Við viljum fá ábyrgð, samfélagsins vegna Árni Þór Hlynsson skrifar 11. mars 2015 12:08 Í ár eru 25 ár liðin frá því að Félag bókhaldsstofa var stofnað af hugsjónamönnum sem sáu þörf á hagsmunasamtökum þeirra er starfa á sviði bókhalds, reiknings- og skattskila. Í dag eru félagsmenn um 80 talsins og rekur hver félagsmaður stofu með allt að 15 manns í vinnu. Áætla má að um 200 starfsgildi séu á stofum félagsmanna. Þá hefur og verið áætlað að a.m.k. 5-8 þúsund lögaðilar í landinu njóti bókhalds- og uppgjörsþjónustu félagsmanna í Félagi bókhaldsstofa. Frá upphafi hafa markmið þessara hagsmunasamtaka verið þau að efla faglega þekkingu í stéttinni með kröfum um endurmenntun, samræmingu vinnubragða, veita félagsmönnum aðhald og vinna að bættri þjónustu félagsmanna við viðskiptavini sína, opinbera aðila og annarra er treysta á störf þeirra. Til að ná því markmiði sínu að auka faglega þekkingu hefur félagið haldið tvær ráðstefnur á ári; annars vegar stóra vetrarráðstefnu (sem eru að jafnaði tveir dagar), og hinsvegar haustráðstefnu (gjarnan einn til tveir dagar, eftir því sem stjórn félagsins telur þörf á). Þessu til viðbótar hafa verið haldin sjálfstæð námskeið. Morgunverðarfundir eru haldnir þriðja miðvikudag í mánuði. Á þessum fundum hittast félagsmenn og ræða saman, leita eftir ráðleggingum frá öðrum í faginu og læra þannig hver af öðrum. Einnig hafa hinir ýmsu gestir mætt á þessa fundi og haldið fyrirlestra. Félagsmenn hafa undirgengist að stunda endurmenntun sem er mæld samkvæmt ákveðnu stigakerfi; með því að mæta á ráðstefnu og/eða morgunverðarfundi safna félagsmenn stigum. Meðal hagsmunamála sem félagsmenn hafa barist fyrir er að tryggja tilurð skoðunarmanna í lögum um ársreikninga. Árin 2009 og 2010 voru lögð fram frumvörp á Alþingi sem lögðu til svo gott sem útþurrkun á nærri allri ábyrgð þeirra er vinna ársreikninga fyrir stóran hluta fyrirtækja í landinu. Í núgildandi lögum segir um skoðunarmenn (fyrir m.a. tilstilli félagsmanna í Félagi bókhaldsstofa) að þeir skuli vera lögráða og fjár síns ráðandi. Þeir skulu hafa þá reynslu í bókhaldi og viðskiptaháttum sem með hliðsjón af starfsemi og stærð félagsins er nauðsynleg til rækslu starfans. Þá gilda sömu óhæðisskilyrði um skoðunarmenn og endurskoðendur. Þá samdi félagið við tryggingafélögin í landinu um atvinnurekstrartryggingu til handa félagsmönnum, fyrst fagstétta sem ekki hafa löggildingu. Slíkt þótti mjög mikilvært gagnvart umbjóðendum okkar, fyrirtækjum í landinu. Félagsmenn hafa lengi barist fyrir því að breytingar verði gerðar á lögum um ársreikninga, þannig að löggilt millistig milli bókara og endurskoðenda verði tekið upp á Íslandi. Slíkt fyrirkomulag er vel þekkt í löggjöf landa sem við kjósum gjarnan að bera okkur saman við, t.d. í Noregi. Með þessu móti mætti tryggja aðgreiningu starfa, þ.e.a.s. sami maður skal ekki semja reikningsskil fyrirtækja og endurskoða síðan sömu (eigin) reikningsskil. Með því að löggilda reikningsskilamenn/skattskilamenn mætti skylda félög yfir tilteknum veltumörkum, t.d. 10 milljónum, til að láta endurskoðendur eða reikningsskilamenn staðfesta skattframtöl þeirra og ársreikninga, gegn ábyrgð. Með þessu móti ynnist tvennt; Reikningsskil félaga í landinu yrðu mun áreiðanlegri en nú er og skattaeftirlit ríkisskattstjóra yrði í mun ríkari mæli forvirkt, með t.a.m. heimsóknum, prófunum og samvinnu, enda yrðu innsend gögn í formi skattframtala fyrirtækja vottuð af löggiltum aðilum. Með þessu móti mætti ætla að með tímanum næðist að lágmarka svarta atvinnustarfsemi og auka tekjustofna ríkisins. Hér er því er um þjóðþrifamál að ræða.Höfundur er formaður félags bókhaldsstofa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í ár eru 25 ár liðin frá því að Félag bókhaldsstofa var stofnað af hugsjónamönnum sem sáu þörf á hagsmunasamtökum þeirra er starfa á sviði bókhalds, reiknings- og skattskila. Í dag eru félagsmenn um 80 talsins og rekur hver félagsmaður stofu með allt að 15 manns í vinnu. Áætla má að um 200 starfsgildi séu á stofum félagsmanna. Þá hefur og verið áætlað að a.m.k. 5-8 þúsund lögaðilar í landinu njóti bókhalds- og uppgjörsþjónustu félagsmanna í Félagi bókhaldsstofa. Frá upphafi hafa markmið þessara hagsmunasamtaka verið þau að efla faglega þekkingu í stéttinni með kröfum um endurmenntun, samræmingu vinnubragða, veita félagsmönnum aðhald og vinna að bættri þjónustu félagsmanna við viðskiptavini sína, opinbera aðila og annarra er treysta á störf þeirra. Til að ná því markmiði sínu að auka faglega þekkingu hefur félagið haldið tvær ráðstefnur á ári; annars vegar stóra vetrarráðstefnu (sem eru að jafnaði tveir dagar), og hinsvegar haustráðstefnu (gjarnan einn til tveir dagar, eftir því sem stjórn félagsins telur þörf á). Þessu til viðbótar hafa verið haldin sjálfstæð námskeið. Morgunverðarfundir eru haldnir þriðja miðvikudag í mánuði. Á þessum fundum hittast félagsmenn og ræða saman, leita eftir ráðleggingum frá öðrum í faginu og læra þannig hver af öðrum. Einnig hafa hinir ýmsu gestir mætt á þessa fundi og haldið fyrirlestra. Félagsmenn hafa undirgengist að stunda endurmenntun sem er mæld samkvæmt ákveðnu stigakerfi; með því að mæta á ráðstefnu og/eða morgunverðarfundi safna félagsmenn stigum. Meðal hagsmunamála sem félagsmenn hafa barist fyrir er að tryggja tilurð skoðunarmanna í lögum um ársreikninga. Árin 2009 og 2010 voru lögð fram frumvörp á Alþingi sem lögðu til svo gott sem útþurrkun á nærri allri ábyrgð þeirra er vinna ársreikninga fyrir stóran hluta fyrirtækja í landinu. Í núgildandi lögum segir um skoðunarmenn (fyrir m.a. tilstilli félagsmanna í Félagi bókhaldsstofa) að þeir skuli vera lögráða og fjár síns ráðandi. Þeir skulu hafa þá reynslu í bókhaldi og viðskiptaháttum sem með hliðsjón af starfsemi og stærð félagsins er nauðsynleg til rækslu starfans. Þá gilda sömu óhæðisskilyrði um skoðunarmenn og endurskoðendur. Þá samdi félagið við tryggingafélögin í landinu um atvinnurekstrartryggingu til handa félagsmönnum, fyrst fagstétta sem ekki hafa löggildingu. Slíkt þótti mjög mikilvært gagnvart umbjóðendum okkar, fyrirtækjum í landinu. Félagsmenn hafa lengi barist fyrir því að breytingar verði gerðar á lögum um ársreikninga, þannig að löggilt millistig milli bókara og endurskoðenda verði tekið upp á Íslandi. Slíkt fyrirkomulag er vel þekkt í löggjöf landa sem við kjósum gjarnan að bera okkur saman við, t.d. í Noregi. Með þessu móti mætti tryggja aðgreiningu starfa, þ.e.a.s. sami maður skal ekki semja reikningsskil fyrirtækja og endurskoða síðan sömu (eigin) reikningsskil. Með því að löggilda reikningsskilamenn/skattskilamenn mætti skylda félög yfir tilteknum veltumörkum, t.d. 10 milljónum, til að láta endurskoðendur eða reikningsskilamenn staðfesta skattframtöl þeirra og ársreikninga, gegn ábyrgð. Með þessu móti ynnist tvennt; Reikningsskil félaga í landinu yrðu mun áreiðanlegri en nú er og skattaeftirlit ríkisskattstjóra yrði í mun ríkari mæli forvirkt, með t.a.m. heimsóknum, prófunum og samvinnu, enda yrðu innsend gögn í formi skattframtala fyrirtækja vottuð af löggiltum aðilum. Með þessu móti mætti ætla að með tímanum næðist að lágmarka svarta atvinnustarfsemi og auka tekjustofna ríkisins. Hér er því er um þjóðþrifamál að ræða.Höfundur er formaður félags bókhaldsstofa.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun