Hugsjón eða tálsýn? Ragna Ragnarsdóttir og Embla Rún Hakadóttir skrifar 8. mars 2015 09:28 Samhliða auknum lífsgæðum fatlaðs fólks hefur starfsumhverfi þroskaþjálfa breyst til muna á undanförnum áratugum. Saga þroskaþjálfa nær ekki mjög langt aftur en baráttusaga stéttarinnar er engu að síður merk enda stéttin barist fyrir eigin réttindum samhliða réttindabaráttu fatlaðs fólks. Nám þroskaþjálfa hefur þróast mikið frá því sem áður var, með nýjum nálgunum og áherslum. Innan fræðanna hefur nú verið horfið frá læknisfræðilegum skilningi á fötlun þar sem fatlað fólk var skilgreint sem sjúklingar og eilíf börn og litið á fæðingu fatlaðs barns sem harmleik. Í dag er sjónum beint í auknum mæli að þeim félagslegu hindrunum sem standa í vegi fyrir að fatlað fólk geti lifað eðlilegu lífi. Lögð er áhersla á virðingu og verðmæti hvers einstaklings, óháð skerðingu og fötlun. Hið nýja sjónarhorn hefur verið skilgreint sem félagslegur skilningur á fötlun. Starf þroskaþjálfa nú á tímum felst að stórum hluta í því að fjarlægja áðurnefndar hindranir sem felst meðal annars í því að breyta viðhorfum. Áður þótti eðlilegt að fatlað fólk byggi á stofnunum, líkt og Kópavogshæli, og er löggjöf þess tíma til marks um það, samanber lög um fávitahæli og fávitastofnanir. Á Kópavogshæli bjó fatlað fólk, bæði börn og fullorðnir, utan samfélagsins og þar störfuðu svokallaðar gæslusystur sem voru sérstaklega menntaðar til starfa með fötluðu fólki. Þær klæddust sérstökum búningum og gengu með höfuðkappa. Heiti Gæslusystraskólans var breytt árið 1971 í Þroskaþjálfaskóla Íslands og fengu þroskaþjálfar formlega viðurkenningu sem stétt. Í þá tíð var áhersla í námi á uppeldi, umönnun og þjálfun fatlaðs fólks enda var þá litið svo á að einstaklinginn þyrfti að laga að samfélaginu en ekki öfugt. Árið 1997 fór Þroskaþjálfaskóli Íslands undir Kennaraháskóla Íslands og færðist námið þar með á háskólastig. Stéttin öðlaðist frekari viðurkenningu og nemendur í þroskaþjálfafræðum útskrifuðust með B.Ed. gráðu sem í dag er orðið að B.A. gráðu. Þann 1. júlí 2008 sameinaðist Kennaraháskóli Íslands Háskóla Íslands og varð eitt fræðasviða skólans, menntavísindasvið. Í dag byggir nám í þroskaþjálfafræðum á félagslegum skilningi á fötlun og lögð áhersla á samfélagsþátttöku og mannréttindi fatlaðs fólks. Þroskaþjálfar hófu sína vegferð í starfi með fötluðu fólki og var starfsvettvangur þeirra bundinn við eina stofnun, Kópavogshæli, til margra ára. Með auknum mannréttindum fatlaðs fólks og kröfu um aukin lífsgæði annarra samfélagshópa er þörf fyrir að þroskaþjálfar nýti krafta sína á breiðari starfsvettvangi. Þroskaþjálfar eiga fullt erindi í starf með öldruðum, innflytjendum og fólki með geðfatlanir. Starfsheiti þroskaþjálfa kann að vera nokkuð villandi og til marks um að hugmyndafræðinni hefur fleygt fram. Orðið þroskaþjálfi felur að vissu leiti í sér forræðishyggju sé litið til þess breiða aldurshóps sem þeir starfa með. Starfið felst nefnilega ekki í því að þroska einstaklinga þannig að þeir passi inn í fyrirframgefna staðla samfélagsins heldur þvert á móti að breyta samfélaginu þannig að ólíkir einstaklingar geti lifað þar og tekið þátt í því sem þeir kjósa á sínum eigin forsendum. Til að þetta sé mögulegt felst mannréttindabarátta óhjákvæmilega í starfi þroskaþjálfa. Sérstaða þroskaþjálfa felst í hugsun út frá mannréttindum, að allir eigi jöfn tækifæri í lífinu og að hver einstaklingur fái að njóta sín. Það endurspeglast meðal annars í því að veita einstaklingsmiðaða þjónustu með því að horfa heildrænt á hvern einstakling. Litið er til styrkleika einstaklingsins og reynt eftir fremsta megni að sníða þjónustuna að þörfum og óskum hans sjálfs. Þroskaþjálfar þurfa að starfa eftir lögum og reglugerðum, og innan kerfis, sem stangast oft á við hugmyndafræði þeirra. Í starfsumhverfi þroskaþjálfa felast því þær þverstæðukenndu aðstæður að geta ekki alltaf veitt þá þjónustu sem að hugur þeirra stendur til. Hjá hinu opinbera virðast gæði þjónustunnar sem veitt er oftar mæld í fjármagni og sparnaði heldur en ánægju og lífsgæðum þeirra sem þjónustuna fá líkt og eðlilegt ætti að teljast. Gott dæmi um þetta er ferðaþjónusta fatlaðs fólks sem boðin var út og reyndist síðan síður en svo standast þær kröfur sem eðlilegar þykja í þjónustu við einstaklinga. Margt fólk í öðrum fagstéttum, sem og almenningur, veit ekki hvað þroskaþjálfastéttin stendur fyrir eða hvert hlutverk hennar er. Höfundum greinar þykir því rík ástæða til þess að hnykkja á mikilvægi og sérstöðu þroskaþjálfastéttarinnar í íslensku samfélagi. Nú veistu að við erum alls staðar og menntuð til þess að fjarlægja hindranir og brúa þannig bilið á milli samfélags og einstaklinga. Sú hugmyndafræði sem þroskaþjálfastéttin starfar eftir miðar að því að bæta lífsskilyrði og lífsgæði notenda líkt og kveðið er á um í siðareglum þroskaþjálfa. Jafnræði er ekki tálsýn heldur mannréttindi. Allir eiga skilið að búa við öryggi og njóta alls þess góða sem lífið býður upp á í samfélagi sem er sniðið fyrir alla. Það er starf þroskaþjálfa að halda þeirri hugsjón á lofti.Höfundar eru nemar á 3.ári í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Samhliða auknum lífsgæðum fatlaðs fólks hefur starfsumhverfi þroskaþjálfa breyst til muna á undanförnum áratugum. Saga þroskaþjálfa nær ekki mjög langt aftur en baráttusaga stéttarinnar er engu að síður merk enda stéttin barist fyrir eigin réttindum samhliða réttindabaráttu fatlaðs fólks. Nám þroskaþjálfa hefur þróast mikið frá því sem áður var, með nýjum nálgunum og áherslum. Innan fræðanna hefur nú verið horfið frá læknisfræðilegum skilningi á fötlun þar sem fatlað fólk var skilgreint sem sjúklingar og eilíf börn og litið á fæðingu fatlaðs barns sem harmleik. Í dag er sjónum beint í auknum mæli að þeim félagslegu hindrunum sem standa í vegi fyrir að fatlað fólk geti lifað eðlilegu lífi. Lögð er áhersla á virðingu og verðmæti hvers einstaklings, óháð skerðingu og fötlun. Hið nýja sjónarhorn hefur verið skilgreint sem félagslegur skilningur á fötlun. Starf þroskaþjálfa nú á tímum felst að stórum hluta í því að fjarlægja áðurnefndar hindranir sem felst meðal annars í því að breyta viðhorfum. Áður þótti eðlilegt að fatlað fólk byggi á stofnunum, líkt og Kópavogshæli, og er löggjöf þess tíma til marks um það, samanber lög um fávitahæli og fávitastofnanir. Á Kópavogshæli bjó fatlað fólk, bæði börn og fullorðnir, utan samfélagsins og þar störfuðu svokallaðar gæslusystur sem voru sérstaklega menntaðar til starfa með fötluðu fólki. Þær klæddust sérstökum búningum og gengu með höfuðkappa. Heiti Gæslusystraskólans var breytt árið 1971 í Þroskaþjálfaskóla Íslands og fengu þroskaþjálfar formlega viðurkenningu sem stétt. Í þá tíð var áhersla í námi á uppeldi, umönnun og þjálfun fatlaðs fólks enda var þá litið svo á að einstaklinginn þyrfti að laga að samfélaginu en ekki öfugt. Árið 1997 fór Þroskaþjálfaskóli Íslands undir Kennaraháskóla Íslands og færðist námið þar með á háskólastig. Stéttin öðlaðist frekari viðurkenningu og nemendur í þroskaþjálfafræðum útskrifuðust með B.Ed. gráðu sem í dag er orðið að B.A. gráðu. Þann 1. júlí 2008 sameinaðist Kennaraháskóli Íslands Háskóla Íslands og varð eitt fræðasviða skólans, menntavísindasvið. Í dag byggir nám í þroskaþjálfafræðum á félagslegum skilningi á fötlun og lögð áhersla á samfélagsþátttöku og mannréttindi fatlaðs fólks. Þroskaþjálfar hófu sína vegferð í starfi með fötluðu fólki og var starfsvettvangur þeirra bundinn við eina stofnun, Kópavogshæli, til margra ára. Með auknum mannréttindum fatlaðs fólks og kröfu um aukin lífsgæði annarra samfélagshópa er þörf fyrir að þroskaþjálfar nýti krafta sína á breiðari starfsvettvangi. Þroskaþjálfar eiga fullt erindi í starf með öldruðum, innflytjendum og fólki með geðfatlanir. Starfsheiti þroskaþjálfa kann að vera nokkuð villandi og til marks um að hugmyndafræðinni hefur fleygt fram. Orðið þroskaþjálfi felur að vissu leiti í sér forræðishyggju sé litið til þess breiða aldurshóps sem þeir starfa með. Starfið felst nefnilega ekki í því að þroska einstaklinga þannig að þeir passi inn í fyrirframgefna staðla samfélagsins heldur þvert á móti að breyta samfélaginu þannig að ólíkir einstaklingar geti lifað þar og tekið þátt í því sem þeir kjósa á sínum eigin forsendum. Til að þetta sé mögulegt felst mannréttindabarátta óhjákvæmilega í starfi þroskaþjálfa. Sérstaða þroskaþjálfa felst í hugsun út frá mannréttindum, að allir eigi jöfn tækifæri í lífinu og að hver einstaklingur fái að njóta sín. Það endurspeglast meðal annars í því að veita einstaklingsmiðaða þjónustu með því að horfa heildrænt á hvern einstakling. Litið er til styrkleika einstaklingsins og reynt eftir fremsta megni að sníða þjónustuna að þörfum og óskum hans sjálfs. Þroskaþjálfar þurfa að starfa eftir lögum og reglugerðum, og innan kerfis, sem stangast oft á við hugmyndafræði þeirra. Í starfsumhverfi þroskaþjálfa felast því þær þverstæðukenndu aðstæður að geta ekki alltaf veitt þá þjónustu sem að hugur þeirra stendur til. Hjá hinu opinbera virðast gæði þjónustunnar sem veitt er oftar mæld í fjármagni og sparnaði heldur en ánægju og lífsgæðum þeirra sem þjónustuna fá líkt og eðlilegt ætti að teljast. Gott dæmi um þetta er ferðaþjónusta fatlaðs fólks sem boðin var út og reyndist síðan síður en svo standast þær kröfur sem eðlilegar þykja í þjónustu við einstaklinga. Margt fólk í öðrum fagstéttum, sem og almenningur, veit ekki hvað þroskaþjálfastéttin stendur fyrir eða hvert hlutverk hennar er. Höfundum greinar þykir því rík ástæða til þess að hnykkja á mikilvægi og sérstöðu þroskaþjálfastéttarinnar í íslensku samfélagi. Nú veistu að við erum alls staðar og menntuð til þess að fjarlægja hindranir og brúa þannig bilið á milli samfélags og einstaklinga. Sú hugmyndafræði sem þroskaþjálfastéttin starfar eftir miðar að því að bæta lífsskilyrði og lífsgæði notenda líkt og kveðið er á um í siðareglum þroskaþjálfa. Jafnræði er ekki tálsýn heldur mannréttindi. Allir eiga skilið að búa við öryggi og njóta alls þess góða sem lífið býður upp á í samfélagi sem er sniðið fyrir alla. Það er starf þroskaþjálfa að halda þeirri hugsjón á lofti.Höfundar eru nemar á 3.ári í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun