Viðskipti innlent

Hlutafjárútboð Eikar þann 17. apríl

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Garðar Hannes Friðjónsson er forstjóri Eikar.
Garðar Hannes Friðjónsson er forstjóri Eikar. vísir/valli
Stefnt er að því að útboð á hlutum í fasteignafélaginu Eik verði haldið dagana 17. - 20. apríl næstkomandi. í framhaldi verður félagið skráð á markað.

Í útboðinu hyggst Arion banki hf. bjóða til sölu allt að 14% eignarhlut sinn í félaginu en frekari upplýsingar um stærð og fyrirkomulag útboðsins verða birtar í lýsingu félagsins. Í tilkynningu frá Arion segir að með fyrirvara um staðfestingu Fjármálaeftirlitsins á lýsingu Eikar fasteignafélags verði hún birt á vefsvæði félagsins í aðdraganda útboðsins.

Eik fasteignafélag sinnir rekstri og útleigu á atvinnuhúsnæði. Fjöldi eigna félagsins er yfir 100 og telja þær samtals um 273 þúsund fermetra. Virði fjárfestingaeigna félagsins er um 62 milljarðar króna og heildarfjöldi leigutaka er yfir 400. Eins og fram kom í Markaðnum í dag stækkað efnahagsreikningur félagsins verulega á árunum 2013-2014 þegar Eik keypti Landfestar og EF1. Helstu eignir Eikar eru Borgartún 21 og 26, Nýi Glæsibær, Turninn í Kópavogi, Smáratorg og Austurstræti 5, 6, 7 og 17.

Stærstu leigutakar eru Fasteignir ríkissjóðs, Húsasmiðjan, Landsbankinn, Rúmfatalagerinn, Skipti, Deloitte og VÍS.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×