Justin: Ekki hægt að stoppa KR - bara hægja á því Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. febrúar 2015 09:00 Justin Shouse í leik með Stjörnunni gegn KR. Vísir/Ernir „Sem hópur erum við bara góðir. Þjálfaraliðið hefur sett upp góða leikáætlun og ef við förum eftir henni eigum við góðan mögulega á að vinna KR,“ segir Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar sem mætir KR í bikarúrslitum klukkan 16.00 í dag. Bandaríkjamaðurinn eldhressi er að fara í sinn fjórða bikarúrslitaleik á ferlinum og þann þriðja með Stjörnunni. Áður vann hann einn með Snæfelli. Mótherjinn, KR, er á toppi deildarinnar og hefur verið illviðráðanlegt allt tímabilið. „Það er erfitt að vinna þetta KR-lið því það er með svo marga góða leikmenn. Aðalatriðið er að hafa tök á Pavel sem er erfitt því hann er svo góður leikmaður. Ef þú getur stöðvað hann að einhverju leyti þá ertu í góðum málum. Svo verðum við að hafa hemil á Craion inn í teignum. Það er auðvitað erfitt en við teljum okkur geta mætt KR í flestum stöðum. Lykilatriðið er bara að hægja á öllum leikmönnum KR-liðsins því það er ekki hægt að stoppa það,“ segir Justin.Brynjar Þór Björnsson og Dagur Kár Jónsson með bikarinn góða.Vísir/StefánFyrir fimm árum síðan fór Justin fyrir Stjörnuliðinu sem vann óvænt draumalið KR í bikarúrslitum með Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson innanborðs. „Maður lærir af svoleiðis reynslu. Það eru nokkrir í liðinu sem spiluðu þann leik og líka ungir strákar sem upplifðu gleðina eftir þann leik í kringum félagið. Þetta er allt annar leikur auðvitað og við verðum að spila af krafti og gera þetta með hjartanu. Við munum samt hvað gerðist 2009 og höfum það aftast í hausnum,“ segir Justin Hann segist hafa fulla trú á sigri Stjörnunnar í dag líkt og hann gerði 2009. „Algjörlega. Maður verður alltaf að telja sér trú um að maður getur unnið. Teitur var með flotta leikáætlun 2009 og Hrafn er með aðra eins núna. Maður verður bara að treysta á sjálfan sig og liðsfélagana.“Vísir/ValliStjarnan hefur verið að spila betur eftir áramót og er í þriðja sæti Dominos-deildarinnar. Kanaskiptin höfðu góð áhrif á liðið. „Það var mikilvægt púsl fyrir okkur að fá Jeremy Atkinson. Hann bætir sig með hverjum leiknum sem er mikilvægt í aðdraganda svona stórleiks. Við unnum Fjölni og Skallagrím í síðustu leikjum og þó þau séu við botninn var hann að spila vel. Að fá hann hefur líka gert okkur kleift að sækja bæði inn í teig jafnt og að skjóta fyrir utan eins og við gerðum of mikið af með Jarrid Frye,“ segir Justin. Atkinson hefur þó verið duglegur að fá tæknivillur í fyrstu leikjunum hér á landi. Um daginn fékk hann eina slíka fyrir að kasta boltanum of fast í hendurnar á dómara og annað atvik kom upp gegn Skallagrími. „Það hefur reynst honum erfitt að gefa boltann á dómarana,“ segir Justin og hlær. „Svo öskraði hann „shot“ þegar einn leikmaður Skallagríms tók skot um daginn. Það er bara eitthvað sem okkur Bandaríkjamönnum er kennt að gera frá blautu barnsbeini. Maður er að láta liðsfélagana vita að það er skot á leiðinni. En þetta er bannað á Íslandi og hann hefur lært af því. Hann er líka frábær gaur sem ætti ekki að vera fá svona margar tæknivillur,“ segir Justin Shouse. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Sjá meira
„Sem hópur erum við bara góðir. Þjálfaraliðið hefur sett upp góða leikáætlun og ef við förum eftir henni eigum við góðan mögulega á að vinna KR,“ segir Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar sem mætir KR í bikarúrslitum klukkan 16.00 í dag. Bandaríkjamaðurinn eldhressi er að fara í sinn fjórða bikarúrslitaleik á ferlinum og þann þriðja með Stjörnunni. Áður vann hann einn með Snæfelli. Mótherjinn, KR, er á toppi deildarinnar og hefur verið illviðráðanlegt allt tímabilið. „Það er erfitt að vinna þetta KR-lið því það er með svo marga góða leikmenn. Aðalatriðið er að hafa tök á Pavel sem er erfitt því hann er svo góður leikmaður. Ef þú getur stöðvað hann að einhverju leyti þá ertu í góðum málum. Svo verðum við að hafa hemil á Craion inn í teignum. Það er auðvitað erfitt en við teljum okkur geta mætt KR í flestum stöðum. Lykilatriðið er bara að hægja á öllum leikmönnum KR-liðsins því það er ekki hægt að stoppa það,“ segir Justin.Brynjar Þór Björnsson og Dagur Kár Jónsson með bikarinn góða.Vísir/StefánFyrir fimm árum síðan fór Justin fyrir Stjörnuliðinu sem vann óvænt draumalið KR í bikarúrslitum með Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson innanborðs. „Maður lærir af svoleiðis reynslu. Það eru nokkrir í liðinu sem spiluðu þann leik og líka ungir strákar sem upplifðu gleðina eftir þann leik í kringum félagið. Þetta er allt annar leikur auðvitað og við verðum að spila af krafti og gera þetta með hjartanu. Við munum samt hvað gerðist 2009 og höfum það aftast í hausnum,“ segir Justin Hann segist hafa fulla trú á sigri Stjörnunnar í dag líkt og hann gerði 2009. „Algjörlega. Maður verður alltaf að telja sér trú um að maður getur unnið. Teitur var með flotta leikáætlun 2009 og Hrafn er með aðra eins núna. Maður verður bara að treysta á sjálfan sig og liðsfélagana.“Vísir/ValliStjarnan hefur verið að spila betur eftir áramót og er í þriðja sæti Dominos-deildarinnar. Kanaskiptin höfðu góð áhrif á liðið. „Það var mikilvægt púsl fyrir okkur að fá Jeremy Atkinson. Hann bætir sig með hverjum leiknum sem er mikilvægt í aðdraganda svona stórleiks. Við unnum Fjölni og Skallagrím í síðustu leikjum og þó þau séu við botninn var hann að spila vel. Að fá hann hefur líka gert okkur kleift að sækja bæði inn í teig jafnt og að skjóta fyrir utan eins og við gerðum of mikið af með Jarrid Frye,“ segir Justin. Atkinson hefur þó verið duglegur að fá tæknivillur í fyrstu leikjunum hér á landi. Um daginn fékk hann eina slíka fyrir að kasta boltanum of fast í hendurnar á dómara og annað atvik kom upp gegn Skallagrími. „Það hefur reynst honum erfitt að gefa boltann á dómarana,“ segir Justin og hlær. „Svo öskraði hann „shot“ þegar einn leikmaður Skallagríms tók skot um daginn. Það er bara eitthvað sem okkur Bandaríkjamönnum er kennt að gera frá blautu barnsbeini. Maður er að láta liðsfélagana vita að það er skot á leiðinni. En þetta er bannað á Íslandi og hann hefur lært af því. Hann er líka frábær gaur sem ætti ekki að vera fá svona margar tæknivillur,“ segir Justin Shouse.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Sjá meira