Skoðun

Nýliðunarvandi lífeindafræðinga

Gyða Hrönn Einarsdóttir skrifar
Lífeindafræðingur getur sá einn orðið sem lokið hefur BS prófi og diplómaprófi sem er fyrra árið í MS námi í lífeindafræði við Háskóla Íslands, alls 240 einingum í sérhæfðu rannsóknartengdu námi. Námið er bæði krefjandi og fjölbreytt, bóklegt og verklegt.

Meðal áfanga sem ljúka þarf eru mikilvæg sérgreinafög sem byggja öflugan þekkingargrunn á eðli rannsókna, takmörkunum þeirra og notagildi. Auk þess þarf viðkomandi að ljúka rannsóknarverkefni að eigin vali sem tengist einni þessara sérgreina. Þessu öfluga unga fólki sem lýkur námi bjóðast fjölmörg atvinnutækifræði bæði heima og erlendis enda eftirsóttur vinnukraftur með þekkingu sem er sérsniðin að vísindum og rannsóknarvinnu.

Stærstur hluti lífeindafræðinga á Íslandi vinnur hjá hinu opinbera og sinna störfum sem eru grundvöllur fyrir greiningu og meðferð sjúkdóma ásamt því að vinna að vísindarannsóknum. Lífeindafræðingar stuðla þannig að framförum í líf- og lækningavísindum.

Lífeindafræði er lykill að lækningu. Þrátt fyrir að störf lífeindafræðinga hjá ríkinu séu fjölbreytt og mikilvæg er nýliðunarvandi stéttarinnar síst minni en hjá læknum. Lífeindafræðingar í starfi hjá ríkinu eru 232, þar af starfa 162 á stærsta vinnustað landsins, Landspítala.

Launakjör á Landspítala hafa áður verið í umræðunni og reynast með því lakara sem gerist hjá ríkinu, þar eru lífeindafræðingar síst undanskildir. Til marks um nýliðunarvandann má til dæmis nefna tölur frá Landspítala en þar er helmingur starfsmanna 58 ára eða eldri og fjórðungur 64 ára eða eldri á árinu. Þessar tölur sýna fram á alvarlegan vanda og eru sambærilegar þeim sem teknar voru saman um sérfræðilækna í kjaradeilu þeirra á síðasta ári.

Ef ráðamenn ætla sér að leysa úr þeim vanda sem heilbrigðisþjónustan stendur frammi fyrir núna vegna þess að lífeindafræðingar neyddust til að boða verkfall þurfa þeir að girða sig í brók og bæta bæði launakjör og starfsumhverfi þeirra verulega.

Til að stuðla að nýliðun sem verður sífellt brýnni þörf fyrir á næstu árum verður að vera aðlaðandi fyrir unga hæfileikaríka lífeindafræðinga að starfa í heilbrigðisþjónustu.  Það er rökleysa að halda því fram að grunnlaun lífeindafræðinga eigi að vera lægri en annarra stétta með sambærilega menntun. Menntun á að meta til launa, þekking er framtíðin og framtíðin er núna.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×