Viðskipti innlent

Bjarni Bjarnason nýr formaður Samorku

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bjarni Bjarnason nýr formaður Samorku.
Bjarni Bjarnason nýr formaður Samorku.
Á aðalfundi Samorku 2015 var Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, kjörinn nýr formaður samtakanna en þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku.

Hann tekur við af Tryggva Þór Haraldssyni, forstjóra RARIK, sem gegnt hefur embætti formanns sl. fjögur ár, og var jafnframt kjörinn til áframhaldandi setu í stjórn Samorku. Þá var Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, kjörinn nýr í stjórn samtakanna.

Jafnframt voru endurkjörnir til stjórnarsetu þeir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Júlíus J. Jónsson, forstjóri HS Veitna.  Dagur Jónsson, vatnsveitustjóri Hafnarfjarðar, og Guðmundur Davíðsson, framkvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella voru kjörnir til áframhaldandi setu sem varamenn í stjórn.

Áfram sitja jafnframt í stjórn, kjörin til tveggja ára á aðalfundi 2014, þau Guðrún Erla Jónsdóttir, forstjóri Orkuveitu Húsavíkur, og Kristján Haraldsson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða.

Ennfremur var á aðalfundi 2014 kjörinn til tveggja ára sem varamaður Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku. Þórður Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Landsnets, sagði sig frá stjórnarsetu um nýliðin áramót, þegar hann lét af störfum hjá Landsneti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×