Þúsund manns þurfa að samþykkja leiðréttinguna fyrir miðnætti ingvar haraldsson skrifar 23. mars 2015 11:38 Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að eftir eigi að reikna út leiðréttingu um 3 þúsund manns. vísir/anton brink Tæplega þúsund manns eiga eftir að samþykkja skuldalækkun ríkisstjórnarinnar á húsnæðislánum sínum og hafa frest til miðnættis til þess að samþykkja lækkunina. Hópurinn sem um ræðir eru þeir aðilar sem fengu niðurstöðu útreikninga ríkisskattstjóra birtan fyrir 23. desember síðastliðinn. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að nú þegar hafi langflestir þeirra samþykkt leiðréttinguna, eða ríflega 91 þúsund manns. Skúli bætir við að embættið viti til þess að hluti þessa þúsund manna hóps muni ekki samþykkja leiðréttinguna. Í þeim hópi séu einstaklingar sem dvelja erlendis og geta því ekki nýtt sér persónuafslátt hér á landi. Aðrir aðila séu komnir í þær aðstæður að þeir muni ekki hafa tekjur í framtíðinni og svo séu eignameiri einstaklingar sem ákveðið hafi að samþykkja ekki leiðréttinguna. Á milli 7 og 9 þúsund manns hafi fengið útreikninga sína birta eftir 23. desember. Þeir hafi líkt og aðrir þrjá mánuði til að samþykkja leiðréttinguna frá þeim degi sem útreikningarnir voru birtir þeim. Stærstur hluti þessa hóps sé þegar búinn að samþykkja leiðréttinguna. Á milli 2 og 3 þúsund manns sem fengu útreikningana birta eftir 23. desember eiga eftir að samþykkja leiðréttinguna.Eftir að birta útreikninga 3 þúsund manns Skúli segir jafnframt að eftir sé að birta útreikninga um 3 þúsund manns. Hann á von á því að það klárist á næstu vikum. Skúli segir að mikill tími hafi farið í að aðstoða fólk við að samþykkja leiðréttingarnar. Nú losni mannafli til að klára þá útreikninga sem eftir standa. „Við þurfum að fara handvirkt yfir þær umsóknir sem eftir eru,“ segir Skúili Ýmsar ástæður séu fyrir því að útreikningum þeirra sé ekki lokið að sögn Skúla. Ákveðinn hópur hafi ekki svarað fyrirspurnum og aðrir aðilar hafi gefið upp ófullnægjandi upplýsingar við umsókn sína. Svo fylgi ákveðið flækjustig útreikningum við dánarbú en þeim útreikningum eigi einnig að ljúka á næstunni. Þá eru einnig um 400 aðilar sem ekki hafi sætt sig við útreikninga ríkisskattstjóra og hafa skotið niðurstöðum útreikninganna til úrskurðarnefndar um leiðréttinguna. Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Tæplega þúsund manns eiga eftir að samþykkja skuldalækkun ríkisstjórnarinnar á húsnæðislánum sínum og hafa frest til miðnættis til þess að samþykkja lækkunina. Hópurinn sem um ræðir eru þeir aðilar sem fengu niðurstöðu útreikninga ríkisskattstjóra birtan fyrir 23. desember síðastliðinn. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að nú þegar hafi langflestir þeirra samþykkt leiðréttinguna, eða ríflega 91 þúsund manns. Skúli bætir við að embættið viti til þess að hluti þessa þúsund manna hóps muni ekki samþykkja leiðréttinguna. Í þeim hópi séu einstaklingar sem dvelja erlendis og geta því ekki nýtt sér persónuafslátt hér á landi. Aðrir aðila séu komnir í þær aðstæður að þeir muni ekki hafa tekjur í framtíðinni og svo séu eignameiri einstaklingar sem ákveðið hafi að samþykkja ekki leiðréttinguna. Á milli 7 og 9 þúsund manns hafi fengið útreikninga sína birta eftir 23. desember. Þeir hafi líkt og aðrir þrjá mánuði til að samþykkja leiðréttinguna frá þeim degi sem útreikningarnir voru birtir þeim. Stærstur hluti þessa hóps sé þegar búinn að samþykkja leiðréttinguna. Á milli 2 og 3 þúsund manns sem fengu útreikningana birta eftir 23. desember eiga eftir að samþykkja leiðréttinguna.Eftir að birta útreikninga 3 þúsund manns Skúli segir jafnframt að eftir sé að birta útreikninga um 3 þúsund manns. Hann á von á því að það klárist á næstu vikum. Skúli segir að mikill tími hafi farið í að aðstoða fólk við að samþykkja leiðréttingarnar. Nú losni mannafli til að klára þá útreikninga sem eftir standa. „Við þurfum að fara handvirkt yfir þær umsóknir sem eftir eru,“ segir Skúili Ýmsar ástæður séu fyrir því að útreikningum þeirra sé ekki lokið að sögn Skúla. Ákveðinn hópur hafi ekki svarað fyrirspurnum og aðrir aðilar hafi gefið upp ófullnægjandi upplýsingar við umsókn sína. Svo fylgi ákveðið flækjustig útreikningum við dánarbú en þeim útreikningum eigi einnig að ljúka á næstunni. Þá eru einnig um 400 aðilar sem ekki hafi sætt sig við útreikninga ríkisskattstjóra og hafa skotið niðurstöðum útreikninganna til úrskurðarnefndar um leiðréttinguna.
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira