Kröfur launþega langt umfram það sem íslensk iðnfyrirtæki geta borið Atli Ísleifsson skrifar 5. mars 2015 15:28 Guðrún Hafnsteinsdóttir var endurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins fyrr í dag. Vísir/Björg Vigfúsdóttir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir kröfugerðir launþegahreyfingarinnar væru langt umfram það sem íslensk iðnfyrirtæki gætu borið. Íslenskur iðnaður gæti ekki tekið á sig launahækkanir upp á tveggja stafa tölu. Í setningarræðu sinni á Iðnþingi í dag fjallaði Guðrún um kjarabaráttu launafólks. Sagði hún nauðsynlegt að líta til kaupmáttar og þess að auka megi lífsgæði með átaki í húsnæðis- og menntamálum. Þá þurfi að líta til þess árangurs sem náðst hafi við að halda verðbólgu í skefjum og þess að kaupmáttur, sem Guðrún kallaði hinn raunverulega mælikvarða á stöðu launafólks, hafi vaxið hratt. Í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins segir að Guðrún hafi ítrekað að mikilvægt væri að iðnrekendur sýni sjónarmiðum launafólks skilning og nefndi í því tilliti húsnæðismál en þar séu aðstæður erfiðar og nánast ómögulegt fyrir ungt fólk að koma sér upp eigin heimili hvort sem væri til leigu eða kaupa. „Ný byggingarreglugerð hækki húsnæðisverð um tæplega 10% og það bitni fyrst og fremst á fyrstu kaupendum. Samtök iðnaðarins vilji því að gert verði átak í húsnæðismálum ungs fólks og hleypa þannig lífi í byggingarmarkaðinn sem þarf svo sannarlega á því að halda. Slíkt átak þurfi meðal annars að byggjast á endurskoðun byggingarreglugerðar og lóðaúthlutana þannig að hagkvæmara verði að byggja minni íbúðir. Sagði Guðrún launahækkanir ekki mega vera innistæðulausar en til að þær hrindi ekki af stað verðbólgu verði þær að byggja á aukinni framleiðni. Því megi ná fram með aukinni fjárfestingu og menntun starfsfólks. Í því samhengi kallaði Guðrún eftir endurbótum á iðnnámi. Benti hún á að íslensk iðnfyrirtæki skapi um helming gjaldeyristekna íslendinga, fjórðung landsframleiðslu og eitt af hverjum fimm störfum á vinnumarkaði en á sama tíma stefni í að fjöldi útskrifaðra í iðn- og tæknigreinum haldi ekki í við aukna þörf greinarinnar eftir fagmenntuðu starfsfólki. Sífellt færri ljúki iðnnámi og á síðasta ári hafi einungis 12% grunnskólabarna valið nám á sviði iðngreina við lok skólaskyldu. Talaði Guðrún fyrir því að unnið væri að samspili verkvits og bókvits á framhaldsskólastigi. Ræddi hún þá möguleikann að gera nemum kleift að taka grunnnám í iðn samhliða stúdentsprófi þannig að stúdentar gætu útskrifast með tvöfalt próf. „Menntun getur verið fjölbreytileg og þar má ekki ein tegund varpa skugga á aðrar”,“ segir í tilkynningu samtakanna. Tengdar fréttir Guðrún Hafsteinsdóttir endurkjörin formaður SI Á aðalfundi samtaka Iðnaðarins í morgun var Guðrún Hafsteinsdóttir, endurkjörin formaður. Guðrún verður því formaður samtakanna fram að Iðnþingi 2016. 5. mars 2015 14:22 Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir kröfugerðir launþegahreyfingarinnar væru langt umfram það sem íslensk iðnfyrirtæki gætu borið. Íslenskur iðnaður gæti ekki tekið á sig launahækkanir upp á tveggja stafa tölu. Í setningarræðu sinni á Iðnþingi í dag fjallaði Guðrún um kjarabaráttu launafólks. Sagði hún nauðsynlegt að líta til kaupmáttar og þess að auka megi lífsgæði með átaki í húsnæðis- og menntamálum. Þá þurfi að líta til þess árangurs sem náðst hafi við að halda verðbólgu í skefjum og þess að kaupmáttur, sem Guðrún kallaði hinn raunverulega mælikvarða á stöðu launafólks, hafi vaxið hratt. Í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins segir að Guðrún hafi ítrekað að mikilvægt væri að iðnrekendur sýni sjónarmiðum launafólks skilning og nefndi í því tilliti húsnæðismál en þar séu aðstæður erfiðar og nánast ómögulegt fyrir ungt fólk að koma sér upp eigin heimili hvort sem væri til leigu eða kaupa. „Ný byggingarreglugerð hækki húsnæðisverð um tæplega 10% og það bitni fyrst og fremst á fyrstu kaupendum. Samtök iðnaðarins vilji því að gert verði átak í húsnæðismálum ungs fólks og hleypa þannig lífi í byggingarmarkaðinn sem þarf svo sannarlega á því að halda. Slíkt átak þurfi meðal annars að byggjast á endurskoðun byggingarreglugerðar og lóðaúthlutana þannig að hagkvæmara verði að byggja minni íbúðir. Sagði Guðrún launahækkanir ekki mega vera innistæðulausar en til að þær hrindi ekki af stað verðbólgu verði þær að byggja á aukinni framleiðni. Því megi ná fram með aukinni fjárfestingu og menntun starfsfólks. Í því samhengi kallaði Guðrún eftir endurbótum á iðnnámi. Benti hún á að íslensk iðnfyrirtæki skapi um helming gjaldeyristekna íslendinga, fjórðung landsframleiðslu og eitt af hverjum fimm störfum á vinnumarkaði en á sama tíma stefni í að fjöldi útskrifaðra í iðn- og tæknigreinum haldi ekki í við aukna þörf greinarinnar eftir fagmenntuðu starfsfólki. Sífellt færri ljúki iðnnámi og á síðasta ári hafi einungis 12% grunnskólabarna valið nám á sviði iðngreina við lok skólaskyldu. Talaði Guðrún fyrir því að unnið væri að samspili verkvits og bókvits á framhaldsskólastigi. Ræddi hún þá möguleikann að gera nemum kleift að taka grunnnám í iðn samhliða stúdentsprófi þannig að stúdentar gætu útskrifast með tvöfalt próf. „Menntun getur verið fjölbreytileg og þar má ekki ein tegund varpa skugga á aðrar”,“ segir í tilkynningu samtakanna.
Tengdar fréttir Guðrún Hafsteinsdóttir endurkjörin formaður SI Á aðalfundi samtaka Iðnaðarins í morgun var Guðrún Hafsteinsdóttir, endurkjörin formaður. Guðrún verður því formaður samtakanna fram að Iðnþingi 2016. 5. mars 2015 14:22 Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir endurkjörin formaður SI Á aðalfundi samtaka Iðnaðarins í morgun var Guðrún Hafsteinsdóttir, endurkjörin formaður. Guðrún verður því formaður samtakanna fram að Iðnþingi 2016. 5. mars 2015 14:22
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun