Hugsjón eða tálsýn? Ragna Ragnarsdóttir og Embla Rún Hakadóttir skrifar 8. mars 2015 09:28 Samhliða auknum lífsgæðum fatlaðs fólks hefur starfsumhverfi þroskaþjálfa breyst til muna á undanförnum áratugum. Saga þroskaþjálfa nær ekki mjög langt aftur en baráttusaga stéttarinnar er engu að síður merk enda stéttin barist fyrir eigin réttindum samhliða réttindabaráttu fatlaðs fólks. Nám þroskaþjálfa hefur þróast mikið frá því sem áður var, með nýjum nálgunum og áherslum. Innan fræðanna hefur nú verið horfið frá læknisfræðilegum skilningi á fötlun þar sem fatlað fólk var skilgreint sem sjúklingar og eilíf börn og litið á fæðingu fatlaðs barns sem harmleik. Í dag er sjónum beint í auknum mæli að þeim félagslegu hindrunum sem standa í vegi fyrir að fatlað fólk geti lifað eðlilegu lífi. Lögð er áhersla á virðingu og verðmæti hvers einstaklings, óháð skerðingu og fötlun. Hið nýja sjónarhorn hefur verið skilgreint sem félagslegur skilningur á fötlun. Starf þroskaþjálfa nú á tímum felst að stórum hluta í því að fjarlægja áðurnefndar hindranir sem felst meðal annars í því að breyta viðhorfum. Áður þótti eðlilegt að fatlað fólk byggi á stofnunum, líkt og Kópavogshæli, og er löggjöf þess tíma til marks um það, samanber lög um fávitahæli og fávitastofnanir. Á Kópavogshæli bjó fatlað fólk, bæði börn og fullorðnir, utan samfélagsins og þar störfuðu svokallaðar gæslusystur sem voru sérstaklega menntaðar til starfa með fötluðu fólki. Þær klæddust sérstökum búningum og gengu með höfuðkappa. Heiti Gæslusystraskólans var breytt árið 1971 í Þroskaþjálfaskóla Íslands og fengu þroskaþjálfar formlega viðurkenningu sem stétt. Í þá tíð var áhersla í námi á uppeldi, umönnun og þjálfun fatlaðs fólks enda var þá litið svo á að einstaklinginn þyrfti að laga að samfélaginu en ekki öfugt. Árið 1997 fór Þroskaþjálfaskóli Íslands undir Kennaraháskóla Íslands og færðist námið þar með á háskólastig. Stéttin öðlaðist frekari viðurkenningu og nemendur í þroskaþjálfafræðum útskrifuðust með B.Ed. gráðu sem í dag er orðið að B.A. gráðu. Þann 1. júlí 2008 sameinaðist Kennaraháskóli Íslands Háskóla Íslands og varð eitt fræðasviða skólans, menntavísindasvið. Í dag byggir nám í þroskaþjálfafræðum á félagslegum skilningi á fötlun og lögð áhersla á samfélagsþátttöku og mannréttindi fatlaðs fólks. Þroskaþjálfar hófu sína vegferð í starfi með fötluðu fólki og var starfsvettvangur þeirra bundinn við eina stofnun, Kópavogshæli, til margra ára. Með auknum mannréttindum fatlaðs fólks og kröfu um aukin lífsgæði annarra samfélagshópa er þörf fyrir að þroskaþjálfar nýti krafta sína á breiðari starfsvettvangi. Þroskaþjálfar eiga fullt erindi í starf með öldruðum, innflytjendum og fólki með geðfatlanir. Starfsheiti þroskaþjálfa kann að vera nokkuð villandi og til marks um að hugmyndafræðinni hefur fleygt fram. Orðið þroskaþjálfi felur að vissu leiti í sér forræðishyggju sé litið til þess breiða aldurshóps sem þeir starfa með. Starfið felst nefnilega ekki í því að þroska einstaklinga þannig að þeir passi inn í fyrirframgefna staðla samfélagsins heldur þvert á móti að breyta samfélaginu þannig að ólíkir einstaklingar geti lifað þar og tekið þátt í því sem þeir kjósa á sínum eigin forsendum. Til að þetta sé mögulegt felst mannréttindabarátta óhjákvæmilega í starfi þroskaþjálfa. Sérstaða þroskaþjálfa felst í hugsun út frá mannréttindum, að allir eigi jöfn tækifæri í lífinu og að hver einstaklingur fái að njóta sín. Það endurspeglast meðal annars í því að veita einstaklingsmiðaða þjónustu með því að horfa heildrænt á hvern einstakling. Litið er til styrkleika einstaklingsins og reynt eftir fremsta megni að sníða þjónustuna að þörfum og óskum hans sjálfs. Þroskaþjálfar þurfa að starfa eftir lögum og reglugerðum, og innan kerfis, sem stangast oft á við hugmyndafræði þeirra. Í starfsumhverfi þroskaþjálfa felast því þær þverstæðukenndu aðstæður að geta ekki alltaf veitt þá þjónustu sem að hugur þeirra stendur til. Hjá hinu opinbera virðast gæði þjónustunnar sem veitt er oftar mæld í fjármagni og sparnaði heldur en ánægju og lífsgæðum þeirra sem þjónustuna fá líkt og eðlilegt ætti að teljast. Gott dæmi um þetta er ferðaþjónusta fatlaðs fólks sem boðin var út og reyndist síðan síður en svo standast þær kröfur sem eðlilegar þykja í þjónustu við einstaklinga. Margt fólk í öðrum fagstéttum, sem og almenningur, veit ekki hvað þroskaþjálfastéttin stendur fyrir eða hvert hlutverk hennar er. Höfundum greinar þykir því rík ástæða til þess að hnykkja á mikilvægi og sérstöðu þroskaþjálfastéttarinnar í íslensku samfélagi. Nú veistu að við erum alls staðar og menntuð til þess að fjarlægja hindranir og brúa þannig bilið á milli samfélags og einstaklinga. Sú hugmyndafræði sem þroskaþjálfastéttin starfar eftir miðar að því að bæta lífsskilyrði og lífsgæði notenda líkt og kveðið er á um í siðareglum þroskaþjálfa. Jafnræði er ekki tálsýn heldur mannréttindi. Allir eiga skilið að búa við öryggi og njóta alls þess góða sem lífið býður upp á í samfélagi sem er sniðið fyrir alla. Það er starf þroskaþjálfa að halda þeirri hugsjón á lofti.Höfundar eru nemar á 3.ári í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samhliða auknum lífsgæðum fatlaðs fólks hefur starfsumhverfi þroskaþjálfa breyst til muna á undanförnum áratugum. Saga þroskaþjálfa nær ekki mjög langt aftur en baráttusaga stéttarinnar er engu að síður merk enda stéttin barist fyrir eigin réttindum samhliða réttindabaráttu fatlaðs fólks. Nám þroskaþjálfa hefur þróast mikið frá því sem áður var, með nýjum nálgunum og áherslum. Innan fræðanna hefur nú verið horfið frá læknisfræðilegum skilningi á fötlun þar sem fatlað fólk var skilgreint sem sjúklingar og eilíf börn og litið á fæðingu fatlaðs barns sem harmleik. Í dag er sjónum beint í auknum mæli að þeim félagslegu hindrunum sem standa í vegi fyrir að fatlað fólk geti lifað eðlilegu lífi. Lögð er áhersla á virðingu og verðmæti hvers einstaklings, óháð skerðingu og fötlun. Hið nýja sjónarhorn hefur verið skilgreint sem félagslegur skilningur á fötlun. Starf þroskaþjálfa nú á tímum felst að stórum hluta í því að fjarlægja áðurnefndar hindranir sem felst meðal annars í því að breyta viðhorfum. Áður þótti eðlilegt að fatlað fólk byggi á stofnunum, líkt og Kópavogshæli, og er löggjöf þess tíma til marks um það, samanber lög um fávitahæli og fávitastofnanir. Á Kópavogshæli bjó fatlað fólk, bæði börn og fullorðnir, utan samfélagsins og þar störfuðu svokallaðar gæslusystur sem voru sérstaklega menntaðar til starfa með fötluðu fólki. Þær klæddust sérstökum búningum og gengu með höfuðkappa. Heiti Gæslusystraskólans var breytt árið 1971 í Þroskaþjálfaskóla Íslands og fengu þroskaþjálfar formlega viðurkenningu sem stétt. Í þá tíð var áhersla í námi á uppeldi, umönnun og þjálfun fatlaðs fólks enda var þá litið svo á að einstaklinginn þyrfti að laga að samfélaginu en ekki öfugt. Árið 1997 fór Þroskaþjálfaskóli Íslands undir Kennaraháskóla Íslands og færðist námið þar með á háskólastig. Stéttin öðlaðist frekari viðurkenningu og nemendur í þroskaþjálfafræðum útskrifuðust með B.Ed. gráðu sem í dag er orðið að B.A. gráðu. Þann 1. júlí 2008 sameinaðist Kennaraháskóli Íslands Háskóla Íslands og varð eitt fræðasviða skólans, menntavísindasvið. Í dag byggir nám í þroskaþjálfafræðum á félagslegum skilningi á fötlun og lögð áhersla á samfélagsþátttöku og mannréttindi fatlaðs fólks. Þroskaþjálfar hófu sína vegferð í starfi með fötluðu fólki og var starfsvettvangur þeirra bundinn við eina stofnun, Kópavogshæli, til margra ára. Með auknum mannréttindum fatlaðs fólks og kröfu um aukin lífsgæði annarra samfélagshópa er þörf fyrir að þroskaþjálfar nýti krafta sína á breiðari starfsvettvangi. Þroskaþjálfar eiga fullt erindi í starf með öldruðum, innflytjendum og fólki með geðfatlanir. Starfsheiti þroskaþjálfa kann að vera nokkuð villandi og til marks um að hugmyndafræðinni hefur fleygt fram. Orðið þroskaþjálfi felur að vissu leiti í sér forræðishyggju sé litið til þess breiða aldurshóps sem þeir starfa með. Starfið felst nefnilega ekki í því að þroska einstaklinga þannig að þeir passi inn í fyrirframgefna staðla samfélagsins heldur þvert á móti að breyta samfélaginu þannig að ólíkir einstaklingar geti lifað þar og tekið þátt í því sem þeir kjósa á sínum eigin forsendum. Til að þetta sé mögulegt felst mannréttindabarátta óhjákvæmilega í starfi þroskaþjálfa. Sérstaða þroskaþjálfa felst í hugsun út frá mannréttindum, að allir eigi jöfn tækifæri í lífinu og að hver einstaklingur fái að njóta sín. Það endurspeglast meðal annars í því að veita einstaklingsmiðaða þjónustu með því að horfa heildrænt á hvern einstakling. Litið er til styrkleika einstaklingsins og reynt eftir fremsta megni að sníða þjónustuna að þörfum og óskum hans sjálfs. Þroskaþjálfar þurfa að starfa eftir lögum og reglugerðum, og innan kerfis, sem stangast oft á við hugmyndafræði þeirra. Í starfsumhverfi þroskaþjálfa felast því þær þverstæðukenndu aðstæður að geta ekki alltaf veitt þá þjónustu sem að hugur þeirra stendur til. Hjá hinu opinbera virðast gæði þjónustunnar sem veitt er oftar mæld í fjármagni og sparnaði heldur en ánægju og lífsgæðum þeirra sem þjónustuna fá líkt og eðlilegt ætti að teljast. Gott dæmi um þetta er ferðaþjónusta fatlaðs fólks sem boðin var út og reyndist síðan síður en svo standast þær kröfur sem eðlilegar þykja í þjónustu við einstaklinga. Margt fólk í öðrum fagstéttum, sem og almenningur, veit ekki hvað þroskaþjálfastéttin stendur fyrir eða hvert hlutverk hennar er. Höfundum greinar þykir því rík ástæða til þess að hnykkja á mikilvægi og sérstöðu þroskaþjálfastéttarinnar í íslensku samfélagi. Nú veistu að við erum alls staðar og menntuð til þess að fjarlægja hindranir og brúa þannig bilið á milli samfélags og einstaklinga. Sú hugmyndafræði sem þroskaþjálfastéttin starfar eftir miðar að því að bæta lífsskilyrði og lífsgæði notenda líkt og kveðið er á um í siðareglum þroskaþjálfa. Jafnræði er ekki tálsýn heldur mannréttindi. Allir eiga skilið að búa við öryggi og njóta alls þess góða sem lífið býður upp á í samfélagi sem er sniðið fyrir alla. Það er starf þroskaþjálfa að halda þeirri hugsjón á lofti.Höfundar eru nemar á 3.ári í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun