Viðskipti innlent

HB Grandi hagnast um 5,4 milljarða

ingvar haraldsson skrifar
Rekstrartekjur félagsins, sem gerir upp í evrum, námu 215 milljónum evra árið 2014, en voru 195 milljónir árið 2013.
Rekstrartekjur félagsins, sem gerir upp í evrum, námu 215 milljónum evra árið 2014, en voru 195 milljónir árið 2013. vísir/gva
HB Grandi hagnaðist um 5,4 milljarða króna á síðasta ári miðað við gengi dagsins í dag. Hagnaðurinn jókst því lítillega milli ára en hann var 5,3 milljarðar á árið 2013.

Rekstrartekjur félagsins, sem gerir upp í evrum, námu 215 milljónum evra árið 2014, en voru 195 milljónir árið 2013.

EBITDA ársins 2014 var 49,9 milljónir evra eða 23,2 prósent en var 23,1 prósent árið áður.

Fjármagnstekjur umfram fjármagnsgjöld voru jákvæðar um 4,4 milljónir evra miðað við 1,4  milljón evra árið áður.  Þá var áhrif hlutdeildarfélaga jákvæð um 2,9 milljón evra en voru jákvæð um 0,8 milljónir evra árið áður. HB Grandi keypti félagið allt hlutafé í Norðanfiski ehf. en seldi eignarhlut sinn í Stofnfiski hf. í árslok 2014.

Rekstrartekjur HB Granda á fjórða ársfjórðungi 2014 voru 59,3 milljónir evra, á móti 45,0 miljónum evra á fjórða ársfjórðungi 2013. EBITA nam 4,9 milljónum evra samanborið við 6,1 milljón á sama ársfjórðungi árið 2013. Hagnaður á fjórða ársfjórðungi var 5,8 milljónir evra samanborið við 9,5 milljónir evra árið áður.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×