Hyggst fimmfalda flugflota WOW air Svavar Hávarðsson skrifar 6. mars 2015 10:59 Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, stefnir á að fimmfalda flugflota félagsins á næstu fimm árum samhliða uppbyggingu á leiðakerfi milli Evrópu og Bandaríkjanna. Bæði verður um leigu og kaup á farþegaþotum að ræða, en flugfloti félagsins gæti því verið 30 vélar árið 2020. Frá þessu greindi Skúli í viðtali á ITB-ferðaþjónustusýningunni í Berlín sem stendur yfir, og staðfestir í viðtali við Fréttablaðið. Skúli ætlar með þessari uppbyggingu félagsins að fjölga farþegum WOW um 50% á ári yfir þetta tímabil. „Við erum að bæta við okkur þremur vélum til næsta árs, förum því úr sex í níu vélar. Í framhaldi af því hef ég sagt að miðað við stærð markaðarins, en 50 milljónir manna fljúga yfir hafið árlega frá Norður-Ameríku til Evrópu, þá er þetta raunhæft. Þetta er sá markaður sem Icelandair sækir á, en lággjaldaflugfélögin hafa ekkert sinnt hingað til, og því er þetta nærri lagi,“ segir Skúli en til samanburðar má nefna að flugfloti Icelandair í millilandaflugi – farþegaflugi – er í dag 24 vélar; sex fleiri en árið 2013. Ekki er liðinn mánuður síðan WOW air tilkynnti um kaup á tveimur nýjum Airbus A321-211 farþegaþotum. Vélarnar voru fengnar með kaupleigu til 12 ára þannig að félagið eignast þær á þeim tíma. Skúli sagði í viðtali við Fréttablaðið 19. febrúar að WOW hafi gengið inn í mun stærri kaupsamning á mjög hagstæðum kjörum sem hafi gert félaginu kleift að ljúka fjármögnun, án þess að gefa upp kaupverðið. Listaverð þessara farþegavéla er hins vegar um 15 milljarðar króna. Spurður hvort um frekari kaup verði að ræða eða leigu á þeim 24 vélum sem hér um ræðir, segir Skúli: „Þessi uppbygging mun áfram verða blanda af þessu tvennu. Þetta verða nýjar og nýlegar Airbus 320- og Airbus 321-vélar,“ segir Skúli en þær vélar sem WOW hefur til umráða í dag eru einmitt af þessari tegund. Spurður um þessa hröðu uppbyggingu segir Skúli að á milli ára hafi vöxturinn í farþegafjölda verið úr 500.000 í tæplega 800.000 farþega, eða 65%. „Við búumst aftur við 50% vexti inn á árið 2016, þannig að þetta er aðeins rökrétt framhald á uppbyggingu félagsins,“ segir Skúli og bætir við að yfirbyggingin muni ekki vaxa verulega þrátt fyrir vöxt, enda búið að fjárfesta mikið í nauðsynlegum innviðum. Starfsmönnum muni þó eðlilega fjölga, og þá aðallega flugliðum og flugmönnum. Hjá WOW air vinna nú um 175 starfsmenn. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, stefnir á að fimmfalda flugflota félagsins á næstu fimm árum samhliða uppbyggingu á leiðakerfi milli Evrópu og Bandaríkjanna. Bæði verður um leigu og kaup á farþegaþotum að ræða, en flugfloti félagsins gæti því verið 30 vélar árið 2020. Frá þessu greindi Skúli í viðtali á ITB-ferðaþjónustusýningunni í Berlín sem stendur yfir, og staðfestir í viðtali við Fréttablaðið. Skúli ætlar með þessari uppbyggingu félagsins að fjölga farþegum WOW um 50% á ári yfir þetta tímabil. „Við erum að bæta við okkur þremur vélum til næsta árs, förum því úr sex í níu vélar. Í framhaldi af því hef ég sagt að miðað við stærð markaðarins, en 50 milljónir manna fljúga yfir hafið árlega frá Norður-Ameríku til Evrópu, þá er þetta raunhæft. Þetta er sá markaður sem Icelandair sækir á, en lággjaldaflugfélögin hafa ekkert sinnt hingað til, og því er þetta nærri lagi,“ segir Skúli en til samanburðar má nefna að flugfloti Icelandair í millilandaflugi – farþegaflugi – er í dag 24 vélar; sex fleiri en árið 2013. Ekki er liðinn mánuður síðan WOW air tilkynnti um kaup á tveimur nýjum Airbus A321-211 farþegaþotum. Vélarnar voru fengnar með kaupleigu til 12 ára þannig að félagið eignast þær á þeim tíma. Skúli sagði í viðtali við Fréttablaðið 19. febrúar að WOW hafi gengið inn í mun stærri kaupsamning á mjög hagstæðum kjörum sem hafi gert félaginu kleift að ljúka fjármögnun, án þess að gefa upp kaupverðið. Listaverð þessara farþegavéla er hins vegar um 15 milljarðar króna. Spurður hvort um frekari kaup verði að ræða eða leigu á þeim 24 vélum sem hér um ræðir, segir Skúli: „Þessi uppbygging mun áfram verða blanda af þessu tvennu. Þetta verða nýjar og nýlegar Airbus 320- og Airbus 321-vélar,“ segir Skúli en þær vélar sem WOW hefur til umráða í dag eru einmitt af þessari tegund. Spurður um þessa hröðu uppbyggingu segir Skúli að á milli ára hafi vöxturinn í farþegafjölda verið úr 500.000 í tæplega 800.000 farþega, eða 65%. „Við búumst aftur við 50% vexti inn á árið 2016, þannig að þetta er aðeins rökrétt framhald á uppbyggingu félagsins,“ segir Skúli og bætir við að yfirbyggingin muni ekki vaxa verulega þrátt fyrir vöxt, enda búið að fjárfesta mikið í nauðsynlegum innviðum. Starfsmönnum muni þó eðlilega fjölga, og þá aðallega flugliðum og flugmönnum. Hjá WOW air vinna nú um 175 starfsmenn.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira