Faðir Datsun Z deyr 105 ára Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2015 09:48 Yutaka Katayama fyrir framan Datsun Z bíl. Yutaka Katayama, sem oft hefur verið nefndur faðir sportbílsins Datsun Z, er fallinn frá 105 ára gamall. Hann var þekktur undir gælunafninu „Mr. K“ meðal aðdáenda Datsun Z-bíla. Katayama var einn af stjórnendum Nissan fyrirtækisins og í starfi sínu þar kom hann því manna helst til leiðar að framleiddur var hinn goðsagnarkenndi bíll Datsun Z. Hann kom fyrst fram árið 1969 og þá með nafninu Datsun 240Z. Honum fylgdu síðan 260Z og 280Z, en árið 1978 fengu þessir bílar Nissan nafnið en báru þó áfram Z-stafinn. Síðan þá hefur Nissan framleitt Z-sportbíla, fyrir utan árin 2000 til 2002. Yutaka Katayama var einnig þekktur fyrir að gegna forstjórastarfi Nissan í Bandaríkjunum á árunum 1960 til 1977, en það ár hætti hann hjá Nissan. Þá var hann 67 ára gamall og hefur því lifað í 38 ár eftir sinn síðasta starfsdag og náð háum aldri, ekki ólíkt mörgum öðrum íbúum Japan. Eiginkona Katayama er enn á lífi og eignuðust þau 4 börn, 11 barnabörn og 18 barnabarnabörn. Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður
Yutaka Katayama, sem oft hefur verið nefndur faðir sportbílsins Datsun Z, er fallinn frá 105 ára gamall. Hann var þekktur undir gælunafninu „Mr. K“ meðal aðdáenda Datsun Z-bíla. Katayama var einn af stjórnendum Nissan fyrirtækisins og í starfi sínu þar kom hann því manna helst til leiðar að framleiddur var hinn goðsagnarkenndi bíll Datsun Z. Hann kom fyrst fram árið 1969 og þá með nafninu Datsun 240Z. Honum fylgdu síðan 260Z og 280Z, en árið 1978 fengu þessir bílar Nissan nafnið en báru þó áfram Z-stafinn. Síðan þá hefur Nissan framleitt Z-sportbíla, fyrir utan árin 2000 til 2002. Yutaka Katayama var einnig þekktur fyrir að gegna forstjórastarfi Nissan í Bandaríkjunum á árunum 1960 til 1977, en það ár hætti hann hjá Nissan. Þá var hann 67 ára gamall og hefur því lifað í 38 ár eftir sinn síðasta starfsdag og náð háum aldri, ekki ólíkt mörgum öðrum íbúum Japan. Eiginkona Katayama er enn á lífi og eignuðust þau 4 börn, 11 barnabörn og 18 barnabarnabörn.
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður