Lækkun olíuverðs gæti sparað þjóðarbúinu 40 milljarða á ári ingvar haraldsson skrifar 5. mars 2015 11:55 Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans, sagði lækkun olíuverðs hafa lækkað verðbólgu verulega. vísir/gva Lægra olíuverð gæti sparað íslensku þjóðarbúi 40 milljarða á ári haldist olíuverð óbreytt. Það jafngilti meðalvexti útflutningsverðmæta sjávarútvegsins í átta ár eða tekjum af um 250 þúsund ferðamönnum. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Daníels Svavarssonar, forstöðumanns Hagfræðideildar Landsbankans á fundi bankans um áhrif lækkunar olíuverðs. Lækkunin ætti því að geta styrkt gengi krónunnar. Hagvöxtur gæti einnig orðið 0,8% til 1% hærri hér á landi næstu tvö árin en án olíuverðslækkunar. Lægra bensínverð ætti einnig að spara bíleigendum um 100.000 krónur á ári, það jafngildi 3% launahækkun hjá almenningi. Daníel sagði einnig að lægra verð á hráolíu, sem lækkað hefur um 45% frá síðasta því í júní síðasta sumar, valdi því að verðbólga sé mun lægri enn ella væri. Án olíuverðslækkunarinnar væri verðbólga 1,7% hér á landi í stað 0,8% verðbólgu sem nú er. Það ætti að leiða til lækkunar stýrivaxta. Hins vegar hafi peningastefnunefnd Seðlabankans gefið út að olíuverð hefði ekki bein áhrif á stýrivexti bankans. Auk þess hefur Seðlabankinn verið tregur til að lækka vexti vegna þeirrar óvissu sem ríkir um kjarasamninga.Fundargestir hlustuðu af athygli á Daníel en hann sagði að hagvöxtur hér á landi gæti orðið 0,8%-1% hærri haldist olíuverð lágt.vísir/gvaLækkun bensínverðs hefur jákvæð áhrif á Olís Af máli Sigríðar Hrefnu Hrafnkelsdóttur, framkvæmdastjóra smásölusviðs Olís, mátti skilja að lækkun á olíuverði hefði jákvæð áhrif á rekstur Olís. Fyrirtækið seldi bæði fleiri bensínlítra og viðskiptavinir fyrirtækisins eyddu meira inn á bensínstöðvum fyrirtækisins. Þá væri fyrirtækið ekki bara eldsneytissali, heldur væri t.d. reknir tveir veitingastaðir á bensínstöðvum fyrirtækisins og því væri Olís ekki jafn næmt fyrir breytingum á bensínverði og ef engin slík starfsemi væri rekin. Áhrif á flugfélög ráðast af hve lengi lækkunin varir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Icelandair Group, sagði að miklu skipti fyrir flugfélög hve lengi áhrif olíuverðslækkunar vari. Sé lækkunin aðeins til skamms tíma hafi hún minniháttar áhrif á flugfélög. Þau hafi felst öll keypt tryggingar fyrir meirihluta bensínkaupa sinna sem tryggi þau finni ekki nema að litlu leyti fyrir breytingum á olíuverði, bæði til hækkunar og lækkunar. Haldist verðlækkunin til meðallangs tíma ættu flugfélög að geta lækkað verð talsvert til viðskiptavina eftir að samningar um tryggingar renni úr gildi. Sé litið til lengri tíma megi svo gera ráð fyrir auknu framboði hjá flugfélögum með kaup á nýjum flugvélum og þjálfun starfsfólks. Það taki tíma og tryggt þurfi að vera að olíuverð haldist lágt.Halldór sagði það velta á hve lengi olíuverðslækkun vari hve mikil áhrif það muni hafa á flugfélög.vísir/anton brinkLækkunin gæti sparað sjávarútveginum um 7 milljarða á ári Lækkun olíuverðs gæti sparað íslenskum sjávarútvegi 7 milljarða á ári miðað við 30 prósenta lækkun olíuverðs og hafa talsverð jákvæð áhrif á greinina í heild samkvæmt Hauki Þór Haukssyni, aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þó væru ýmsir óvissuþættir. Helst væri það að kjarasamningar við sjómenn væru lausir á þessu ári og þar væru kröfur um miklar launahækkanir. Þá hefðu olíuútflytjendurnir Nígería og Rússland flutt inn sem nemur 5,5% af heildarútflutningi Íslands síðustu ár. Þar hefði gengi gjaldmiðla fallið og útflutningstekjur dregist saman sem gæti leitt til minni fiskútflutnings Íslands til þessara landa. Haukur sagði einnig að sögulega séð væri fylgni milli olíuverðs og verðs á sjávarafurðum, en með töfum. Þannig hefði lækkun olíuverðs lækkað verð sjávarafurða. Þrátt fyrir það hafi Seðlabankinn spáð 3% hækkun sjávarafurða á þessu ári og ekki væri búist við verðlækkun sjávarafurða á næstu 12 mánuðum. Tengdar fréttir Órói á vinnumarkaði hamlar stýrivaxtalækkun Tilkynnt var um það í morgun að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefði ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum. 4. febrúar 2015 19:50 Býst ekki við að önnur félög feti í fótspor Olís Bensínverð er aftur komið yfir 200 krónur en það hækkaði um fjórar krónur nú á föstudag. 11. febrúar 2015 13:45 Olíuleitin hagstæðari vegna verðfalls á olíu Enginn bilbugur er á sérleyfishöfum á Drekasvæðinu, þótt olíuverð hafi hrapað um helming. Talsmaður Eykons segir þvert á móti að nú verði olíuleitin ákjósanlegri og tilkostnaður töluvert lægri. 11. janúar 2015 07:48 Telur olíuverð á Íslandi ekki lækka í samræmi við lækkun á heimsmarkaði Heimsmarkaðsverð á olíu ekki lægra í sex ár. 15. janúar 2015 11:18 Milljarða ávinningur fyrir útgerðina af lægra olíuverði Útgerðarkostnaður sjávarútvegsfyrirtækja lækkar mikið með lækkandi olíuverði. Tonn af gasolíu kostaði í gær helmingi minna en sama dag í fyrra. Íslenski fiskiskipaflotinn notaði um 150 þúsund tonn af gasolíu árið 2013. 8. janúar 2015 06:45 Olíuverð tekur kipp: 20 prósenta hækkun á þremur dögum Verð á olíu hefur fallið nær stanslaust síðustu mánuði en nú virðist eitthvað vera að breytast. 4. febrúar 2015 00:01 Ósamhverfar verðbreytingar olíu Jákvæð teikn eru á lofti á íslenskum hlutabréfamarkaði. Til að mynda hefur úrvalsvísitala kauphallarinnar hækkað um rúmlega 4% frá áramótum. 7. janúar 2015 09:00 Verðið gæti rokið hratt upp Sérfræðingur um orkumál segir óvíst að fyrirtæki geti byggt viðskiptaáætlanir sínar á þeirri lækkun sem hefur orðið á heimsmarkaðsverði undanfarið. Ómögulegt sé að spá um hvenær verðið hækki að nýju. Alger óvissa ríkir um framtíðarþróun heimsmarkaðsverðs á olíu, segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur um orkumál. 16. janúar 2015 07:00 Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Lægra olíuverð gæti sparað íslensku þjóðarbúi 40 milljarða á ári haldist olíuverð óbreytt. Það jafngilti meðalvexti útflutningsverðmæta sjávarútvegsins í átta ár eða tekjum af um 250 þúsund ferðamönnum. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Daníels Svavarssonar, forstöðumanns Hagfræðideildar Landsbankans á fundi bankans um áhrif lækkunar olíuverðs. Lækkunin ætti því að geta styrkt gengi krónunnar. Hagvöxtur gæti einnig orðið 0,8% til 1% hærri hér á landi næstu tvö árin en án olíuverðslækkunar. Lægra bensínverð ætti einnig að spara bíleigendum um 100.000 krónur á ári, það jafngildi 3% launahækkun hjá almenningi. Daníel sagði einnig að lægra verð á hráolíu, sem lækkað hefur um 45% frá síðasta því í júní síðasta sumar, valdi því að verðbólga sé mun lægri enn ella væri. Án olíuverðslækkunarinnar væri verðbólga 1,7% hér á landi í stað 0,8% verðbólgu sem nú er. Það ætti að leiða til lækkunar stýrivaxta. Hins vegar hafi peningastefnunefnd Seðlabankans gefið út að olíuverð hefði ekki bein áhrif á stýrivexti bankans. Auk þess hefur Seðlabankinn verið tregur til að lækka vexti vegna þeirrar óvissu sem ríkir um kjarasamninga.Fundargestir hlustuðu af athygli á Daníel en hann sagði að hagvöxtur hér á landi gæti orðið 0,8%-1% hærri haldist olíuverð lágt.vísir/gvaLækkun bensínverðs hefur jákvæð áhrif á Olís Af máli Sigríðar Hrefnu Hrafnkelsdóttur, framkvæmdastjóra smásölusviðs Olís, mátti skilja að lækkun á olíuverði hefði jákvæð áhrif á rekstur Olís. Fyrirtækið seldi bæði fleiri bensínlítra og viðskiptavinir fyrirtækisins eyddu meira inn á bensínstöðvum fyrirtækisins. Þá væri fyrirtækið ekki bara eldsneytissali, heldur væri t.d. reknir tveir veitingastaðir á bensínstöðvum fyrirtækisins og því væri Olís ekki jafn næmt fyrir breytingum á bensínverði og ef engin slík starfsemi væri rekin. Áhrif á flugfélög ráðast af hve lengi lækkunin varir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Icelandair Group, sagði að miklu skipti fyrir flugfélög hve lengi áhrif olíuverðslækkunar vari. Sé lækkunin aðeins til skamms tíma hafi hún minniháttar áhrif á flugfélög. Þau hafi felst öll keypt tryggingar fyrir meirihluta bensínkaupa sinna sem tryggi þau finni ekki nema að litlu leyti fyrir breytingum á olíuverði, bæði til hækkunar og lækkunar. Haldist verðlækkunin til meðallangs tíma ættu flugfélög að geta lækkað verð talsvert til viðskiptavina eftir að samningar um tryggingar renni úr gildi. Sé litið til lengri tíma megi svo gera ráð fyrir auknu framboði hjá flugfélögum með kaup á nýjum flugvélum og þjálfun starfsfólks. Það taki tíma og tryggt þurfi að vera að olíuverð haldist lágt.Halldór sagði það velta á hve lengi olíuverðslækkun vari hve mikil áhrif það muni hafa á flugfélög.vísir/anton brinkLækkunin gæti sparað sjávarútveginum um 7 milljarða á ári Lækkun olíuverðs gæti sparað íslenskum sjávarútvegi 7 milljarða á ári miðað við 30 prósenta lækkun olíuverðs og hafa talsverð jákvæð áhrif á greinina í heild samkvæmt Hauki Þór Haukssyni, aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þó væru ýmsir óvissuþættir. Helst væri það að kjarasamningar við sjómenn væru lausir á þessu ári og þar væru kröfur um miklar launahækkanir. Þá hefðu olíuútflytjendurnir Nígería og Rússland flutt inn sem nemur 5,5% af heildarútflutningi Íslands síðustu ár. Þar hefði gengi gjaldmiðla fallið og útflutningstekjur dregist saman sem gæti leitt til minni fiskútflutnings Íslands til þessara landa. Haukur sagði einnig að sögulega séð væri fylgni milli olíuverðs og verðs á sjávarafurðum, en með töfum. Þannig hefði lækkun olíuverðs lækkað verð sjávarafurða. Þrátt fyrir það hafi Seðlabankinn spáð 3% hækkun sjávarafurða á þessu ári og ekki væri búist við verðlækkun sjávarafurða á næstu 12 mánuðum.
Tengdar fréttir Órói á vinnumarkaði hamlar stýrivaxtalækkun Tilkynnt var um það í morgun að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefði ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum. 4. febrúar 2015 19:50 Býst ekki við að önnur félög feti í fótspor Olís Bensínverð er aftur komið yfir 200 krónur en það hækkaði um fjórar krónur nú á föstudag. 11. febrúar 2015 13:45 Olíuleitin hagstæðari vegna verðfalls á olíu Enginn bilbugur er á sérleyfishöfum á Drekasvæðinu, þótt olíuverð hafi hrapað um helming. Talsmaður Eykons segir þvert á móti að nú verði olíuleitin ákjósanlegri og tilkostnaður töluvert lægri. 11. janúar 2015 07:48 Telur olíuverð á Íslandi ekki lækka í samræmi við lækkun á heimsmarkaði Heimsmarkaðsverð á olíu ekki lægra í sex ár. 15. janúar 2015 11:18 Milljarða ávinningur fyrir útgerðina af lægra olíuverði Útgerðarkostnaður sjávarútvegsfyrirtækja lækkar mikið með lækkandi olíuverði. Tonn af gasolíu kostaði í gær helmingi minna en sama dag í fyrra. Íslenski fiskiskipaflotinn notaði um 150 þúsund tonn af gasolíu árið 2013. 8. janúar 2015 06:45 Olíuverð tekur kipp: 20 prósenta hækkun á þremur dögum Verð á olíu hefur fallið nær stanslaust síðustu mánuði en nú virðist eitthvað vera að breytast. 4. febrúar 2015 00:01 Ósamhverfar verðbreytingar olíu Jákvæð teikn eru á lofti á íslenskum hlutabréfamarkaði. Til að mynda hefur úrvalsvísitala kauphallarinnar hækkað um rúmlega 4% frá áramótum. 7. janúar 2015 09:00 Verðið gæti rokið hratt upp Sérfræðingur um orkumál segir óvíst að fyrirtæki geti byggt viðskiptaáætlanir sínar á þeirri lækkun sem hefur orðið á heimsmarkaðsverði undanfarið. Ómögulegt sé að spá um hvenær verðið hækki að nýju. Alger óvissa ríkir um framtíðarþróun heimsmarkaðsverðs á olíu, segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur um orkumál. 16. janúar 2015 07:00 Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Órói á vinnumarkaði hamlar stýrivaxtalækkun Tilkynnt var um það í morgun að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefði ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum. 4. febrúar 2015 19:50
Býst ekki við að önnur félög feti í fótspor Olís Bensínverð er aftur komið yfir 200 krónur en það hækkaði um fjórar krónur nú á föstudag. 11. febrúar 2015 13:45
Olíuleitin hagstæðari vegna verðfalls á olíu Enginn bilbugur er á sérleyfishöfum á Drekasvæðinu, þótt olíuverð hafi hrapað um helming. Talsmaður Eykons segir þvert á móti að nú verði olíuleitin ákjósanlegri og tilkostnaður töluvert lægri. 11. janúar 2015 07:48
Telur olíuverð á Íslandi ekki lækka í samræmi við lækkun á heimsmarkaði Heimsmarkaðsverð á olíu ekki lægra í sex ár. 15. janúar 2015 11:18
Milljarða ávinningur fyrir útgerðina af lægra olíuverði Útgerðarkostnaður sjávarútvegsfyrirtækja lækkar mikið með lækkandi olíuverði. Tonn af gasolíu kostaði í gær helmingi minna en sama dag í fyrra. Íslenski fiskiskipaflotinn notaði um 150 þúsund tonn af gasolíu árið 2013. 8. janúar 2015 06:45
Olíuverð tekur kipp: 20 prósenta hækkun á þremur dögum Verð á olíu hefur fallið nær stanslaust síðustu mánuði en nú virðist eitthvað vera að breytast. 4. febrúar 2015 00:01
Ósamhverfar verðbreytingar olíu Jákvæð teikn eru á lofti á íslenskum hlutabréfamarkaði. Til að mynda hefur úrvalsvísitala kauphallarinnar hækkað um rúmlega 4% frá áramótum. 7. janúar 2015 09:00
Verðið gæti rokið hratt upp Sérfræðingur um orkumál segir óvíst að fyrirtæki geti byggt viðskiptaáætlanir sínar á þeirri lækkun sem hefur orðið á heimsmarkaðsverði undanfarið. Ómögulegt sé að spá um hvenær verðið hækki að nýju. Alger óvissa ríkir um framtíðarþróun heimsmarkaðsverðs á olíu, segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur um orkumál. 16. janúar 2015 07:00