Viðskipti innlent

Ráðinn listrænn stjórnandi hjá Kosmos & Kaos

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðmundur Bernharð Flosason er listrænn stjórnandi hjá Kosmos & Kaos.
Guðmundur Bernharð Flosason er listrænn stjórnandi hjá Kosmos & Kaos.
Guðmundur Bernharð Flosason (Mummi) hefur verið ráðinn listrænn stjórnandi hjá vefhönnunarstofunni Kosmos & Kaos. Ráðningin er liður í að efla hönnunarteymi stofunnar og breikka þjónustuframboð hennar en Mummi býr yfir áralangri reynslu af hönnun og ímyndarsköpun bæði íslenskra og erlendra fyrirtækja. Hann mun í sínu nýja starfi taka virkan þátt í stefnumótun og ímyndaruppbyggingu fyrir viðskiptavini Kosmos & Kaos.

Mummi er nýmiðlunarhönnuður að mennt og útskrifaðist frá KEA – Copenhagen School of Design árið 2004. Síðustu 10 ár hefur hann starfað á auglýsingastofum, nú síðast á ENNEMM en þar áður Hvíta Húsinu og Íslensku auglýsingastofunni. Mummi hefur setið í fjölda dómnefnda á vegum Félags íslenskra teiknara (FÍT) og hlotið bæði Ímark og FÍT verðlaun fyrir

vinnu sína. 

„Við höfum undanfarnar vikur verið að styrkja rekstarhliðina og þjónustuteymið. Nú er komið að því að bæta við okkur reynslu úr hefðbundnari grafískum miðlum til að svara eftirspurn viðskiptavina okkar,“ segir Inga Birna Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Kosmos og Kaos í tilkynningu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×