Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍR 101-88 | Stjarnan endar í fimmta sæti Stefán Árni Pálsson skrifar 12. mars 2015 18:30 vísir/daníel Stjarnan vann mikilvægan sigur á ÍR-ingum, 101-88, í lokaumferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Leikurinn fór fram í Ásgarði og er það orðið ljóst að Stjarnan mætir Njarðvík í 8-liða úrslitunum. Stjarnan hafnar í fimmta sæti í deildarkeppninni og Njarðvíkingar í því fjórða. Liðin mætast því í úrslitakeppninni og þá verða Njarðvíkingar með heimaleikjaréttinn. Jeremy Martez Atkinson var magnaður fyrir Stjörnumenn í kvöld og gerði hann 40 stig. ÍR-ingar voru sterkari til að byrja með í Ásgarðinum í kvöld og voru einu skrefi á undan heimamönnum. Ragnar Örn Bragason, ungur leikmaður ÍR, var að leika virkilega vel og voru Stjörnumenn í stökustu vandræðum með strákinn. Þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður var staðan 13-7 fyrir ÍR. Stjarnan vann sig hægt og bítandi inn í leikinn og hleyptu ÍR-ingum aldrei of langt frá sér. Þegar fyrsta leikhluta lauk var staðan 30-25 fyrir ÍR en þeir skoruðu lokakörfuna þegar leiktíminn rann út. Stjörnumenn hófu annan leikhluta vel og voru þeir búnir að jafna metin, 31-31, þegar tvær mínútur voru liðnar af fjórðungnum. Jafnræði var á með liðunum næstu mínúturnar en þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum kom Marvin Valdimarsson Stjörnunni yfir, 43-41, í fyrsta sinn síðan á fyrstu mínútu. Þegar flautar var til hálfleiks var staðan orðin 55-47 fyrir Stjörnunni og hafði liðið algjörlega snúið dæminu við. Jeremy Martez Atkinson, leikmaður Stjörnunnar, var frábær í fyrri hálfleiknum og hafði hann gert 24 stig þegar leikmenn fóru til búningsherbergja. Stjarnan byrjaði þriðja leikhlutann vel og voru komnir með tíu stiga forskot strax í upphafi síðari hálfleiksins. ÍR-ingar voru aftur á móti ekki tilbúnir að fara í sumarfrí með tapaðan lokaleik á bakinu og náði liðið að jafna metin, 63-63, þegar leikhlutinn var hálfnaður. Því næst komst liðið yfir og sýndu leikmenn liðsins einstakan baráttuvilja að koma sér aftur í leikinn. Breiðhyltingar ætluðu ekki að fara í sumarfrí með tapaðan lokaleik á bakinu. Stjörnumenn komu til baka undir lok þriðja leikhluta og var staðan 76-73 þegar lokafjórðungurinn var eftir. Í lokaleikhlutanum voru heimamenn betri aðilinn og það sást glögglega hvað lið var á leiðinni í úrslitakeppnina og hvaða lið var á leiðinni í sumarfrí. Leiknum lauk með þægilegum sigri Garðbæinga, 101-88, og hafnar liðið í fimmta sæti deildarinnar. Stjörnumenn mæta því Njarðvíkingum í 8-liða úrslitunum. Bjarni: Ætluðum að njóta þess að spila körfubolta„Við vildum bara njóta þess að spila körfubolta og skemmta okkur í kvöld,“ segir Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Mér fannst það skína úr andlitum manna að ég voru við mættir til að njóta og hafa gaman.“ Friðrik Hjálmarsson, leikmaður ÍR, hneig niður rétt eftir að Bjarni hafði tekinn hann af velli í kvöld og var sjúkrabíll kallaður á staðinn. Bjarni vissi strax um hvað málið snérist en Friðrik hefur verið að glíma við óeðlilegt hjartaflökt að undanförnu. Friðrik var fluttur með sjúkrabíl og virtist hafa jafnað sig nokkuð vel þegar hann var á leiðinni út úr húsi. „Við erum kannski ekki sáttir með hversu marga leiki við unnum á tímabilinu en ég er ánægður með nokkra hluti í okkar spilamennsku og þá sérstaklega varnarleikinn.“Sjá einnig: Sjúkrabíll í Ásgarð: Leikmaður ÍR-inga hneig niður Bjarni segir það klárt markmið hjá ÍR-ingum að festa sig í sessi sem lið í topp átta í deildinni. Hrafn: Þurfum að skoða Njarðvíkingana vel„Þetta var nokkuð þungt hjá okkur í kvöld og ég veit ekki hvort maður þurfi að hafa einhverjar áhyggjur af því,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. „Það vantaði smá kraft í okkur í byrjun og það var eins og við gerðum okkur ekki grein fyrir mikilvægi leiksins.“ Stjarnan mætir Njarðvík í átta liða úrslitum en Njarðvíkingar verða með heimaleikjaréttinn. „Mér líst bara vel á Njarðvík. Við vorum reyndar rosalega lélegir á móti þeim síðast og þurfum að skoða þann leik vel.“ Leiklýsing: Stjarnan - ÍR Leik lokið (101-88): Stjarnan vinnur flottan og mikilvægan sigur á ÍR-ingum. 4. leikhluti (94-80): Þetta er mun mikilvægari leikur fyrir Stjörnuna en ÍR og það sést núna. Liðið virðist vera sigla þessum sigri í hús. 4. leikhluti (88-80): Justin Shouse með mikilvægan þrist fyrir Stjörnuna. Hann er kominn með 14 stig. 4. leikhluti (82-77): Þegar sjö mínútur eru eftir af þessum leik hefur Stjarnan fimm stiga forskot. Ennþá töluverð spenna í Ásgarði. 4. leikhluti (78-75): Nú er bara spurning hvort Stjörnumenn haldi þetta út. Leikurinn vissulega mun mikilvægari fyrir þá. 3. leikhluta lokið (76-73): Galopinn leikur en Stjarnan er komin yfir á ný. 3. leikhluti (66-67): ÍR-ingar komnir yfir. Baráttulið úr Breiðholtinu. 3. leikhluti (63-63): Kristján Pétur Andrésson með þriggja stiga körfu og jafnar metin. 3. leikhluti (59-58): ÍR-ingar alls ekki hættir. Flottur kafli hjá gestunum. 3. leikhluti (55-49): Sveinbjörn Claessen með flottan körfu og fyrstu stig síðari hálfleiksins. Hálfleikur (55-47): Jeremy Martez Atkinson með flautukörfu undir lok fyrri hálfleiksins og Stjörnumenn hafa algjörlega snúið dæminum við. Liðið leiðir leikinn með átta stiga mun í hálfleik. 2. leikhluti (43-41): Marvin Valdimarsson kemur Stjörnunni yfir í fyrsta skipti síðan á fyrstu mínútu. 2. leikhluti (39-41): Svakaleg troðsla frá Trey Hampton, leikmanni ÍR. Hann flaug yfir hálfa vörn Stjörnunnar og hamraði boltann ofan í körfuna. 2. leikhluti (33-37): Heimamenn eru ekki að ná að komast yfir hér í Ásgarði. 2. leikhluti (31-31): Stjarnan hefur jafnað leikinn. 1. leihluta lokið (25-30): ÍR-ingar með körfu rétt undir lok fyrsta leikhluta og leiða með fimm stigum þegar tíu mínútur eru liðnar af leiknum. 1. leikhluti (25-27): Stjörnumenn að komast í gang. 1. leikhluti (7-13): Ragnar Örn Bragason, leikmaður ÍR, að leika virkilega vel hér í fyrsta leikhluta. Hann er fæddur árið 1994 og kominn með fimm stig. 1. leikhluti (4-8): ÍR-ingar ekki lengi að snúa þessu sér í vil. Þetta tók nokkrar sekúndur . 1. leikhluti (4-2): Heimamenn sterkari hér í blábyrjun. 1. leikhluti (0-0): Þá er leikurinn farinn af stað. Fyrir leik: Korter í leik og nokkrir áhorfendur mættir á pallana. Vonandi verður fjör hér í kvöld. Fyrir leik: Fiskikóngurinn á DJ græjunum eins og vanalega í Ásgarði og það er alveg á hreinu að hann er besti DJ landsins á íþróttaviðburðum. Fyrir leik: Mikið er undir hjá Stjörnumönnum í kvölf og verða þeir að vinna leikinn. ÍR-ingar vilja væntanlega klára tímabilið með stæl. Fyrir leik: Þá er komið að því. Lokaumferðin í Dominos-deild karla og í kvöld skýrist hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Stjörnunnar og ÍR lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Stjarnan vann mikilvægan sigur á ÍR-ingum, 101-88, í lokaumferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Leikurinn fór fram í Ásgarði og er það orðið ljóst að Stjarnan mætir Njarðvík í 8-liða úrslitunum. Stjarnan hafnar í fimmta sæti í deildarkeppninni og Njarðvíkingar í því fjórða. Liðin mætast því í úrslitakeppninni og þá verða Njarðvíkingar með heimaleikjaréttinn. Jeremy Martez Atkinson var magnaður fyrir Stjörnumenn í kvöld og gerði hann 40 stig. ÍR-ingar voru sterkari til að byrja með í Ásgarðinum í kvöld og voru einu skrefi á undan heimamönnum. Ragnar Örn Bragason, ungur leikmaður ÍR, var að leika virkilega vel og voru Stjörnumenn í stökustu vandræðum með strákinn. Þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður var staðan 13-7 fyrir ÍR. Stjarnan vann sig hægt og bítandi inn í leikinn og hleyptu ÍR-ingum aldrei of langt frá sér. Þegar fyrsta leikhluta lauk var staðan 30-25 fyrir ÍR en þeir skoruðu lokakörfuna þegar leiktíminn rann út. Stjörnumenn hófu annan leikhluta vel og voru þeir búnir að jafna metin, 31-31, þegar tvær mínútur voru liðnar af fjórðungnum. Jafnræði var á með liðunum næstu mínúturnar en þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum kom Marvin Valdimarsson Stjörnunni yfir, 43-41, í fyrsta sinn síðan á fyrstu mínútu. Þegar flautar var til hálfleiks var staðan orðin 55-47 fyrir Stjörnunni og hafði liðið algjörlega snúið dæminu við. Jeremy Martez Atkinson, leikmaður Stjörnunnar, var frábær í fyrri hálfleiknum og hafði hann gert 24 stig þegar leikmenn fóru til búningsherbergja. Stjarnan byrjaði þriðja leikhlutann vel og voru komnir með tíu stiga forskot strax í upphafi síðari hálfleiksins. ÍR-ingar voru aftur á móti ekki tilbúnir að fara í sumarfrí með tapaðan lokaleik á bakinu og náði liðið að jafna metin, 63-63, þegar leikhlutinn var hálfnaður. Því næst komst liðið yfir og sýndu leikmenn liðsins einstakan baráttuvilja að koma sér aftur í leikinn. Breiðhyltingar ætluðu ekki að fara í sumarfrí með tapaðan lokaleik á bakinu. Stjörnumenn komu til baka undir lok þriðja leikhluta og var staðan 76-73 þegar lokafjórðungurinn var eftir. Í lokaleikhlutanum voru heimamenn betri aðilinn og það sást glögglega hvað lið var á leiðinni í úrslitakeppnina og hvaða lið var á leiðinni í sumarfrí. Leiknum lauk með þægilegum sigri Garðbæinga, 101-88, og hafnar liðið í fimmta sæti deildarinnar. Stjörnumenn mæta því Njarðvíkingum í 8-liða úrslitunum. Bjarni: Ætluðum að njóta þess að spila körfubolta„Við vildum bara njóta þess að spila körfubolta og skemmta okkur í kvöld,“ segir Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Mér fannst það skína úr andlitum manna að ég voru við mættir til að njóta og hafa gaman.“ Friðrik Hjálmarsson, leikmaður ÍR, hneig niður rétt eftir að Bjarni hafði tekinn hann af velli í kvöld og var sjúkrabíll kallaður á staðinn. Bjarni vissi strax um hvað málið snérist en Friðrik hefur verið að glíma við óeðlilegt hjartaflökt að undanförnu. Friðrik var fluttur með sjúkrabíl og virtist hafa jafnað sig nokkuð vel þegar hann var á leiðinni út úr húsi. „Við erum kannski ekki sáttir með hversu marga leiki við unnum á tímabilinu en ég er ánægður með nokkra hluti í okkar spilamennsku og þá sérstaklega varnarleikinn.“Sjá einnig: Sjúkrabíll í Ásgarð: Leikmaður ÍR-inga hneig niður Bjarni segir það klárt markmið hjá ÍR-ingum að festa sig í sessi sem lið í topp átta í deildinni. Hrafn: Þurfum að skoða Njarðvíkingana vel„Þetta var nokkuð þungt hjá okkur í kvöld og ég veit ekki hvort maður þurfi að hafa einhverjar áhyggjur af því,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. „Það vantaði smá kraft í okkur í byrjun og það var eins og við gerðum okkur ekki grein fyrir mikilvægi leiksins.“ Stjarnan mætir Njarðvík í átta liða úrslitum en Njarðvíkingar verða með heimaleikjaréttinn. „Mér líst bara vel á Njarðvík. Við vorum reyndar rosalega lélegir á móti þeim síðast og þurfum að skoða þann leik vel.“ Leiklýsing: Stjarnan - ÍR Leik lokið (101-88): Stjarnan vinnur flottan og mikilvægan sigur á ÍR-ingum. 4. leikhluti (94-80): Þetta er mun mikilvægari leikur fyrir Stjörnuna en ÍR og það sést núna. Liðið virðist vera sigla þessum sigri í hús. 4. leikhluti (88-80): Justin Shouse með mikilvægan þrist fyrir Stjörnuna. Hann er kominn með 14 stig. 4. leikhluti (82-77): Þegar sjö mínútur eru eftir af þessum leik hefur Stjarnan fimm stiga forskot. Ennþá töluverð spenna í Ásgarði. 4. leikhluti (78-75): Nú er bara spurning hvort Stjörnumenn haldi þetta út. Leikurinn vissulega mun mikilvægari fyrir þá. 3. leikhluta lokið (76-73): Galopinn leikur en Stjarnan er komin yfir á ný. 3. leikhluti (66-67): ÍR-ingar komnir yfir. Baráttulið úr Breiðholtinu. 3. leikhluti (63-63): Kristján Pétur Andrésson með þriggja stiga körfu og jafnar metin. 3. leikhluti (59-58): ÍR-ingar alls ekki hættir. Flottur kafli hjá gestunum. 3. leikhluti (55-49): Sveinbjörn Claessen með flottan körfu og fyrstu stig síðari hálfleiksins. Hálfleikur (55-47): Jeremy Martez Atkinson með flautukörfu undir lok fyrri hálfleiksins og Stjörnumenn hafa algjörlega snúið dæminum við. Liðið leiðir leikinn með átta stiga mun í hálfleik. 2. leikhluti (43-41): Marvin Valdimarsson kemur Stjörnunni yfir í fyrsta skipti síðan á fyrstu mínútu. 2. leikhluti (39-41): Svakaleg troðsla frá Trey Hampton, leikmanni ÍR. Hann flaug yfir hálfa vörn Stjörnunnar og hamraði boltann ofan í körfuna. 2. leikhluti (33-37): Heimamenn eru ekki að ná að komast yfir hér í Ásgarði. 2. leikhluti (31-31): Stjarnan hefur jafnað leikinn. 1. leihluta lokið (25-30): ÍR-ingar með körfu rétt undir lok fyrsta leikhluta og leiða með fimm stigum þegar tíu mínútur eru liðnar af leiknum. 1. leikhluti (25-27): Stjörnumenn að komast í gang. 1. leikhluti (7-13): Ragnar Örn Bragason, leikmaður ÍR, að leika virkilega vel hér í fyrsta leikhluta. Hann er fæddur árið 1994 og kominn með fimm stig. 1. leikhluti (4-8): ÍR-ingar ekki lengi að snúa þessu sér í vil. Þetta tók nokkrar sekúndur . 1. leikhluti (4-2): Heimamenn sterkari hér í blábyrjun. 1. leikhluti (0-0): Þá er leikurinn farinn af stað. Fyrir leik: Korter í leik og nokkrir áhorfendur mættir á pallana. Vonandi verður fjör hér í kvöld. Fyrir leik: Fiskikóngurinn á DJ græjunum eins og vanalega í Ásgarði og það er alveg á hreinu að hann er besti DJ landsins á íþróttaviðburðum. Fyrir leik: Mikið er undir hjá Stjörnumönnum í kvölf og verða þeir að vinna leikinn. ÍR-ingar vilja væntanlega klára tímabilið með stæl. Fyrir leik: Þá er komið að því. Lokaumferðin í Dominos-deild karla og í kvöld skýrist hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Stjörnunnar og ÍR lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn