Hamilton hraðastur í bleytunni Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. mars 2015 10:31 Hamilton lét rigninguna ekki á sig fá og nældi í ráspól. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í Malasíu. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar en Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji. Ökumönnum lá á að komast út á brautina vegna ótta við rigningu. Eldingar sáust við útjaður brautarsvæðisins og rigningin lá þar í laumi. Manor og McLaren liðin duttu út í fyrstu lotu ásamt Felipe Nasr á Sauber. Jenson Button getur huggað sig við að vera hraðari en liðsfélagi sinn hjá McLaren, Fernando Alonso. Manor liðið hafði tekið þátt í æfingum og annar ökumaður liðsins tók þátt í tímatökunni. Roberto Merhi náði að setja tíma en ekki innan 107% af besta tíma fyrstu lotu. Örlög liðsfélaganna hjá Manor eru því í höndum dómara keppninnar. Dómararnir munu taka ákvörðun um hvort þeir fái að taka þátt. Will Stevens hafði sýnt að hann gat verið undir 107% frá besta tímanum á æfingum og því er líklegt að dómararnir leyfi Manor að taka þátt.Vettel tryggði Ferrari fremstu rásröð í fyrsta skipti í tvö ár.Vísir/GettySama örtröð var á brautinni í byrjun annnarrar lotu. Ekkert hafði rignt en það var dimmt yfir. „Rigningin er að koma, við þurfum á þessum hring að halda, við þurfum á þessum hring að halda. Nokkrir dropar í beygjum 7 og 8,“ sagði keppnisverfræðingur Felipe Massa. Rigningin kom og ruglaði röðinni. Ferrari menn höfðu vonast til að ná öðru og þriðja sæti en það gerðist ekki. Kimi Raikkonen endaði í 11. sæti. Brautin breyttist í eitt stórt fljót og tíminn rann út í annarri lotu en enginn bíll fór út eftir fyrstu tilraun þeirra allra. Öryggisbíllinn fór og athugaði aðstæður á brautinni. Tímatökunni var frestað í heildina um rúman hálftíma. Dekkja verkfræðingar liðanna voru ósammála um dekkjaval um helmingur ökumana fór út í upphafi á regndekkjum en hinn helmingurinn á milliregndekjum. Liðin skiptu öll yfir á milliregndekk eftir fyrstu hringina, brautin þornaði hratt. Tímarnir styttust hrat undir lok lotunnar og baráttan var eiginlega um það að vera síðastimaðurinn yfir línuna. Bein útsending frá keppninni á morgun hefst klukkan 6:30 í fyrramálið á Stöð 2 Sport. Formúla Tengdar fréttir Alonso og Bottas með í Malasíu Fernando Alonso og Valtteri Bottas voru ekki með í ástralska kappakstrinum. Báðir stefna á þáttöku í Malasíu um helgina en þurfa að standast nánari rannsóknir í Malasíu. 24. mars 2015 23:15 Hamilton finnst hugmynd Horner hlægileg Eftir slakt gengi í fyrstu keppni tímabilsins kallaði liðsstjóri Red Bull, Christian Horner eftir aðgerðum til að minnka forskot Mercedes. 26. mars 2015 22:15 Ferrari setur markið á Mercedes Ferrari hefur endurstillt markmið sín fyrir tímabilið eftir ástralska kappaksturinn. 19. mars 2015 23:00 Renault: Red Bull lýgur Sambandið sem skilaði fjórum heimsmeistaratitlum í röð virðist nú leika á reiðiskjálfi. 25. mars 2015 20:15 Mercedes fljótastir en Ferrari nálægt Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins og liðsfélagi hans Lewis Hamilton var fjótastur á þeirri síðari. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar á báðum æfingum. 27. mars 2015 10:15 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í Malasíu. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar en Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji. Ökumönnum lá á að komast út á brautina vegna ótta við rigningu. Eldingar sáust við útjaður brautarsvæðisins og rigningin lá þar í laumi. Manor og McLaren liðin duttu út í fyrstu lotu ásamt Felipe Nasr á Sauber. Jenson Button getur huggað sig við að vera hraðari en liðsfélagi sinn hjá McLaren, Fernando Alonso. Manor liðið hafði tekið þátt í æfingum og annar ökumaður liðsins tók þátt í tímatökunni. Roberto Merhi náði að setja tíma en ekki innan 107% af besta tíma fyrstu lotu. Örlög liðsfélaganna hjá Manor eru því í höndum dómara keppninnar. Dómararnir munu taka ákvörðun um hvort þeir fái að taka þátt. Will Stevens hafði sýnt að hann gat verið undir 107% frá besta tímanum á æfingum og því er líklegt að dómararnir leyfi Manor að taka þátt.Vettel tryggði Ferrari fremstu rásröð í fyrsta skipti í tvö ár.Vísir/GettySama örtröð var á brautinni í byrjun annnarrar lotu. Ekkert hafði rignt en það var dimmt yfir. „Rigningin er að koma, við þurfum á þessum hring að halda, við þurfum á þessum hring að halda. Nokkrir dropar í beygjum 7 og 8,“ sagði keppnisverfræðingur Felipe Massa. Rigningin kom og ruglaði röðinni. Ferrari menn höfðu vonast til að ná öðru og þriðja sæti en það gerðist ekki. Kimi Raikkonen endaði í 11. sæti. Brautin breyttist í eitt stórt fljót og tíminn rann út í annarri lotu en enginn bíll fór út eftir fyrstu tilraun þeirra allra. Öryggisbíllinn fór og athugaði aðstæður á brautinni. Tímatökunni var frestað í heildina um rúman hálftíma. Dekkja verkfræðingar liðanna voru ósammála um dekkjaval um helmingur ökumana fór út í upphafi á regndekkjum en hinn helmingurinn á milliregndekjum. Liðin skiptu öll yfir á milliregndekk eftir fyrstu hringina, brautin þornaði hratt. Tímarnir styttust hrat undir lok lotunnar og baráttan var eiginlega um það að vera síðastimaðurinn yfir línuna. Bein útsending frá keppninni á morgun hefst klukkan 6:30 í fyrramálið á Stöð 2 Sport.
Formúla Tengdar fréttir Alonso og Bottas með í Malasíu Fernando Alonso og Valtteri Bottas voru ekki með í ástralska kappakstrinum. Báðir stefna á þáttöku í Malasíu um helgina en þurfa að standast nánari rannsóknir í Malasíu. 24. mars 2015 23:15 Hamilton finnst hugmynd Horner hlægileg Eftir slakt gengi í fyrstu keppni tímabilsins kallaði liðsstjóri Red Bull, Christian Horner eftir aðgerðum til að minnka forskot Mercedes. 26. mars 2015 22:15 Ferrari setur markið á Mercedes Ferrari hefur endurstillt markmið sín fyrir tímabilið eftir ástralska kappaksturinn. 19. mars 2015 23:00 Renault: Red Bull lýgur Sambandið sem skilaði fjórum heimsmeistaratitlum í röð virðist nú leika á reiðiskjálfi. 25. mars 2015 20:15 Mercedes fljótastir en Ferrari nálægt Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins og liðsfélagi hans Lewis Hamilton var fjótastur á þeirri síðari. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar á báðum æfingum. 27. mars 2015 10:15 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Alonso og Bottas með í Malasíu Fernando Alonso og Valtteri Bottas voru ekki með í ástralska kappakstrinum. Báðir stefna á þáttöku í Malasíu um helgina en þurfa að standast nánari rannsóknir í Malasíu. 24. mars 2015 23:15
Hamilton finnst hugmynd Horner hlægileg Eftir slakt gengi í fyrstu keppni tímabilsins kallaði liðsstjóri Red Bull, Christian Horner eftir aðgerðum til að minnka forskot Mercedes. 26. mars 2015 22:15
Ferrari setur markið á Mercedes Ferrari hefur endurstillt markmið sín fyrir tímabilið eftir ástralska kappaksturinn. 19. mars 2015 23:00
Renault: Red Bull lýgur Sambandið sem skilaði fjórum heimsmeistaratitlum í röð virðist nú leika á reiðiskjálfi. 25. mars 2015 20:15
Mercedes fljótastir en Ferrari nálægt Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins og liðsfélagi hans Lewis Hamilton var fjótastur á þeirri síðari. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar á báðum æfingum. 27. mars 2015 10:15