Stig mætti á skriðdreka með milljón undirskriftir Finnur Thorlacius skrifar 20. mars 2015 14:39 Stuðningsaðilar þáttastjórnandans Jeremy Clarkson úr Top Gear afhentu milljón undirskriftir með táknrænum hætti í dag. Ekið var með lista þessara milljón aðdáenda á skriðdreka og uppúr honum stóð maður klæddur í einkennisfatnað Stig, sem enginn veit hver raunverulega er. Það var pólitíski bloggvefurinn Guido Fawkes sem safnaði öllum þessum undirskriftum og er þessi undirskriftarsöfnun eins sú stærsta sem um getur. Á Skriðdrekanum var hengdur borði sem á stendur "Bring back Clarkson." Hvort þessar undirskriftir munu einhverju breyta varðandi afstöðu stjórnenda BBC er óvíst, en víst er að Jeremy Clarkson á marga aðdáendur. Sjá má skriðdrekann koma með yfirskriftirnar til höfuðstöðva BBC fyrr í dag á meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent
Stuðningsaðilar þáttastjórnandans Jeremy Clarkson úr Top Gear afhentu milljón undirskriftir með táknrænum hætti í dag. Ekið var með lista þessara milljón aðdáenda á skriðdreka og uppúr honum stóð maður klæddur í einkennisfatnað Stig, sem enginn veit hver raunverulega er. Það var pólitíski bloggvefurinn Guido Fawkes sem safnaði öllum þessum undirskriftum og er þessi undirskriftarsöfnun eins sú stærsta sem um getur. Á Skriðdrekanum var hengdur borði sem á stendur "Bring back Clarkson." Hvort þessar undirskriftir munu einhverju breyta varðandi afstöðu stjórnenda BBC er óvíst, en víst er að Jeremy Clarkson á marga aðdáendur. Sjá má skriðdrekann koma með yfirskriftirnar til höfuðstöðva BBC fyrr í dag á meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent