Viðskipti innlent

Vistvæn haftengd starfsemi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vinnustofan fer fram um borð í varðskipinu Þór.
Vinnustofan fer fram um borð í varðskipinu Þór. Vísir/AP
Á undanförnum árum hefur náðst mikill árangur í aukinni notkun vistvænna orkugjafa. Hlutfall vistvæns eldsneytis er nú orðið 2,4% alls eldsneytis í samgöngum á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grænni Orku.

Þá er ekki meðtalin raforka sem notuð er á þá rúmlega 300 rafbíla sem í landinu eru né raforku fyrir tengiltvinnabíla.

Vaxandi áhugi er í samfélaginu um samdrátt losunar frá sjávartengdri starfsemi. Meðal annars er unnið að þróun rafbáts á húsavík, breyttum orkukerfum í skipum og rannsóknum á vistvænu eldsneyti.

Til að fjalla nánar um þennan málaflokk og tengja saman áhugasama hefur Græna Orkan, í samstarfi við Hafið, Nordic Marina og Stofnun Sæmundar fróða, blásið til vinnustofu fimmtudaginn 26 febrúar næstkomandi frá 14:00-16:30 um borð í varðskipinu Þór.

Þar mun fagfólk kynna stuttlega verkefni sem tengjast vistvænni haftengdri starfsemi, sjá nánar hér. Þátttaka er ókeypis og öllum opin en vinsamlega sendið skráningu til amk@newenergy.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×