Viðskipti erlent

Olíuverð tekur kipp: 20 prósenta hækkun á þremur dögum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Síðastliðinn föstudag voru óvenju fáir olíuborpallar virkir við strendur Bandaríkjanna.
Síðastliðinn föstudag voru óvenju fáir olíuborpallar virkir við strendur Bandaríkjanna. Vísir/Getty Images
Eftir margra mánaða verðfall á olíu hefur verðið hækkað stöðugt síðust þrjá viðskiptadaga á mörkuðum. Hækkunin hefur verið meira 20 prósent, samkvæmt Bloomberg Business.

Síðastliðinn föstudag var verðið á tunnu af olíu 44 dalir en í gær, þriðjudag var það komið í 54 dali á tunnuna. Margar kenningar eru uppi um ástæður hækkunarinnar. Þar á meðal sú að minnkandi framleiðsla setji þrýsting á verðhækkanir, en síðastliðinn föstudag voru óvenju fáir olíuborpallar virkir við strendur Bandaríkjanna.

Lækkandi olíuverð hefur haft gríðarleg áhrif á verðlag um allan heim, þar á meðal á Íslandi. Verðbólga hefur ekki mælst minni um allnokkurt skeið hér á landi og er einn af stærstu áhrifaþáttunum verðlækkun á eldsneyti.

Í síðustu birtu tölum Hagstofunnar um þróun vísitölu neysluverðs kom fram að olíuverð hér á landi lækkaði um ellefu prósent í janúar og að lækkunin hafi verið næst stærsti áhrifaþáttur á verðbólguna til lækkunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×