Landsvirkjun og PCC BakkiSilicon undirrita nýjan rafmagnssamning Atli Ísleifsson skrifar 31. mars 2015 16:39 Höfuðstöðvar Landsvirkjunar. Vísir/Anton Landsvirkjun og PCC BakkiSilicon hf. hafa undirritað nýjan samning um sölu rafmagns til kísilmálmverksmiðju, sem PCC BakkiSilicon áformar að reisa á Bakka við Húsavík. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi á árinu 2017 og framleiði í fyrsta áfanga allt að 36 þúsund tonn af kísilmálmi og noti 58 MW af afli. Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að nýi rafmagnssamningurinn sé efnislega svipaður og fyrri rafmagnssamningur félaganna frá árinu 2014 en með nokkrum frávikum þó. „Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í desember síðastliðnum að hefja skoðun á fyrri rafmagnssamningi aðila frá 2014. Þeim rafmagnssamningi hafa samningsaðilar sameiginlega rift enda ýmis skilyrði samningsins óuppfyllt og tímaákvæði hans ekki lengur raunhæf. Fyrri samningur aðila frá 2014 er því ekki lengur til staðar sem gildur samningur. Nýi rafmagnssamningurinn var tilkynntur til ESA í dag. „Við erum nú sem fyrr mjög ánægð með samstarf okkar við PCC BakkiSilicon hf. og einnig með samstarfið sem við höfum átt með ESA við gerð nýja samningsins. Við erum viss um að kísilmálmiðnaður muni dafna á Íslandi til langs tíma þar sem raforka er unnin úr endurnýjanlegum orkugjöfum,“ sagði Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. „Samstarf okkar við Landsvirkjun hefur verið traust og með nýjum raforkusölusamningi er mikilvægum áfanga náð. Við teljum fyrsta flokks aðstæður vera fyrir hendi á Bakka á Íslandi til að byggja og reka kísilmálmverksmiðju okkar,“ segir Peter Wenzel, sem er stjórnarmaður í PCC BakkiSilicon hf. og leiðir verkefnið fyrir hönd fyrirtækisins. Samningurinn er undirritaður með ákveðnum en tiltölulega fáum fyrirvörum sem uppfylla þarf fyrir mitt sumar, þ.m.t. lok samninga við aðra aðila og að ESA geri ekki athugasemdir við efni samningsins.Um móðurfélag PCC BakkiSilicon hf.Móðurfélag PCC BakkiSilicon hf. er PCC SE, sem er samstæða iðnfyrirtækja með höfuðstöðvar í Duisburg, Þýskalandi. Samstæðan er með starfsemi í 16 löndum og með um 2.800 starfsmenn,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Sjá meira
Landsvirkjun og PCC BakkiSilicon hf. hafa undirritað nýjan samning um sölu rafmagns til kísilmálmverksmiðju, sem PCC BakkiSilicon áformar að reisa á Bakka við Húsavík. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi á árinu 2017 og framleiði í fyrsta áfanga allt að 36 þúsund tonn af kísilmálmi og noti 58 MW af afli. Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að nýi rafmagnssamningurinn sé efnislega svipaður og fyrri rafmagnssamningur félaganna frá árinu 2014 en með nokkrum frávikum þó. „Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í desember síðastliðnum að hefja skoðun á fyrri rafmagnssamningi aðila frá 2014. Þeim rafmagnssamningi hafa samningsaðilar sameiginlega rift enda ýmis skilyrði samningsins óuppfyllt og tímaákvæði hans ekki lengur raunhæf. Fyrri samningur aðila frá 2014 er því ekki lengur til staðar sem gildur samningur. Nýi rafmagnssamningurinn var tilkynntur til ESA í dag. „Við erum nú sem fyrr mjög ánægð með samstarf okkar við PCC BakkiSilicon hf. og einnig með samstarfið sem við höfum átt með ESA við gerð nýja samningsins. Við erum viss um að kísilmálmiðnaður muni dafna á Íslandi til langs tíma þar sem raforka er unnin úr endurnýjanlegum orkugjöfum,“ sagði Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. „Samstarf okkar við Landsvirkjun hefur verið traust og með nýjum raforkusölusamningi er mikilvægum áfanga náð. Við teljum fyrsta flokks aðstæður vera fyrir hendi á Bakka á Íslandi til að byggja og reka kísilmálmverksmiðju okkar,“ segir Peter Wenzel, sem er stjórnarmaður í PCC BakkiSilicon hf. og leiðir verkefnið fyrir hönd fyrirtækisins. Samningurinn er undirritaður með ákveðnum en tiltölulega fáum fyrirvörum sem uppfylla þarf fyrir mitt sumar, þ.m.t. lok samninga við aðra aðila og að ESA geri ekki athugasemdir við efni samningsins.Um móðurfélag PCC BakkiSilicon hf.Móðurfélag PCC BakkiSilicon hf. er PCC SE, sem er samstæða iðnfyrirtækja með höfuðstöðvar í Duisburg, Þýskalandi. Samstæðan er með starfsemi í 16 löndum og með um 2.800 starfsmenn,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Sjá meira