Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Valur 20-26 | Valsmenn halda toppsætinu Birgir H. Stefánsson í Höllinni skrifar 8. mars 2015 00:01 Guðmundur Hólmar skoraði átta mörk á gamla heimavellinum. vísir/ernir Það var seigla Valsmanna og breidd hópsins sem landaði sigri á lokaspretti leiksins fyrir norðan í dag. Leikurinn var jafn og spennandi lengi vel en eins og í átta liða úrslitum bikarsins fyrir stuttu voru það Valsmenn sem sigldu framúr í seinni hálfleiknum og enduðu á að landa nokkuð öruggum sigri, 20-26. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn en Valsmenn þó oftar en ekki með undirtökin. Sóknarleikur Akureyrar var nokkuð mistækur og Valsmenn refsuðu fljótt með vel útfærðum hröðum sóknum og var það helsta ástæða þess að liðið náði mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleiknum. Það voru þó heimamenn sem áttu síðasta sprett fyrri hálfleiksins, skoruðu síðustu þrjú mörkin og löguðu stöðuna töluvert. Þegar liðin gengu inn í klefa í hálfleik var staðan 11-12 Valsmönnum í vil. Seinni hálfleikurinn var hnífjafn fram að 47. mínútu þegar Ingimundur Ingimundarson jafnaði leikinn, 18-18. Eftir það hrundi leikur heimamanna, Ingimundur fór illa með næstu sóknir þar á eftir, Halldór Logi komst í dauðafæri sem Hlynur í mark Vals varði og samherjar hans einfaldlega gengu á lagið og skoruðu sex mörk í röð á tíu mínútna kafla og gerðu út um leikinn. Lokakaflinn var því nokkuð frá því að vera spennandi, leikurinn endaði með verðskulduðum og sanngjörnum sigri Vals sem halda sínu toppsæti, 26-20.Atli Hilmarsson: Það vantaði smá trú "Við erum dálítið mikið útaf á þessum kafla," sagði Atli Hilmarsson strax eftir leik þegar hann var spurður að því hvað gerðist eftr að staðan var 18-18 í leiknum. "Stephen kemur svo einnig í markið og hreinlega lokar því. Við vorum að fá færi en að skjóta mjög illa og gerðum okkur erfitt fyrir að vera manni færri." 20-26 hugsanlega ekki alveg rétta mynd af leiknum sem var jafn og spennandi að mestu. "Já, ég er nokkuð sammála því. Við vorum að spila heilt yfir nokkuð vel. Ég hefði viljað aðeins meiri hug og menn hefðu viljað þetta meira. Það vantaði aðeins smá trú á því að menn gætu þetta fannst mér en að 18-18 var þetta mjög fínt." Þið eruð í nokkuð þéttum pakka þarna fyrir miðri deild þar sem stigin skipta miklu máli. "Það er rétt, við þurfum að huga að því að ná í stig. Við erum ekki enn komnir í þessa úrslitakeppni, verðum að halda áfram að bæta okkar leik og koma okkur í stand fyrir úrslitakeppnina. "Það eru fimm leikir enn eftir og okkar næsti leikur er útileikur gegn HK sem gæti virkað auðveldur á pappírum en við verðum að vera fullir einbeitningar ef við ætlum okkur að taka þann leik."Guðmundur Hólmar: Guðni liðsstjóri er búinn að bakka mig vel upp "Ég er nokkuð sáttur bara," sagði Guðmundur Hólmar Helgason nokkuð kátur eftir leik með kjötkörfu í fanginu sem hann fékk í verðlaun fyrir það að vera maður leiksins með átta mörk skoruð. "Það er glæsilegt að koma hingað norður að taka tvö stig." Síðustu tveir leikir þessara liða hafa sigrast á seiglu undir lok leiks, er það planið? "Það er ekkert planið þannig lagað, við erum hugsanlega með aðeins meiri breidd og náum að notfæra okkur það þegar líður á leikinn og jafnvel draga aðeins af þeim. Það er mjög erfitt að koma hingað norður og taka tvö stig þannig að ég bara bara virkilega ánægður mað að það hafi tekist í dag." Hvað með þína eigin frammistöðu, sáttur með hana? "Já, Guðni liðsstjóri er búinn að bakka mig vel upp og græja þetta vel fyrir okkur. Hann á svona sirka 50% af mínum leik í dag hann Guðni liðsstjóri, landsliðs-liðsstjóri."Óskar Bjarni: Vorum eiginlega bestir hér í fyrstu umferð "Við vorum samt eiginlega bestir í fyrstu umferðinni," sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals þegar hann var spurður út í síðustu tvo sigra Valsmanna fyrir norðan sem hafa sigrast á seiglu og dugnaði. "Við erum búnir að spila við þá þrisvar hér á þessum skemmtilega heimavelli og ég er mjög ánægður með það, stoltur af því að sigra þá þrisvar hér því það er ekki auðvelt. Við vorum ekki alveg nægilega góðir varnarlega í dag en sóknin steig upp í seinni hálfleik og vörnin small hér síðustu 15-20 mínúturnar og Stephen góður undir lokin." Í síðasta leik þessara liða fékk Orri Freyr Gíslason rautt fyrir þrár brottvísanir og var kominn með tvær eftir um korter í þessum leik, fór smá hrollur um þið á bekknum? "Já, ég verð að viðurkenna að ég bjóst alveg við því og var farinn að hugsa það að hann væri að fara að fá þrisvar tvær. En við höfum lennt aðeins í skakkaföllum síðan við hittumst síðast, Kári, Alexander og Atli hafa verið að koma aðeins meira inn í varnarleikinn og við erum því komnir með meiri breidd eins og er." Olís-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Það var seigla Valsmanna og breidd hópsins sem landaði sigri á lokaspretti leiksins fyrir norðan í dag. Leikurinn var jafn og spennandi lengi vel en eins og í átta liða úrslitum bikarsins fyrir stuttu voru það Valsmenn sem sigldu framúr í seinni hálfleiknum og enduðu á að landa nokkuð öruggum sigri, 20-26. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn en Valsmenn þó oftar en ekki með undirtökin. Sóknarleikur Akureyrar var nokkuð mistækur og Valsmenn refsuðu fljótt með vel útfærðum hröðum sóknum og var það helsta ástæða þess að liðið náði mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleiknum. Það voru þó heimamenn sem áttu síðasta sprett fyrri hálfleiksins, skoruðu síðustu þrjú mörkin og löguðu stöðuna töluvert. Þegar liðin gengu inn í klefa í hálfleik var staðan 11-12 Valsmönnum í vil. Seinni hálfleikurinn var hnífjafn fram að 47. mínútu þegar Ingimundur Ingimundarson jafnaði leikinn, 18-18. Eftir það hrundi leikur heimamanna, Ingimundur fór illa með næstu sóknir þar á eftir, Halldór Logi komst í dauðafæri sem Hlynur í mark Vals varði og samherjar hans einfaldlega gengu á lagið og skoruðu sex mörk í röð á tíu mínútna kafla og gerðu út um leikinn. Lokakaflinn var því nokkuð frá því að vera spennandi, leikurinn endaði með verðskulduðum og sanngjörnum sigri Vals sem halda sínu toppsæti, 26-20.Atli Hilmarsson: Það vantaði smá trú "Við erum dálítið mikið útaf á þessum kafla," sagði Atli Hilmarsson strax eftir leik þegar hann var spurður að því hvað gerðist eftr að staðan var 18-18 í leiknum. "Stephen kemur svo einnig í markið og hreinlega lokar því. Við vorum að fá færi en að skjóta mjög illa og gerðum okkur erfitt fyrir að vera manni færri." 20-26 hugsanlega ekki alveg rétta mynd af leiknum sem var jafn og spennandi að mestu. "Já, ég er nokkuð sammála því. Við vorum að spila heilt yfir nokkuð vel. Ég hefði viljað aðeins meiri hug og menn hefðu viljað þetta meira. Það vantaði aðeins smá trú á því að menn gætu þetta fannst mér en að 18-18 var þetta mjög fínt." Þið eruð í nokkuð þéttum pakka þarna fyrir miðri deild þar sem stigin skipta miklu máli. "Það er rétt, við þurfum að huga að því að ná í stig. Við erum ekki enn komnir í þessa úrslitakeppni, verðum að halda áfram að bæta okkar leik og koma okkur í stand fyrir úrslitakeppnina. "Það eru fimm leikir enn eftir og okkar næsti leikur er útileikur gegn HK sem gæti virkað auðveldur á pappírum en við verðum að vera fullir einbeitningar ef við ætlum okkur að taka þann leik."Guðmundur Hólmar: Guðni liðsstjóri er búinn að bakka mig vel upp "Ég er nokkuð sáttur bara," sagði Guðmundur Hólmar Helgason nokkuð kátur eftir leik með kjötkörfu í fanginu sem hann fékk í verðlaun fyrir það að vera maður leiksins með átta mörk skoruð. "Það er glæsilegt að koma hingað norður að taka tvö stig." Síðustu tveir leikir þessara liða hafa sigrast á seiglu undir lok leiks, er það planið? "Það er ekkert planið þannig lagað, við erum hugsanlega með aðeins meiri breidd og náum að notfæra okkur það þegar líður á leikinn og jafnvel draga aðeins af þeim. Það er mjög erfitt að koma hingað norður og taka tvö stig þannig að ég bara bara virkilega ánægður mað að það hafi tekist í dag." Hvað með þína eigin frammistöðu, sáttur með hana? "Já, Guðni liðsstjóri er búinn að bakka mig vel upp og græja þetta vel fyrir okkur. Hann á svona sirka 50% af mínum leik í dag hann Guðni liðsstjóri, landsliðs-liðsstjóri."Óskar Bjarni: Vorum eiginlega bestir hér í fyrstu umferð "Við vorum samt eiginlega bestir í fyrstu umferðinni," sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals þegar hann var spurður út í síðustu tvo sigra Valsmanna fyrir norðan sem hafa sigrast á seiglu og dugnaði. "Við erum búnir að spila við þá þrisvar hér á þessum skemmtilega heimavelli og ég er mjög ánægður með það, stoltur af því að sigra þá þrisvar hér því það er ekki auðvelt. Við vorum ekki alveg nægilega góðir varnarlega í dag en sóknin steig upp í seinni hálfleik og vörnin small hér síðustu 15-20 mínúturnar og Stephen góður undir lokin." Í síðasta leik þessara liða fékk Orri Freyr Gíslason rautt fyrir þrár brottvísanir og var kominn með tvær eftir um korter í þessum leik, fór smá hrollur um þið á bekknum? "Já, ég verð að viðurkenna að ég bjóst alveg við því og var farinn að hugsa það að hann væri að fara að fá þrisvar tvær. En við höfum lennt aðeins í skakkaföllum síðan við hittumst síðast, Kári, Alexander og Atli hafa verið að koma aðeins meira inn í varnarleikinn og við erum því komnir með meiri breidd eins og er."
Olís-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira