Viðskipti innlent

Eimskip fjárfestir í Grundartanga

Bjarki Ármannsson skrifar
Lóðirnar eru samtals 22.420 fermetrar en mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu.
Lóðirnar eru samtals 22.420 fermetrar en mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu. Vísir/GVA
Eimskipafélagið hefur gengið frá kaupum á þremur lóðum á iðnaðar- og hafnarsvæðinu við Grundartanga. Lóðirnar eru samtals 22.420 fermetrar en mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskipum. Félagið hefur samhliða lóðakaupunum fest kaup á tveimur nýjum hafnarkrönum, af gerðinni TREX Gottwald GHMK 6507, sem verða stærstu hafnarkranar á Íslandi. Öðrum þeirra verður komið fyrir á Grundartanga en hinn verður staðsettur á Mjóeyrarhöfn.

Kranarnir eru rafknúnir og því umhverfisvænni en eldri olíuknúnir kranar, að því er fram kemur í tilkynningunni. Er sérstaða þeirra sú að þeir geta lyft tveimur tuttugu feta gámum samtímis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×