Skyrið erlendis jók afkomu MS um 114 milljónir Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. mars 2015 23:09 Skyr er landsmönnum vel þekkt og vinsældir þess aukast ár frá ári erlendis. Skyrsala erlendis hefur aukið afkomu af rekstri Mjólkursamsölunnar um 114 milljónir króna á milli ára. Fyrirtækið hagnaðist um 322 milljónir króna fyrir skatta en fjárhæðin nemur 1,3 prósenti af veltu félagsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu sem barst fyrr í kvöld. „Á undanförnum fimm árum hefur Mjólkursamsalan byggt upp skyrmarkað erlendis í samstarfi við erlenda framleiðendur og með eigin útflutningi,“ segir í tilkynningunni. „Gert er ráð fyrir að árið 2015 verði veltan á þessum skyrmarkaði, sem gefur Mjólkursamsölunni hagnaðarhlut, um 9 milljarðar króna. Það samsvarar ríflega 40% af heildarveltu fyrirtækisins á Íslandi.“ Tilkynninguna í heild sinni má nálgast hér að neðan:Afkoman af rekstri MS batnar vegna starfsemi erlendisengar hækkanir hafa orðið á heildsöluverði mjólkurafurða í eitt og hálft árgert ráð fyrir að MS hafi hagnaðarhlut af um 9 milljarða króna skyrmarkaði erlendis 2015bændum greitt fullt afurðastöðvaverð fyrir alla mjólk út árið 2016Afkoman af rekstri Mjólkursamsölunnar var hagnaður fyrir skatta að fjárhæð 322 milljónir króna, sem er 1,3% af veltu félagsins og hefur batnað um 114 milljónir króna milli ára. Afkomubatann má rekja til aukinna umsvifa félagsins á erlendum markaði þar sem MS hefur hagnað af eigin viðskiptum með skyr og af leyfisgjöldum frá fyrirtækjum sem framleiða skyr með leyfissamningum. Afkoman af rekstri fyrir afskriftir og fjármagnskostnað árið 2014 var 1.148 milljónir króna og batnaði um 370 milljónir króna milli ára.Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, bendir á að þessi afkoma sé ekki hátt hlutfall af 24,5 milljarða króna veltu fyrirtækisins. „Þetta endurspeglar sérstaka stöðu Mjólkursamsölunnar. Fyrirtækið verðleggur ekki eigin afurðir. Það er ekki stefna fyrirtækisins að hámarka hagnað í starfseminni heldur lágmarka kostnað og skila ábata af árangri í rekstrinum til neytenda og til bænda í gegnum verðlag á hráefni og afurðum. Á undanförnum áratug hefur hagræðing í mjólkuriðnaði verið um 3 milljarðar króna á ársgrunni. Fyrir vikið hefur verið hægt að hækka hráefnisverð til bænda töluvert umfram neysluvísitölu án þess að það skilaði sér út í verðlagið nema að hluta. Afurðaverð á markaði hefur hækkað minna en nemur almennum verðlagshækkunum og engin hækkun hefur orðið á heildsöluverði mjólkurafurða í eitt og hálft ár.“Á aðalfundi Mjólkursamsölunnar í dag greindi Egill Sigurðsson, kúabóndi á Berustöðum og stjórnarformaður fyrirtækisins, frá því að tekin hefði verið ákvörðun um að greiða bændum fullt afurðastöðvaverð fyrir alla mjólk út gildistíma búvörusamninga í árslok 2016.Mjólkursamsalan gegnir lykilhlutverki í birgðastýringu mjólkurframleiðslu í landinu. Aukin eftirspurn eftir fituríkari afurðum frá 2011 nemur framleiðslu 150 kúabúa. Slíkum vexti er afar erfitt að mæta þegar haft er í huga að það tekur 3 ár að ala upp gripi til mjólkurframleiðslu. Það er líka rétt að hafa hugfast að eftirspurn eftir próteinhluta mjólkurinnar er mun minni en eftir fituhlutanum. Það hefur því þyngt rekstur Mjólkursamsölunnar að yfirborga hluta framleiðslunnar til að skapa bændum hvata til að framleiða meira og tryggja nægjanlegt framboð.Á undanförnum fimm árum hefur Mjólkursamsalan byggt upp skyrmarkað erlendis í samstarfi við erlenda framleiðendur og með eigin útflutningi. Gert er ráð fyrir að árið 2015 verði veltan á þessum skyrmarkaði, sem gefur Mjólkursamsölunni hagnaðarhlut, um 9 milljarðar króna. Það samsvarar ríflega 40% af heildarveltu fyrirtækisins á Íslandi. Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Skyrsala erlendis hefur aukið afkomu af rekstri Mjólkursamsölunnar um 114 milljónir króna á milli ára. Fyrirtækið hagnaðist um 322 milljónir króna fyrir skatta en fjárhæðin nemur 1,3 prósenti af veltu félagsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu sem barst fyrr í kvöld. „Á undanförnum fimm árum hefur Mjólkursamsalan byggt upp skyrmarkað erlendis í samstarfi við erlenda framleiðendur og með eigin útflutningi,“ segir í tilkynningunni. „Gert er ráð fyrir að árið 2015 verði veltan á þessum skyrmarkaði, sem gefur Mjólkursamsölunni hagnaðarhlut, um 9 milljarðar króna. Það samsvarar ríflega 40% af heildarveltu fyrirtækisins á Íslandi.“ Tilkynninguna í heild sinni má nálgast hér að neðan:Afkoman af rekstri MS batnar vegna starfsemi erlendisengar hækkanir hafa orðið á heildsöluverði mjólkurafurða í eitt og hálft árgert ráð fyrir að MS hafi hagnaðarhlut af um 9 milljarða króna skyrmarkaði erlendis 2015bændum greitt fullt afurðastöðvaverð fyrir alla mjólk út árið 2016Afkoman af rekstri Mjólkursamsölunnar var hagnaður fyrir skatta að fjárhæð 322 milljónir króna, sem er 1,3% af veltu félagsins og hefur batnað um 114 milljónir króna milli ára. Afkomubatann má rekja til aukinna umsvifa félagsins á erlendum markaði þar sem MS hefur hagnað af eigin viðskiptum með skyr og af leyfisgjöldum frá fyrirtækjum sem framleiða skyr með leyfissamningum. Afkoman af rekstri fyrir afskriftir og fjármagnskostnað árið 2014 var 1.148 milljónir króna og batnaði um 370 milljónir króna milli ára.Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, bendir á að þessi afkoma sé ekki hátt hlutfall af 24,5 milljarða króna veltu fyrirtækisins. „Þetta endurspeglar sérstaka stöðu Mjólkursamsölunnar. Fyrirtækið verðleggur ekki eigin afurðir. Það er ekki stefna fyrirtækisins að hámarka hagnað í starfseminni heldur lágmarka kostnað og skila ábata af árangri í rekstrinum til neytenda og til bænda í gegnum verðlag á hráefni og afurðum. Á undanförnum áratug hefur hagræðing í mjólkuriðnaði verið um 3 milljarðar króna á ársgrunni. Fyrir vikið hefur verið hægt að hækka hráefnisverð til bænda töluvert umfram neysluvísitölu án þess að það skilaði sér út í verðlagið nema að hluta. Afurðaverð á markaði hefur hækkað minna en nemur almennum verðlagshækkunum og engin hækkun hefur orðið á heildsöluverði mjólkurafurða í eitt og hálft ár.“Á aðalfundi Mjólkursamsölunnar í dag greindi Egill Sigurðsson, kúabóndi á Berustöðum og stjórnarformaður fyrirtækisins, frá því að tekin hefði verið ákvörðun um að greiða bændum fullt afurðastöðvaverð fyrir alla mjólk út gildistíma búvörusamninga í árslok 2016.Mjólkursamsalan gegnir lykilhlutverki í birgðastýringu mjólkurframleiðslu í landinu. Aukin eftirspurn eftir fituríkari afurðum frá 2011 nemur framleiðslu 150 kúabúa. Slíkum vexti er afar erfitt að mæta þegar haft er í huga að það tekur 3 ár að ala upp gripi til mjólkurframleiðslu. Það er líka rétt að hafa hugfast að eftirspurn eftir próteinhluta mjólkurinnar er mun minni en eftir fituhlutanum. Það hefur því þyngt rekstur Mjólkursamsölunnar að yfirborga hluta framleiðslunnar til að skapa bændum hvata til að framleiða meira og tryggja nægjanlegt framboð.Á undanförnum fimm árum hefur Mjólkursamsalan byggt upp skyrmarkað erlendis í samstarfi við erlenda framleiðendur og með eigin útflutningi. Gert er ráð fyrir að árið 2015 verði veltan á þessum skyrmarkaði, sem gefur Mjólkursamsölunni hagnaðarhlut, um 9 milljarðar króna. Það samsvarar ríflega 40% af heildarveltu fyrirtækisins á Íslandi.
Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun