Viðskipti innlent

Síminn skilar hagnaði í fyrsta sinn frá hruni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Orri Hauksson er núverandi forstjóri Símans.
Orri Hauksson er núverandi forstjóri Símans. vísir/pjetur.
„Reksturinn var í ágætu jafnvægi á árinu. Tekjur jukust lítillega og og EBITDA stendur í stað milli ára,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans , í afkomutilkynningu.

Tekjur Skipta, móðurfélag Símans, á síðasta ári námu 30,3 milljörðum króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 8,3 milljörðum króna og hagnaður eftir skatta nam 3,3 milljörðum króna. Þetta er umtalsvert betri afkoma en í fyrra þegar tapið nam 17 milljörðum króna.

Eiginfjárhlutfall Skipta hf. er 49% og eigið fé er 29,9 milljarðar króna. „Efnahagsreikningur félagsins hefur gjörbreyst í kjölfar endurskipulagningar og skilar fyrirtækið nú hagnaði í fyrsta sinn frá hruni. Hann nemur 3,3 milljörðum króna. Fjárfestingar á árinu námu 4,5 milljörðum króna og eru þær mestu um árabil,“ segir Orri.  

Í febrúar í fyrra voru Skipti og Síminn sameinuð í eitt félag, Sævar Freyr Þráinsson forstjóri lét af störfum og Orri Hauksson tók við starfi hans. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×