Körfubolti

Brynjar Þór: Vorum með leikinn í okkar höndum

Stefán Árni Pálsson í Laugardalshöll skrifar
„Maður er bara sársvekktur, enda ekki annað hægt,“ segir Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, eftir ósigurinn gegn Stjörnunni í bikarúrslitaleik í dag.

„Við vorum með leikinn í okkar höndum allan tímann en misstum tökin þegar Pavel fer útaf meiddur á ögurstundu.“

Brynjar segir að liðið hafi einfaldlega farið á taugum undir lokin.

„Stjarnan komst á lagið, við fengum ekki góð skot og þeir keyrði í bakið á okkur og skoruðu auðveldar körfur. Stjarnan á þetta bara fyllilega skilið enda spiluðu þeir bara fantavel.“

Brynjar segir að leikurinn gegn Stjörnunni árið 2009 hafi ekki setið í huganum á leikmönnum KR.

„Við ætluðum bara að skapa nýja hefð í dag, því miður gekk það ekki.“


Tengdar fréttir

Endurtekur Stjarnan leikinn frá 2009?

Bikarúrslitin í körfunni fara fram í dag. Keflavík mætir Grindavík í kvennaflokki og KR og Stjarnan eigast við í karlaflokki. Búist er við spennuleik hjá konunum en eins og 2009 er Stjarnan litla liðið hjá körlunum.

Dagur Kár: Höfðum alltaf trú á þessu

"Mér líður frábærlega, þetta var svo mikill karaktersigur hjá okkur,“ segir Dagur Kár Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn ótrúlega á KR í úrslitaleik Powerade-bikarsins í dag.

Hrafn: Sveiflast milli gleði og tára

"Maður sveiflast bara milli gleði og tára,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn á KR í úrslitaleik Powerade-bikarsins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×