Lífið

Góð ráð íslenska sjómannsins við sjóveiki

Atli Ísleifsson skrifar
Þorsteinn Másson sjómaður segir meirihluta sjómanna og sjókvenna verða einhvern tímann sjóveik og að það sé ekkert til að skammast sín fyrir.
Þorsteinn Másson sjómaður segir meirihluta sjómanna og sjókvenna verða einhvern tímann sjóveik og að það sé ekkert til að skammast sín fyrir.
Landssamband smábátaeigenda hafa birt myndband þar sem þeir greina frá ráðum við sjóveiki.

Þorsteinn Másson sjómaður segir meirihluta sjómanna og sjókvenna verða einhvern tímann sjóveik og að það sé ekkert til að skammast sín fyrir. Sem betur fer sé til ýmislegt sem slái á sjóveikina.

Í myndbandinu nefnir Þorsteinn fyrst sjóveikistöflurnar. „Maður verður svolítið þurr í munninum og svolítið „sloj“ en þær virka ágætlega.“

Þorsteinn segir sitt uppáhald vera sjóveikisplásturinn sem menn skella á bakvið eyra og virka vel. „Maður þarf samt að muna að skella honum á sig þremur tímum fyrir brottför og þar sem maður er með hann í þrjá daga, að passa sig að skola honum ekki af í sturtunni eða eitthvað.“

Þorsteinn nefnir einnig sérstakt meðal sem vinnur gegn sjóveiki. „Fínt er að skella í sig einum eða tveimur sopum áður en menn leggja af stað. Maður verður samt svolítið sloj og þurr í munninum og svo lyktar maður eins og maður sé að koma af djamminu.“

Horfa má á öll ráð íslenska sjómannsins við sjóveiki í myndbandinu að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×