Lífið

Prins Póló leikur á Húrra í kvöld

Jóhann Ól Eiðsson skrifar
Prins Póló á tónleikum.
Prins Póló á tónleikum. vísir/andri marinó
Hljómsveitin Prins Póló kemur fram á tónleikum á Húrra í kvöld. Húsið opnar klukkan 21 og hefjast tónleikarnir klukkustund síðar. Aðgangseyrir er 2.000 krónur.

Þetta verða síðustu tónleikar Prins Póló í höfuðborginn í bili en eitthvað mun hirðin leika á hist og her um landið í vor og sumar.

Upphitun verður í boði Páls Ivan frá Eiðum. Mun þetta marka upphaf nýrrar tónleikaraðar sem tímaritið Reykjavík Grapevine stendur að í samstarfi við Húrra.

Fyrir þá sem ekki geta beðið fylgir hér upptaka af því þegar Prins Póló kíktu til KEXP útvarpsstöðvarinnar á meðan Airwaves stóð yfir.


Tengdar fréttir

Prins Póló með bestu íslensku plötuna

Eins og síðustu ár leitaði Fréttablaðið til valinna sérfræðinga til þess að komast að því hverjar eru bestu plötur ársins 2014.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.