Viðskipti innlent

Marel hlaut menntaverðlaunin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra  og Hildur Elín Vignir framkvæmdastjóri IÐUNNAR og  formaður dómnefndar afhentu verðlaunin og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri  Marel  í Garðabæ veitti þeim móttöku fyrir hönd Marel.
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra og Hildur Elín Vignir framkvæmdastjóri IÐUNNAR og formaður dómnefndar afhentu verðlaunin og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri Marel í Garðabæ veitti þeim móttöku fyrir hönd Marel. Aðsend mynd
Marel hlaut í gær menntaverðlaun atvinnulífsins og var útnefnt sem Menntafyrirtæki ársins 2015.

Á þriðja tug fyrirtækja sem þóttu hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála hlutu tilnefningu og náðu þær til jafnt stórra og smærri fyrirtækja í fjölbreyttum greinum.

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra  og Hildur Elín Vignir framkvæmdastjóri IÐUNNAR og  formaður dómnefndar afhentu verðlaunin og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri  Marel  í Garðabæ veitti þeim móttöku fyrir hönd Marel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×