Nýliðunarvandi lífeindafræðinga Gyða Hrönn Einarsdóttir skrifar 8. apríl 2015 22:54 Lífeindafræðingur getur sá einn orðið sem lokið hefur BS prófi og diplómaprófi sem er fyrra árið í MS námi í lífeindafræði við Háskóla Íslands, alls 240 einingum í sérhæfðu rannsóknartengdu námi. Námið er bæði krefjandi og fjölbreytt, bóklegt og verklegt. Meðal áfanga sem ljúka þarf eru mikilvæg sérgreinafög sem byggja öflugan þekkingargrunn á eðli rannsókna, takmörkunum þeirra og notagildi. Auk þess þarf viðkomandi að ljúka rannsóknarverkefni að eigin vali sem tengist einni þessara sérgreina. Þessu öfluga unga fólki sem lýkur námi bjóðast fjölmörg atvinnutækifræði bæði heima og erlendis enda eftirsóttur vinnukraftur með þekkingu sem er sérsniðin að vísindum og rannsóknarvinnu. Stærstur hluti lífeindafræðinga á Íslandi vinnur hjá hinu opinbera og sinna störfum sem eru grundvöllur fyrir greiningu og meðferð sjúkdóma ásamt því að vinna að vísindarannsóknum. Lífeindafræðingar stuðla þannig að framförum í líf- og lækningavísindum. Lífeindafræði er lykill að lækningu. Þrátt fyrir að störf lífeindafræðinga hjá ríkinu séu fjölbreytt og mikilvæg er nýliðunarvandi stéttarinnar síst minni en hjá læknum. Lífeindafræðingar í starfi hjá ríkinu eru 232, þar af starfa 162 á stærsta vinnustað landsins, Landspítala. Launakjör á Landspítala hafa áður verið í umræðunni og reynast með því lakara sem gerist hjá ríkinu, þar eru lífeindafræðingar síst undanskildir. Til marks um nýliðunarvandann má til dæmis nefna tölur frá Landspítala en þar er helmingur starfsmanna 58 ára eða eldri og fjórðungur 64 ára eða eldri á árinu. Þessar tölur sýna fram á alvarlegan vanda og eru sambærilegar þeim sem teknar voru saman um sérfræðilækna í kjaradeilu þeirra á síðasta ári. Ef ráðamenn ætla sér að leysa úr þeim vanda sem heilbrigðisþjónustan stendur frammi fyrir núna vegna þess að lífeindafræðingar neyddust til að boða verkfall þurfa þeir að girða sig í brók og bæta bæði launakjör og starfsumhverfi þeirra verulega. Til að stuðla að nýliðun sem verður sífellt brýnni þörf fyrir á næstu árum verður að vera aðlaðandi fyrir unga hæfileikaríka lífeindafræðinga að starfa í heilbrigðisþjónustu. Það er rökleysa að halda því fram að grunnlaun lífeindafræðinga eigi að vera lægri en annarra stétta með sambærilega menntun. Menntun á að meta til launa, þekking er framtíðin og framtíðin er núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Lífeindafræðingur getur sá einn orðið sem lokið hefur BS prófi og diplómaprófi sem er fyrra árið í MS námi í lífeindafræði við Háskóla Íslands, alls 240 einingum í sérhæfðu rannsóknartengdu námi. Námið er bæði krefjandi og fjölbreytt, bóklegt og verklegt. Meðal áfanga sem ljúka þarf eru mikilvæg sérgreinafög sem byggja öflugan þekkingargrunn á eðli rannsókna, takmörkunum þeirra og notagildi. Auk þess þarf viðkomandi að ljúka rannsóknarverkefni að eigin vali sem tengist einni þessara sérgreina. Þessu öfluga unga fólki sem lýkur námi bjóðast fjölmörg atvinnutækifræði bæði heima og erlendis enda eftirsóttur vinnukraftur með þekkingu sem er sérsniðin að vísindum og rannsóknarvinnu. Stærstur hluti lífeindafræðinga á Íslandi vinnur hjá hinu opinbera og sinna störfum sem eru grundvöllur fyrir greiningu og meðferð sjúkdóma ásamt því að vinna að vísindarannsóknum. Lífeindafræðingar stuðla þannig að framförum í líf- og lækningavísindum. Lífeindafræði er lykill að lækningu. Þrátt fyrir að störf lífeindafræðinga hjá ríkinu séu fjölbreytt og mikilvæg er nýliðunarvandi stéttarinnar síst minni en hjá læknum. Lífeindafræðingar í starfi hjá ríkinu eru 232, þar af starfa 162 á stærsta vinnustað landsins, Landspítala. Launakjör á Landspítala hafa áður verið í umræðunni og reynast með því lakara sem gerist hjá ríkinu, þar eru lífeindafræðingar síst undanskildir. Til marks um nýliðunarvandann má til dæmis nefna tölur frá Landspítala en þar er helmingur starfsmanna 58 ára eða eldri og fjórðungur 64 ára eða eldri á árinu. Þessar tölur sýna fram á alvarlegan vanda og eru sambærilegar þeim sem teknar voru saman um sérfræðilækna í kjaradeilu þeirra á síðasta ári. Ef ráðamenn ætla sér að leysa úr þeim vanda sem heilbrigðisþjónustan stendur frammi fyrir núna vegna þess að lífeindafræðingar neyddust til að boða verkfall þurfa þeir að girða sig í brók og bæta bæði launakjör og starfsumhverfi þeirra verulega. Til að stuðla að nýliðun sem verður sífellt brýnni þörf fyrir á næstu árum verður að vera aðlaðandi fyrir unga hæfileikaríka lífeindafræðinga að starfa í heilbrigðisþjónustu. Það er rökleysa að halda því fram að grunnlaun lífeindafræðinga eigi að vera lægri en annarra stétta með sambærilega menntun. Menntun á að meta til launa, þekking er framtíðin og framtíðin er núna.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun