Viðskipti innlent

HS Veitur hagnast um 804 milljónir

ingvar haraldsson skrifar
vísir/valli
Hagnaður HS Veitna nam 804 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. Hagnaður félagsins jókst um 139 milljónir milli ára. Þó lækkaði EBITDA hagnaður félagsins úr 1798 milljónum árið 2013 í 1749 milljónir árið 2014. Því skýrist hagnaður félagsins fyrst og fremst af lækkun fjármagnsliða um 224 milljónir milli ára.

Rekstrartekjur félagsins jukust um 4,4 prósent milli ára. Úr 5,053 milljörðum í 5,276 milljarða króna.

Félagið lítur svo á að fjárhagsstaða félagsins sé góð. Eiginfjárhlutfall þess var 53,2 prósent um síðustu áramót.

Reykjanesbær á 50,1 prósent hlutafjár í HS Veitum. Heiðar Guðjónsson fjárfestir og nokkrir lífeyrissjóðir eiga 34,38 prósenta hlut í HS Veitum í gegnum HSV Eignarhaldsfélag slhf. Hafnafjarðabær á svo 15,42 prósent hlut í félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×