Kröfur launþega langt umfram það sem íslensk iðnfyrirtæki geta borið Atli Ísleifsson skrifar 5. mars 2015 15:28 Guðrún Hafnsteinsdóttir var endurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins fyrr í dag. Vísir/Björg Vigfúsdóttir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir kröfugerðir launþegahreyfingarinnar væru langt umfram það sem íslensk iðnfyrirtæki gætu borið. Íslenskur iðnaður gæti ekki tekið á sig launahækkanir upp á tveggja stafa tölu. Í setningarræðu sinni á Iðnþingi í dag fjallaði Guðrún um kjarabaráttu launafólks. Sagði hún nauðsynlegt að líta til kaupmáttar og þess að auka megi lífsgæði með átaki í húsnæðis- og menntamálum. Þá þurfi að líta til þess árangurs sem náðst hafi við að halda verðbólgu í skefjum og þess að kaupmáttur, sem Guðrún kallaði hinn raunverulega mælikvarða á stöðu launafólks, hafi vaxið hratt. Í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins segir að Guðrún hafi ítrekað að mikilvægt væri að iðnrekendur sýni sjónarmiðum launafólks skilning og nefndi í því tilliti húsnæðismál en þar séu aðstæður erfiðar og nánast ómögulegt fyrir ungt fólk að koma sér upp eigin heimili hvort sem væri til leigu eða kaupa. „Ný byggingarreglugerð hækki húsnæðisverð um tæplega 10% og það bitni fyrst og fremst á fyrstu kaupendum. Samtök iðnaðarins vilji því að gert verði átak í húsnæðismálum ungs fólks og hleypa þannig lífi í byggingarmarkaðinn sem þarf svo sannarlega á því að halda. Slíkt átak þurfi meðal annars að byggjast á endurskoðun byggingarreglugerðar og lóðaúthlutana þannig að hagkvæmara verði að byggja minni íbúðir. Sagði Guðrún launahækkanir ekki mega vera innistæðulausar en til að þær hrindi ekki af stað verðbólgu verði þær að byggja á aukinni framleiðni. Því megi ná fram með aukinni fjárfestingu og menntun starfsfólks. Í því samhengi kallaði Guðrún eftir endurbótum á iðnnámi. Benti hún á að íslensk iðnfyrirtæki skapi um helming gjaldeyristekna íslendinga, fjórðung landsframleiðslu og eitt af hverjum fimm störfum á vinnumarkaði en á sama tíma stefni í að fjöldi útskrifaðra í iðn- og tæknigreinum haldi ekki í við aukna þörf greinarinnar eftir fagmenntuðu starfsfólki. Sífellt færri ljúki iðnnámi og á síðasta ári hafi einungis 12% grunnskólabarna valið nám á sviði iðngreina við lok skólaskyldu. Talaði Guðrún fyrir því að unnið væri að samspili verkvits og bókvits á framhaldsskólastigi. Ræddi hún þá möguleikann að gera nemum kleift að taka grunnnám í iðn samhliða stúdentsprófi þannig að stúdentar gætu útskrifast með tvöfalt próf. „Menntun getur verið fjölbreytileg og þar má ekki ein tegund varpa skugga á aðrar”,“ segir í tilkynningu samtakanna. Tengdar fréttir Guðrún Hafsteinsdóttir endurkjörin formaður SI Á aðalfundi samtaka Iðnaðarins í morgun var Guðrún Hafsteinsdóttir, endurkjörin formaður. Guðrún verður því formaður samtakanna fram að Iðnþingi 2016. 5. mars 2015 14:22 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir kröfugerðir launþegahreyfingarinnar væru langt umfram það sem íslensk iðnfyrirtæki gætu borið. Íslenskur iðnaður gæti ekki tekið á sig launahækkanir upp á tveggja stafa tölu. Í setningarræðu sinni á Iðnþingi í dag fjallaði Guðrún um kjarabaráttu launafólks. Sagði hún nauðsynlegt að líta til kaupmáttar og þess að auka megi lífsgæði með átaki í húsnæðis- og menntamálum. Þá þurfi að líta til þess árangurs sem náðst hafi við að halda verðbólgu í skefjum og þess að kaupmáttur, sem Guðrún kallaði hinn raunverulega mælikvarða á stöðu launafólks, hafi vaxið hratt. Í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins segir að Guðrún hafi ítrekað að mikilvægt væri að iðnrekendur sýni sjónarmiðum launafólks skilning og nefndi í því tilliti húsnæðismál en þar séu aðstæður erfiðar og nánast ómögulegt fyrir ungt fólk að koma sér upp eigin heimili hvort sem væri til leigu eða kaupa. „Ný byggingarreglugerð hækki húsnæðisverð um tæplega 10% og það bitni fyrst og fremst á fyrstu kaupendum. Samtök iðnaðarins vilji því að gert verði átak í húsnæðismálum ungs fólks og hleypa þannig lífi í byggingarmarkaðinn sem þarf svo sannarlega á því að halda. Slíkt átak þurfi meðal annars að byggjast á endurskoðun byggingarreglugerðar og lóðaúthlutana þannig að hagkvæmara verði að byggja minni íbúðir. Sagði Guðrún launahækkanir ekki mega vera innistæðulausar en til að þær hrindi ekki af stað verðbólgu verði þær að byggja á aukinni framleiðni. Því megi ná fram með aukinni fjárfestingu og menntun starfsfólks. Í því samhengi kallaði Guðrún eftir endurbótum á iðnnámi. Benti hún á að íslensk iðnfyrirtæki skapi um helming gjaldeyristekna íslendinga, fjórðung landsframleiðslu og eitt af hverjum fimm störfum á vinnumarkaði en á sama tíma stefni í að fjöldi útskrifaðra í iðn- og tæknigreinum haldi ekki í við aukna þörf greinarinnar eftir fagmenntuðu starfsfólki. Sífellt færri ljúki iðnnámi og á síðasta ári hafi einungis 12% grunnskólabarna valið nám á sviði iðngreina við lok skólaskyldu. Talaði Guðrún fyrir því að unnið væri að samspili verkvits og bókvits á framhaldsskólastigi. Ræddi hún þá möguleikann að gera nemum kleift að taka grunnnám í iðn samhliða stúdentsprófi þannig að stúdentar gætu útskrifast með tvöfalt próf. „Menntun getur verið fjölbreytileg og þar má ekki ein tegund varpa skugga á aðrar”,“ segir í tilkynningu samtakanna.
Tengdar fréttir Guðrún Hafsteinsdóttir endurkjörin formaður SI Á aðalfundi samtaka Iðnaðarins í morgun var Guðrún Hafsteinsdóttir, endurkjörin formaður. Guðrún verður því formaður samtakanna fram að Iðnþingi 2016. 5. mars 2015 14:22 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir endurkjörin formaður SI Á aðalfundi samtaka Iðnaðarins í morgun var Guðrún Hafsteinsdóttir, endurkjörin formaður. Guðrún verður því formaður samtakanna fram að Iðnþingi 2016. 5. mars 2015 14:22