Faðir Datsun Z deyr 105 ára Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2015 09:48 Yutaka Katayama fyrir framan Datsun Z bíl. Yutaka Katayama, sem oft hefur verið nefndur faðir sportbílsins Datsun Z, er fallinn frá 105 ára gamall. Hann var þekktur undir gælunafninu „Mr. K“ meðal aðdáenda Datsun Z-bíla. Katayama var einn af stjórnendum Nissan fyrirtækisins og í starfi sínu þar kom hann því manna helst til leiðar að framleiddur var hinn goðsagnarkenndi bíll Datsun Z. Hann kom fyrst fram árið 1969 og þá með nafninu Datsun 240Z. Honum fylgdu síðan 260Z og 280Z, en árið 1978 fengu þessir bílar Nissan nafnið en báru þó áfram Z-stafinn. Síðan þá hefur Nissan framleitt Z-sportbíla, fyrir utan árin 2000 til 2002. Yutaka Katayama var einnig þekktur fyrir að gegna forstjórastarfi Nissan í Bandaríkjunum á árunum 1960 til 1977, en það ár hætti hann hjá Nissan. Þá var hann 67 ára gamall og hefur því lifað í 38 ár eftir sinn síðasta starfsdag og náð háum aldri, ekki ólíkt mörgum öðrum íbúum Japan. Eiginkona Katayama er enn á lífi og eignuðust þau 4 börn, 11 barnabörn og 18 barnabarnabörn. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent
Yutaka Katayama, sem oft hefur verið nefndur faðir sportbílsins Datsun Z, er fallinn frá 105 ára gamall. Hann var þekktur undir gælunafninu „Mr. K“ meðal aðdáenda Datsun Z-bíla. Katayama var einn af stjórnendum Nissan fyrirtækisins og í starfi sínu þar kom hann því manna helst til leiðar að framleiddur var hinn goðsagnarkenndi bíll Datsun Z. Hann kom fyrst fram árið 1969 og þá með nafninu Datsun 240Z. Honum fylgdu síðan 260Z og 280Z, en árið 1978 fengu þessir bílar Nissan nafnið en báru þó áfram Z-stafinn. Síðan þá hefur Nissan framleitt Z-sportbíla, fyrir utan árin 2000 til 2002. Yutaka Katayama var einnig þekktur fyrir að gegna forstjórastarfi Nissan í Bandaríkjunum á árunum 1960 til 1977, en það ár hætti hann hjá Nissan. Þá var hann 67 ára gamall og hefur því lifað í 38 ár eftir sinn síðasta starfsdag og náð háum aldri, ekki ólíkt mörgum öðrum íbúum Japan. Eiginkona Katayama er enn á lífi og eignuðust þau 4 börn, 11 barnabörn og 18 barnabarnabörn.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent