Viðskipti innlent

Aukinn innflutningur á kjöti gerir SS erfitt fyrir

ingvar haraldsson skrifar
Hagnaður SS dróst saman um 33 milljónir milli ára. Félagið hagnaðist um 433 milljónir á árinu 2014 en 466 milljónir árið 2013.
Hagnaður SS dróst saman um 33 milljónir milli ára. Félagið hagnaðist um 433 milljónir á árinu 2014 en 466 milljónir árið 2013. vísir/gva
„Áhrif af vaxandi innflutningi á kjöti hafði neikvæð áhrif á rekstur afurðahluta félagsins á árinu 2014. Gert er ráð fyrir að svo verði áfram á árinu 2015,“ segir í ársreikningi Sláturfélags Suðurlands sem birtur var í gær. Þá segir einnig að erfiðar markaðsaðstæður á kjötmarkaði muni hafa neikvæð áhrif á afkomu kjötiðnaðar á árinu.

Hagnaður félagsins dróst saman um 33 milljónir milli ára. SS hagnaðist um 433 milljónir á árinu 2014 en 466 milljónir árið 2013.  Þá dróst hagnaður EBITDA hagnaður félagsins einnig saman, úr 1.021 milljón árið 2013 í 950 milljónir árið 2014.

Þó segir í tilkynningu að afkoma félagsins hafi verið stöðug og góð undanfarin ár. „Fjárhagsstaða félagsins er einnig mjög sterk með 53% eiginfjárhlutfall og veltufjárhlutfall 2,5. Árleg greiðslubyrði lána er lág miðað við greiðslugetu félagsins og skuldahlutfall lágt.“ Fyrirtækið lítur einnig svo á að staða lykilvörumerkja SS í kjötiðnaði sé sterk og ímynd félagsins á markaði góð.“

Stjórn félagsins mun leggja til að við hluthafafund að greiddur verði 11% arður af B-deild stofnsjóðs, alls 19,8 miljónir króna eða 0,11 krónur á hvern útgefin hlut og reiknaðir 5% vextir á höfuðstól inneigna í A-deild stofnsjóðs eru alls 15,8 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×