Viðskipti innlent

Reitir á markað 9. apríl

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðjón Auðunsson forstjóri Reita.
Guðjón Auðunsson forstjóri Reita.
Almennt hlutafjárútboð í fasteignafélaginu Reitum fer fram dagana 25. – 27 mars. Búist er við því að viðskipti með hlutabréf félagsins geti hafist á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þann 9. apríl.

Arion banki býður 13,25% hlut í almennu útboði. Stærð útboðsins nemur að lágmarki 5,5 milljörðum króna miðað við lágmarksgengi 55,5 krónur á hlut. Það svarar til tæplega 42 milljarða króna markaðsvirðis alls hlutafjár í Reitum.

Samhliða skráningu hlutabréfa verður óskað eftir því að tekinn verði til viðskipta skuldabréfaflokkur sem félagið gaf út í desember síðastliðnum og seldi til fagfjárfesta.

Tilkynnt var í síðustu viku að fasteignafélagið Eik færi líka á markað í næsta mánuði og hefst útboð þann 17. apríl. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×