Órói á vinnumarkaði hamlar stýrivaxtalækkun Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2015 19:50 Tilkynnt var um það í morgun að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefði ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum. Vextir verða því áfram 4,5%. Samhliða kynningu á stýrivaxtaákvörðun bankans var kynning á nýju hefti Peningamála. Þar kemur fram að hagvöxtur í fyrra hafi verið minni en bankinn spáði í nóvember eða tvö prósent í stað tveggja komma níu prósenta. Hins vegar sé jákvætt að horfur eru á meiri vexti í ferðamannaiðnaði og útflutningi sjávarafurða og að viðskiptakjör batni. Því gerir Seðlabankinn ráð fyrir meiri hagvexti á árinu 2015 en í spá bankans frá því í nóvember. Áætlað er að hagvöxtur verði fjögur komma tuttugu og fimm prósent á þessu ári í stað þriggja komma fimm eins og spáð var. Þá eru horfur á að verðbólga verði undir tveimur prósentum fram á næsta ár. Í peningamálum kemur fram að efnahagshorfur sé að ýmsu leyti tvísýnni en áður. Annars vegar vegna lækkunar olíuverðs en óvíst sé hve langvinn sú þróun verði og hins vegar vegna ólgu á vinnumarkaði. „Ef ekki væri framundan þessi áhætta, sem að við sjáum varðandi innlenda launaþróun, þá myndum við líklega lækka vexti,“ segir Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri.Þannig að ef það væri ekki órói á vinnumarkaði, þá hefðuð þið lækkað vexti hér í dag? „Það tel ég mjög líklegt, já,“ segir Arnór. Peningastefnunefnd telji því rétt að staldra við þar til efnahagshorfur skýrast frekar, einkum varðandi launaþróun. „Hinn möguleikinn er líka fyrir hendi að þetta snúist við og launaþróunin verði þannig að hún ýti undir verðbólguna. Þá getur niðurstaðan frekar orðið með þeim hætti að það þurfi að hækka vexti, frekar en lækka,“ segir Arnór. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Tilkynnt var um það í morgun að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefði ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum. Vextir verða því áfram 4,5%. Samhliða kynningu á stýrivaxtaákvörðun bankans var kynning á nýju hefti Peningamála. Þar kemur fram að hagvöxtur í fyrra hafi verið minni en bankinn spáði í nóvember eða tvö prósent í stað tveggja komma níu prósenta. Hins vegar sé jákvætt að horfur eru á meiri vexti í ferðamannaiðnaði og útflutningi sjávarafurða og að viðskiptakjör batni. Því gerir Seðlabankinn ráð fyrir meiri hagvexti á árinu 2015 en í spá bankans frá því í nóvember. Áætlað er að hagvöxtur verði fjögur komma tuttugu og fimm prósent á þessu ári í stað þriggja komma fimm eins og spáð var. Þá eru horfur á að verðbólga verði undir tveimur prósentum fram á næsta ár. Í peningamálum kemur fram að efnahagshorfur sé að ýmsu leyti tvísýnni en áður. Annars vegar vegna lækkunar olíuverðs en óvíst sé hve langvinn sú þróun verði og hins vegar vegna ólgu á vinnumarkaði. „Ef ekki væri framundan þessi áhætta, sem að við sjáum varðandi innlenda launaþróun, þá myndum við líklega lækka vexti,“ segir Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri.Þannig að ef það væri ekki órói á vinnumarkaði, þá hefðuð þið lækkað vexti hér í dag? „Það tel ég mjög líklegt, já,“ segir Arnór. Peningastefnunefnd telji því rétt að staldra við þar til efnahagshorfur skýrast frekar, einkum varðandi launaþróun. „Hinn möguleikinn er líka fyrir hendi að þetta snúist við og launaþróunin verði þannig að hún ýti undir verðbólguna. Þá getur niðurstaðan frekar orðið með þeim hætti að það þurfi að hækka vexti, frekar en lækka,“ segir Arnór.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira