Getur Ísland orðið seðlalaust land? ingvar haraldsson skrifar 9. apríl 2015 10:43 Sigurbjörg segir mikilvægt að varaleið verði til staðar ef kerfishrun verður í myntlausu landi. Mikla kosti hefði í för með sér að gera Ísland að seðla- og myntlausu landi að mati Sigurbjargar Benediktsdóttur viðskiptafræðings sem nýlega skrifað lokaritgerð við Háskólann á Akureyri sem bar nafnið „Ísland seðlalaust land.“ „Það myndi sporna gríðarlega gegn svartri atvinnustarfsemi sem hefði mikinn ávinning í för með sér,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg segir aðgerðina tæknilega framkvæmanlega. „Ísland gæti orðið seðlalaust land upp að vissu marki, við virðumst stefna í þá átt og tæknilega er það líklega framkvæmanlegt. Með tilkomu snjallsíma er t.d. hægt að sinna ýmsum viðskiptum þar sem ekki hentar að nota greiðslukort, eins og að borga í stöðumæla og strætó með símanum og notkunarmöguleikarnir alltaf að aukast,“segir Sigurbjörg. Andstaða almennings helsta fyrirstaðan Sigurbjörg segir að tilraunir hafi verið gerðar með seðlalaus væði í Noregi á árunum 1995 til 1998. Það hafi hins vegar ekki gengið sem skyldi. „Vankantarnir voru tæknilegs eðlis og óþolinmæði notenda í kjölfar þess en tækninni hefur farið töluvert fram síðan þá,“ segir hún. Hún segir þó að afstaða samfélagsins séu það sem helst komi í veg fyrir að af þessum áformum verði. „Helsta fyrirstaðan er líklega sú að almenningur og samfélagið er ekki tilbúið í að stíga skrefið til fulls. Í lokaritgerðinni minni gerði ég meðal annars könnun hjá almenningi og kom þar fram að almenningur er ekki tilbúin að sleppa því alveg að nota reiðufé, vill hafa möguleikann en notar samt greiðslukort mikið meira við greiðslu á vörum og þjónustu,“ segir Sigurbjörg og bætir við að Seðlabankinn hafi einnig lagalega skyldu til þess að viðhalda seðlum og mynt í landinu.Yngstu kynslóðirnar gætu stigið skrefið til fulls Sigurbjörg bendir þó á að yngstu kynslóðir Íslendinga þekki ekkert annað en heim snjallsíma og tölvutækni. Þær gætu orðið lykillinn að því að gera Ísland að seðlalausu landi. „Þannig nást líka út huglægar hindranir eins og að fólki finnist betra að höndla með reiðufé og tilfinningin að maður eyði minna ef maður sé að nota pening frekar en kort,“ segir Sigurbjörg. Ef stíga eigi skrefið til fulls þurfi einnig að vera tryggt að greiðslukerfið virki áfram hrynji tölvu- eða bankakerfi. „Það þyrfti að baktryggja varaleið ef rafræni heimurinn skyldi klikka, þá er ég að tala um tölvukerfið og allt sem að því fylgir. Það væri hægt með útgáfu rafeyris sem Seðlabankanum er heimilt,“ segir hún. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Mikla kosti hefði í för með sér að gera Ísland að seðla- og myntlausu landi að mati Sigurbjargar Benediktsdóttur viðskiptafræðings sem nýlega skrifað lokaritgerð við Háskólann á Akureyri sem bar nafnið „Ísland seðlalaust land.“ „Það myndi sporna gríðarlega gegn svartri atvinnustarfsemi sem hefði mikinn ávinning í för með sér,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg segir aðgerðina tæknilega framkvæmanlega. „Ísland gæti orðið seðlalaust land upp að vissu marki, við virðumst stefna í þá átt og tæknilega er það líklega framkvæmanlegt. Með tilkomu snjallsíma er t.d. hægt að sinna ýmsum viðskiptum þar sem ekki hentar að nota greiðslukort, eins og að borga í stöðumæla og strætó með símanum og notkunarmöguleikarnir alltaf að aukast,“segir Sigurbjörg. Andstaða almennings helsta fyrirstaðan Sigurbjörg segir að tilraunir hafi verið gerðar með seðlalaus væði í Noregi á árunum 1995 til 1998. Það hafi hins vegar ekki gengið sem skyldi. „Vankantarnir voru tæknilegs eðlis og óþolinmæði notenda í kjölfar þess en tækninni hefur farið töluvert fram síðan þá,“ segir hún. Hún segir þó að afstaða samfélagsins séu það sem helst komi í veg fyrir að af þessum áformum verði. „Helsta fyrirstaðan er líklega sú að almenningur og samfélagið er ekki tilbúið í að stíga skrefið til fulls. Í lokaritgerðinni minni gerði ég meðal annars könnun hjá almenningi og kom þar fram að almenningur er ekki tilbúin að sleppa því alveg að nota reiðufé, vill hafa möguleikann en notar samt greiðslukort mikið meira við greiðslu á vörum og þjónustu,“ segir Sigurbjörg og bætir við að Seðlabankinn hafi einnig lagalega skyldu til þess að viðhalda seðlum og mynt í landinu.Yngstu kynslóðirnar gætu stigið skrefið til fulls Sigurbjörg bendir þó á að yngstu kynslóðir Íslendinga þekki ekkert annað en heim snjallsíma og tölvutækni. Þær gætu orðið lykillinn að því að gera Ísland að seðlalausu landi. „Þannig nást líka út huglægar hindranir eins og að fólki finnist betra að höndla með reiðufé og tilfinningin að maður eyði minna ef maður sé að nota pening frekar en kort,“ segir Sigurbjörg. Ef stíga eigi skrefið til fulls þurfi einnig að vera tryggt að greiðslukerfið virki áfram hrynji tölvu- eða bankakerfi. „Það þyrfti að baktryggja varaleið ef rafræni heimurinn skyldi klikka, þá er ég að tala um tölvukerfið og allt sem að því fylgir. Það væri hægt með útgáfu rafeyris sem Seðlabankanum er heimilt,“ segir hún.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira