Handbolti

Tapað stig hjá Paris SG í toppbaráttunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Róbert skoraði tvö mörk úr fjórum skotum í kvöld.
Róbert skoraði tvö mörk úr fjórum skotum í kvöld. vísir/getty
Paris Saint-Germain varð af mikilvægu stigi í toppbaráttunni í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta þegar liðið gerði jafntefli, 29-29, við Toulouse á útivelli í kvöld.

Toulouse, sem er í 12. og þriðja neðsta sæti deildarinnar, var með yfirhöndina lengst af í leiknum og náði mest fimm marka forystu í seinni hálfleik, 19-14.

Toulouse var tveimur mörkum yfir, 29-27, þegar þrjár mínútur voru eftir en Daniel Narcisse og Mikkel Hansen skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og tryggðu Paris annað stigið.

Narcisse var langmarkahæstur í liði Paris með níu mörk. Róbert Gunnarsson skoraði tvö mörk.

Paris er í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Montpellier sem getur náð þriggja stiga forskoti með sigri á Cesson Rennes á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×