðað við að byggt verði í mörgum minni áföngum eins og gera þarf við Hringbraut. Fjármagna má verkefnið með því að selja lóðir og húsnæði spítalans við Hringbraut, í Fossvogi, Vífilsstaði, Klepp, Grensás og um 10 aðrar eignir sem Landspítalinn hefur nýtt. Verðmætið gæti númið 30-40 milljörðum króna sem dugar talsvert upp í nýjan spítala. Með íbúðabyggð í stað spítala við Hringbraut verður álag á gatnakerfið minna og borgin betri fyrir íbúana. Landspítalinn verður líka betri spítli, á betri stað og kostar minna en ef Hringbrautarlóðin verður nýtt undir spítalann.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun