Handbolti

Arnór og félagar unnu Snorralaust lið Sélestat | Ásgeir Örn markahæstur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór og félagar eru í fínum málum í 3. sæti frönsku deildarinnar.
Arnór og félagar eru í fínum málum í 3. sæti frönsku deildarinnar. vísir/eva björk
Arnór Atlason skoraði eitt mark þegar Saint Raphael bar sigurorð af Sélestat, 27-31, í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Saint Raphael leiddi með einu marki í hálfleik, 16-17.

Aurélien Abily var markahæstur í liði Saint Raphael með níu mörk en liðið er í 3. sæti deildarinnar með 22 stig.

Seri Rudy og Stevan Vujovic skoruðu báðir átta mörk fyrir Sélestat. Snorri Steinn Guðjón lék ekki með liðinu, líkt og í síðustu leikjum, vegna fingurbrots.

Ásgeir Örn Hallgrímsson var markahæstur hjá Nimes sem tapaði á grátlegan hátt fyrir Dunkerque á heimavelli, 24-25.

Nimes var tveimur mörkum yfir, 24-22, þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum en það var Julian Emonet sem reyndist hetja Dunkerque en hann skoraði þrjú síðustu mörk leiksins, öll af vítalínunni.

Nimes er í 11. sæti deildarinnar með 13 stig, fimm stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×